Fróðleg bók um fjármálin!

Þó vissulega sé of seint í rassin gripið fyrir marga, of seint að byrgja brunnin, þá finnst mér ekki úr vegi að benda á mjög fína bók eftir þann góða og gegna ráðgjafa, Ingólf H. INgólfsson, er varðar hina ýmsustu rangala fjármálaumhverfisins.
"Þú átt nóga peninga" heitir þessi ágæta bók, sem kom út fyrir nokkrum árum og fjallar á fjölbreyttan hátt um fjármál heimilana og fer yfir hin mörgu hugtök á skilmerkilegan hátt sem þar koma við sögu.
Ingólfur hefur ásamt eiginkonu sinni, Barbel Schmit, um langt árabil rekið fjármálaþjónustuna Fjármál heimilana, veitt margvíslega ráðgjöf og haldið mjög vinsæl námskeið fyrir almenning og fyrirtæki.
Þar hefur hið merkilega Veltukerfi ekki síst spilað stóra rullu hvað einstaklinga varðar, en þeir sem vilja kynna sér þetta nánar, geta farið inn á vefsvæði þjónustunnar,

spara.is.

Þarna má líklega nálgast eintak af bókinni sem svo fólk getur líka fundið á bókasöfnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Bíddu, bíddu.......hvatti Ingólfur þessi fólk ekki til að taka mynntkörfulánin ógurlegu?  Ég held áfram að brúka mína heimatilbúnu hagfræði....og svo færðu knús norður yfir heiðar

Hólmdís Hjartardóttir, 24.10.2008 kl. 11:41

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Blessuð ljúfan mín,þetta var einkar gott og vel þegið knús!

Myntkörfulánin hafa já og eru nú að reynast mörgum dýr, man ekkert um hvatningu Ingólfs um þau, en þú kannt að muna það betur. Hann hefur hins vegar ekki mælt með þeim nema vegna þess, að á þeim tíma sem þau voru að koma upp hérna, voru þau alls ekki slæmur kostur, krónan þá mjög sterk auk þess sem tilgangurinn með þeim var jú að dreifa áhættunni og að losna allavega að einvherjum hluta ef ekki öllum við verðtrygginguna!

Ingólfur er hið mesta ljúfmenni, hann hefði aldrei farið að ráðleggja fólki gegn betri vitund, vþí bara trúi ég ekki!

En þín heimatilbúna hagfræði er eflaust góð, ekki efast ég um það heldur!

Magnús Geir Guðmundsson, 24.10.2008 kl. 14:00

3 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Magnús minn, ég er nú komin upp í kok með allt braskið í þjóðfélaginu undanfarin ár en ég man að á einhverjum tíma langaði mig til að kynna mér fjármálheiminn, þó einkum til að skilja alla útrásina og hvernig allt þetta væri hægt. Hafði mikla trú á að læra eitthvað hjá umræddum Ingólfi en námskeiðin voru of dýr fyrir mína buddu.

Ég lærði á námsárunum í Boston að spara og nýta allt sem ég gat sérstaklega í matinn, bjó í haginn og þetta gekk. Lærði líka helling af móður minni, sem sló öll met í heimilisrekstri.

Stundum fengum við matarsendingar að heiman, þá sparaði ég þær alveg þangað til ég sá mér fært að halda veislu og bjóða fólki í matinn með okkur. Þetta var gaman, ógleymanlegar stundir, að geta boðið uppá íslenskt lamb, hrygg eða læri á ögurstundu, bjargaði öllu væli. - Maður má aldrei hætta að hafa gaman.

Ég var að búa til kjötsúpu í dag og ætla að hafa allar hiteiningar vel staðsettar í kroppnum fyrir samstöðufundinn á Austurvelli á morgun. Vona svo að ég geti yljað mér í Dómkirkjunni og notið þess að hlusta á Dómkórinn á eftir.

Mínar bestu óskir um góða helgi til þín Magnús minn, kveðja eva

Eva Benjamínsdóttir, 24.10.2008 kl. 18:01

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Góða vinkona Eva, kærar þakkir enn og aftur fyrir að deila með mér svipmyndum úr þinni frómu fortíð!

ÉG veit nú ekki hvort þú hefðir svo mjög fræðst um útrásina eða fjármálafarganið allt saman, þótt þú hefðir haft efni á og farið á námskeið hjá Ingólfi. Allavega eins og ég hef kynnt mér, þá hafa námskeiðin fyrir einstaklinga einkum og sér í lagi snúið að heimilisþáttunum, en skal samt ekkert fullyrða. Þú ert bara eins og hin sæta vinkona mín hérna úr Þingeyjarsýslunum, hún Hólmdís, að vera hagsýn og skynsöm húsmóðir og væntanlega sniðið þér stakk eftir vexti!?

(lítil sæt og pen, eins og þú ert haha!?)

En væri alveg til í kjötsúpu hjá þér, ert örugglega snjöll að laga hana og hún mun áreiðanlega koma sér vel á morgun. ´vonandi gengur þar allt vel fyrir sig og verði góð og eftirminnileg stund!

Munt svo áreiðanlega njóta kórsins á eftir!

Magnús Geir Guðmundsson, 24.10.2008 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 217996

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband