Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Góð úrslit, en rimman aðeins hálfnuð!

Jafntefli, 1-1 eftir að íslenska liðið hafði náð forystunni snemma!
En þetta er auðvitað ekki búið, seinni leikurinn á fimmtudag verður harður og þær írsku eru áreiðanlega ekki búnar að gefat upp.
En okkur nægir 0-0 jafntefli, einfaldlega að halda hreinu og þá er STÓRI DRAUMURINN orðin að veruleika, sæti í úrslitakeppni EM í Finnlandi á næsta ári!

Allir, já ALLIR! Þeir sem vettlingi geta valdið, skulu nú streyma í Laugardalin og styðja stelpurnar til sigurs í þessari rimmu við þær írsku!


mbl.is Ísland færðist skrefi nær EM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Það er komin tími til", sagði Alonso og hann sá SJÁLFUR til þess!

Síðustu þrjá daga hef ég verið sannfærður um að Liverpool ynni og fullyrti það svo gott sem hér í grein aðeins fyrir neðan! Og við fleiri en einn hef ég líka sagt þetta, til dæmis við bloggvin minn og formann Blindrafélagsins, Kristinn Halldór Einarsson, sem er gallharður Man. Utd. maður!
Ekki besti né eftirminnilegasti leikur ársins kannski, en hann staðfestir enn frekar að Rauði herin er til alls líklegur og virðist í dag allavega gera alvöru tilkall til enska meistaratitilsins!
Yndislegt að Alonso skildi eiga markið, einmitt eftir að hafa verið í þessu viðtali og sagt það fullum fetum að nú væri komin tími á að stoppa Chelsea!
En þetta var bara sigur í einni orustu, stríðið enn bara nýhafið, en mikið rosalega er þetta sætur sigur og kærkomin!
mbl.is Chelsea - Liverpool, bein lýsing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lára Hanna í línum fjórum!

Að gefnu tilefni.

Lára Hanna vinsæl er að vonum.
víðtæk enda hennar fróðleikslindin.
Lesin er af körlum jafnt sem konum,
komin er nú alla leið á tindin!

Hvert tilefnið er og upp á hvaða "Tind" átt er við, geta menn væntanlega giskað léttilega á!


Liverpool hyggst já, BINDA ENDI á sigurgöngu Chelsea á heimavelli!

Moggin hér sem því miður víðar, ekki alveg að vanda vinnubrögðin! Þessi frábæri árangur Chelsea snýr að heimavellinum, en ekki að deildinni í heild, eins og ætla mætti að meðfylgjandi myndtexta. SVo má nú deila um hversu mikið Liverpool hafi komið á óvart, liðið var jú bæði á svipuðu róli á sama tíma fyrir ári, auk þess sem stutt er liðið af tímabilinu og ekki sérstök ástæða enn allavega til að vera með stór orð um árangurinn. En byrjunin er að flestu leitu góð, samtals búnir 14 leikir í öllum keppnum ef ég gleymi engum, sigrarnir tíu, fjögur jafntefli, ekkert tap! og þetta er alveg skýrt hjá hinum spænska Alonso, sigur er það sem stefnt er að og sannarlega komin tími á að stoppa þessa heimaleikjasigurgöngu þeirra bláu á Stanford Bridge! Og ég er alveg sammála miðjumanninum sterka, það er engin sérstakur hefndarhugur sem maður ber vegna þessa leiks vegna úrslitanna í Meistaradeildinni. Sá leikur var í raun bara seinni hálfleikur í rimmunni að komast í úrslit, framlengingu þurfti til og þar voru Chelsea bara sterkari á endasprettinum. En hið slysalega sjalfsmark Norðmannsins Rise á lokaandartökunum í fyrri leiknum á Anfield og sem jafnaði leikin þar, var þó án nokkurs vafa örlagavaldurinn, chelsea aldrei komist í úrslitin ella og Liverpool auðvitað svo unnið Man. Utd. í úrslitaleiknum í Moskvu! Fyrirfram er eitt stig auðvitað ásættanlegt, en nú vilja menn bara meira og ætla sér þrjú og það skal verða!
mbl.is Hyggjast enda sigurgöngu Chelsea
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fróðleg bók um fjármálin!

Þó vissulega sé of seint í rassin gripið fyrir marga, of seint að byrgja brunnin, þá finnst mér ekki úr vegi að benda á mjög fína bók eftir þann góða og gegna ráðgjafa, Ingólf H. INgólfsson, er varðar hina ýmsustu rangala fjármálaumhverfisins.
"Þú átt nóga peninga" heitir þessi ágæta bók, sem kom út fyrir nokkrum árum og fjallar á fjölbreyttan hátt um fjármál heimilana og fer yfir hin mörgu hugtök á skilmerkilegan hátt sem þar koma við sögu.
Ingólfur hefur ásamt eiginkonu sinni, Barbel Schmit, um langt árabil rekið fjármálaþjónustuna Fjármál heimilana, veitt margvíslega ráðgjöf og haldið mjög vinsæl námskeið fyrir almenning og fyrirtæki.
Þar hefur hið merkilega Veltukerfi ekki síst spilað stóra rullu hvað einstaklinga varðar, en þeir sem vilja kynna sér þetta nánar, geta farið inn á vefsvæði þjónustunnar,

spara.is.

Þarna má líklega nálgast eintak af bókinni sem svo fólk getur líka fundið á bókasöfnum.


Tryggvi "Tekur á'ðí"!

Já, blessaður karlinn hann Tryggvi gísla er nú ekki beinlínis þekktur fyrir það gegnum tíðina, að sitja þegjandi hjá með skoðanir sínar, þær hefur hann oft og einatt látið í ljós gegnum tíðina svo athygli hefur vakið!
Kannski mest um skólamál, íslenska tungu og þess háttar, en margt fleira líka.VAr hygg ég megi segja svo farsæll skólameistari MA, að því ógleymdu að hafa einnig verið góður og gegnheill Framsóknarmaður af gamla skólanum! Bróður hans muna örugglega margir eftir, Ingvari fv. menntamálaráðherra Framsóknarflokksins og svo er nú sonur Tryggva landsmönnum kunnur vel,Gísli, fv. lögfræðingur og framkvæmdastjóri minnir mig líka hjá BHMR, en núverandi umboðsmaður neytenda (og sömuleiðis reyndar góður Framsóknarmaður!)
Mér fannst Egill já æsa sig fullmikikð við Jón Ásgeir þarna um daginn, en Simmi strákur var nú bara að taka sig taki þarna eftir að hafa fengið falleinkun hjá þorra áhorfenda í viðtali sínu fræga við Davíð Oddson!
("Vitlausi eða heimski", man ekki nákvæmlega einkunagjöfina, fréttamaðurinn Helgi Seljan, hefur kannski verið Simmanum fyrirmynd svona einu sinni kannski!?)
Enenen, nenni annars ekki að velta mér upp úr þessu frekar, slæ þessu bara upp í létt kæruleysi!

Tryggvi Gísla telur RÚV,
á tryllingslegum villigötum.
Garminn Simma sting'í stúf,
strákin Egil í ljótum fötum!


mbl.is RÚV sagt kynda undir sleggjudómum og ofstæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alls ekki út í hött!

Í ljósi sögunnar og hvernig kaupin hafa gerst á Eyrinni síðustu ár, finnst mér þetta alls ekkert út í hött.
Þá er auðvelt út af fyrir sig, að vera ósammála myndtextanum sem fylgir hér um Lionel Messi, því það hafa nefnilega nokkuð margir frægir kappar spilað fyrir bæði félögin!
Í fljótu bragði man ég strax eftir sjálfum núverandi þjálfara Real Madrid, Þjóðverjanum sérstaka Bernd Schuster, en aðrir sem koma upp í hugan eru t.d. danski dáðadrengurinn Michael Laudrup, portúgalin Luis Figo og svo allavega einn Spánverji, kantmaðurinn frábæri Luis Enriqe!Þeir eru svo auðvitað fleiri, gott ef hinn brasilíski Ronaldo var ekki líka í herbúðum bæði Real og Barcelona (auk þess nú líka, sem er alveg makalaust, að hafa verið á mála hjá báðum stórveldunum í Milanó á Ítalíu, Inter og AC!) auk þess sem mér finnst að annað hvort hinn búlgarski Stoyskov eða hinn rúmenski Georgi Hagi hafi komið við sögu hjá báðum sömuleiðis, en það kann að vera misminni!
Rifja þetta upp svona í snarheitum til gamans!
mbl.is „Messi, Ronaldo og Kaka eiga heima hjá Real“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ein af stóru spurningunum!

Margur maðurinn, almennur launþegi, svaraði kalli á sínum tíma er stjórnvöld og fjárma´lastofnanir m.a. hvöttu sem flesta að taka þátt í viðbótarlífeyrissparnaði. Og sem fram kemur í fréttinni, hefur þetta svo tengst kjarasamningum, vinnuveitendur komið með viðbótarmótframlag auk þess gamalgróna varðandi almennu framlögin í lífeyrissjóðina.
Það hefur svo verið misjafnt hvernig kostur hefur verið valin til ávöxtunar á þessum aukasparnaði og því miður virðist mikill vafi leika á um þann hluta sem fólk hefur m.a. sett í hina ýmsu sjóði í vörslu bankanna þriggja. Auk svo óvissunnar um hvort og þá hve miklu fólk hefur tapað sem geymt hefur sinn sparnað í slíkum sjóðum, þá er framtíðin líka óviss um réttindin og ávöxtunina, en sú óvissa gildir reyndar almennt hygg ég um alla aðra líka er bæði eru lífeyrisþegar nú þegar eða verða það í framtíðinni og alla almenna sparifjáreigendur!

Hugum að almennu sparifé líka, verðbólga eykst.

Sem margoft hefur verið hamrað á síðustu vikurnar eru innistæður á almennum sparireikningum tryggðar upp að ákveðnu marki samkvæmt lögum.(u.þ.b. þremur m. í einstaka banka a.m.k. ef mig misminnir ekki?)
En í ljósi þess að verðbólga hefur aukist, er nú um 15% og að stýrivextir hafa loks verið lækkaðir, sem þá er jafnframt ávísun á almenna vaxtalækkun, hygg ég að fólk þurfi líka að huga að þessum reikningum og athuga hvort raunávöxtunin geti á einhverjum tilfellum ekki stefnt í að verða neikvæð!
Fyrir þá sem ekki þekkja, þá er raunávöxtun sá mismunur (í þessu tilfelli) innlánsvaxta og þeirrar verðbólgu sem reiknast á hverjum tíma og gildir á vaxtadegi. Held já að þetta sé misjafnt varðandi hina ýmsu reikninga og mismunandi peningastofnana, en hvet fólk eindregið til að kynna sér þetta vel upp á framtíðina að gera. Vaxtalækkun gildir nefnilega líka um innlánin, eignirnar okkar, ekki bara um útlánin, skuldirnar okkar!Allt þetta stóra þrengingadæmi gerir það auðvitað líka að verkum að bankarnir og aðrar fjármálastofnanir/fyrirtæki, eiga erfitt með að standa undir hárri ávöxtun, þegar tekjumöguleikar hans m.a. af lánastarfsemi minnkar með lægri gjöldum á útlánum.
Í þeim efnum situr þó verðtryggingin enn á sínum stað, en á afnám hennar hrópar nú margur í kreppunni!
Það dæmi er þó held ég mjög flókið mál og erfiðara að fást við en vaxtaumhverfið!


mbl.is 0-4% lægri ávöxtun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki nokkur spurning!?

Og eru til dæmis ekki góðir og gegnir aðdáendur Man. Utd. því sammála!?
Jájájá, stráksinn Ronaldo var nokkuð sprækur, satt er það og skoraði fín mörk þegar félagið slysaðist með gríðarlegri heppni til að vinna Evróputitilinn m.a. Það er já satt, en hann var slappur í Evrópukeppni landsliða þar sem portúgalar stóðu sig ekki í stykkinu!
Þá sýndi hann ekki slíka snilli strax á sínu fyrsta tímabili í enska boltanum sem Torres gerði sl. vetur, gat nú lítið svona fyrstu tvö árin minnir mig.
Svo hefur hann einn mjög stóran galla, sem ég veit að er viðkvæmt mál að tala um, þ.e. afskaplega lélegir leikhæfileikar, sem blessaður drengurinn virðist þó alltaf annað veifið þurfa að sýna heiminum!
Að öðru leiti auðvitað mjög góður fótboltamaður!
En Torres á að fá boltan núna!
mbl.is Benítez: Torres á að fá Gullknöttinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þar rataðist kjöftugum satt orð á munn!

Þeir sem fylgst hafa með gamla Krataforingjanum, vita að þótt margt hafi nú mátt misjafnt um hann segja, þá hafi hann ekki skort hæfnina til að lýsa skoðunum sínum á litríkan hátt. Oft hefur mér fundist hann reyndar einum of og ekki líkað alls kostar, en hérna í þessari skáldlegu myndlíkingu, ratast honum að líkum já satt á munn, eða svo eru víst margir landsmenn þenkjandi þessa dagana um framferði fv. forsætisráðherra og núverandi Seðlabankastjóra!
Svo er Ingibjörg Sólrún komin heim, að vísu örugglega ekki búin að jafna sig á veikindum sínum eða heilaaðgerðinni í kjölfar þeirra, en ætla má að komist hún á fullt skrið bráðlega, muni einhverra tíðinda að vænta.
Ég sem eflaust margur annar hef velt því fyrir mér hvort þessi satt best að segja ofurraunsæislega atburðarrás síðustu tveggja til þriggja vikna hefði ekki orðið öðruvísi og þá þáttur Seðlabankastjórans/bankans ef hún hefði verið með formanni D í brúnni?
Auðvitað ómögulegt að fullyrða nokkuð, en er þó sannfærður um að meiri synsemi hefði getað ráðið för og víðsýni í viðbrögðum við vandanum.
mbl.is Jón Baldvin: Seðlabankastjóri þvælist fyrir á strandstaðnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband