Færsluflokkur: Kvikmyndir

ÉG játa, sá myndina! (minnir mig!?)

Geri nú ekki ráð fyrir að allir þori að viðurkenna það, en margur íslenskur maðurinn hefur örugglega séð þessa alræmdu mynd. Kom auðvitað út á myndbandi strax hygg ég og sú bylting hóf innreið sína og hefur sjálfsagt síðar orðið góð söluvara og er kannski enn!?
En ég var nú vart komin á unglingaskeiðið, alls ekki kynþroska hygg ég, þegar ég sá myndina í fyrsta og seinasta skipti. Og ekki er hún nú merkileg í minningunni né minnistæð raunar í sannleika sagt og ég man það ekki lengur hvort það var af V 2000 spólu, Beta eða VHS sem hún var á! (sem skiptir nú engu reyndar, en segir hins vegar að ansi langt er um liðið)
En Linda bomban (sem ég held að hafi kallast Lovelace í bransanum!?) "lék" þarna klappstýru sem fædd var með sníp í hálsinum (eða var með hann þar að einhverjum öðrum orsökum, man það nú ekki lengur) þannig að til þess skýrskotar nú nafnið "Djúpi háls" en ekki til lengdarinnar sem slíkrar, ef einhver skildi nú ekki vita það.
En það fór víst ekki vel fyrir henni Lindu, minnir að hún hafi nú þrátt fyrir ofbeldi og fleira sem því fylgdi í klámbransanum, snúið að hluta allavega aftur í hann, eitthvað sem mig enn og aftur minnir. En lífdaga þar né yfir höfuð í þessari tilveru átti hún hins vegar ekki mjög langa, lést í umferðarslysi. (minnir mig)
mbl.is Leikstjóri Deep Throat látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En STÓRA spurningin er!

Dolly blessunin á sér marga aðdáendur og af ýmsum ástæðum!
Því efalítið vart annað en heiður að vera boðið að leika hana í kvikmynd!
En það sem ég er að hugsa nuna, en má varla segja upphátt er hvort hún Scarlett muni eða sé núna tilbúin að UPPFYLLA hið STÓRA sjónræna hlutverk, að MÆLISTIKA hafi verið sett á þá hlið mála! um leið og hina listrænu, sem hún uppfyllir án minnsta vafa?
Ef ekki, ja þá...?

Nei,engum víst blöðum, um er að fletta,
álits- að leika Dolly er hækkun.
En þyrftekki Scarlett, skvísan sú netta,
að skreppa snöggvast í brjóstastækkun!?

Spyr nú bara svona í einfeldni minni, veit ekkert um "mál" leikkonunnar og gæti nú verið að Dolly drottning hafi farið hina leiðina?


mbl.is Scarlett sem Dolly?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Annað hvort eða!

Annað hvort spaug eða spilling,
í spilinu þar er að sjá.
Nú eða helvítis hrylling,
Hollywoodkeðjunni frá!
mbl.is Hryllingsmynd sú vinsælasta vestanhafs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Munnmakakennsla!?

Það er nebbilega það!
Og hvernig fara menn svo að "sviðsetja" eh, þennan "Heimsviðburð í sögunni"!?
Varla fara menn að setja upp sýnikennslu?
Finnst þessi fregn nú svolítið tvíræð, ef ekki óskýr!
En "Peningalyktina" leggur nú langar leiðir!
mbl.is Mynd um framhjáhald Hughs Grants
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heiðurinn fleiri en Baltasars!

Þetta er að sjálfsögðu mikill áfangasigur fyrir Baltasar Kormák, en gleymum nú ekki manninum sem skóp þessa sögu upphaflega, Arnaldi Indriðasyni!
Hef lesið bókina, hlustað á útvarpsleikgerð af henni og loks farið á myndina, er að mínu mati önnur af tveimur bestu sögum höfundarins, hin er Grafarþögn!
Svo skulum við ekki heldur gleyma mjög góðum leikurum í myndinni og þá alveg sérstaklega Teódór Júlíussyni, sem skóp eina minnistaðustu persónu íslenskrar kvikmyndar á seinni árum! Ingvar E. Sigurðsson lék sömuleiðis hlutverk Erlendar vel.
Rétt að minna á þetta, þóptt leikstjórinn standi óneitanlega fremst í sviðsljósinu.
mbl.is Sigurinn á Karlovy Vary kvikmyndahátíðinni kom Baltasar Kormáki á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 217994

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband