Með sigurbros á vör!

Já, ekki hægt annað en að brosa!
EFtir sigurinn frábæra á sunnudaginn gegn Chelsea á Stanford Bridge 0-1, sem var jafnframt fyrsti tapleikur þeirra bláu í 86 leikjum, var ljóst að leikurinn við Portsmouth yrði viss prófraun á andlegan styrk og stöðugleika og liðið stóðst prófið!
Á sl. tímabili var Benitez skammaður mikið fyrir skiptikerfið sitt og hefur það sem af er ekki breytt miklu milli leikja. En nú gerði hann það, einar fjórar breytingar á byrjunarliðinu taldist mér tilog þrátt fyrir nokkuð erfiða fæðingu gekk það upp í kvöld.Sterkur varnarleikur liðsins frá hafnarborginni hélt í rúmar sjötíu mínútur, en svo kom markið og þá voru úrslitin í mínum huga ráðin!
Annars viðburðaríkt kvöld já og í viðureign tveggja "vinafélaga" minna, Stoke og Sunderland, höfðu nýliðarnir sætan sigur!
Makalaust svo hvernig þessir "Derbyleikir" Arsenal og Tottenham spilast, þetta alls ekki einsdæmi, vþí fyrir tveimur árum minnir mig urðu nefnilega svipuð eða sömu úrslit!
Liverpool sækir einmitt Spurs heim um næstu helgi.
mbl.is Liverpool áfram á toppnum í Englandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

það er nú gott að þú ert glaður

Hólmdís Hjartardóttir, 29.10.2008 kl. 22:49

2 identicon

eigum við ekki að vona að spurs hafi klárað markakvótann fyrir vikuna þarna... hehe

Frelsisson (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 23:31

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Mín vegna, mátti sá kvódi ligga hluta á milli sem ónýtt troz ...

Steingrímur Helgason, 30.10.2008 kl. 00:01

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

J'u Frelsisson, þeir upplifa allavega ekki svona ævintýri um helgina.

Ég er bæði glaums- og gleðigosi mín kæra Hólmdís, ættir nú að vera farin að sjá það!

Magnús Geir Guðmundsson, 30.10.2008 kl. 00:02

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hehe STeingrímur, þetta var nú alveg rosalegt hjá Arsenal að klúðra leiknum vi Tottenham, já BARNALEGT sagði stjórinn!

Magnús Geir Guðmundsson, 30.10.2008 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 217999

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband