Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Merkilegur "Fjári" fótboltinn!

Ja, er von að maður segi það nú í tilfelli Liverpool?
Það er bara að verða regla frekar en undantekning hjá liðinu að lenda undir, einu eða jafnvel tveimur mörkum, nú eða einu oftar en eitt skipti í hverjum leik, en snúa alltaf taflinu sér í vil!?
Og úrslitin frá Manchester fyrir tæpum hálfum ma´nuði endurtóku sig, 3-2, en í stað þess að lenda tveimur undir í dag líkt og þá, náði Wigan þess í stað forystunni tvívegis!
Og viss vendipunktur í dag líkt og þá, brottrekstur, sem í báðum tilvikum verður ekki skoðaður öðruvísi en klaufaskapur að hálfu viðkomandi leikmanna, kappið bar þá ofurliði.
Eins gott að taugar hörðustu fylgismanna séu í góðu lagi, en þetta gengur þó varla til lengdar að bjóða upp á svona háspennu leik eftir leik!
En, Meistaraheppni? Hver veit?
En gaman að sjá Pennant aftur fá tækifæri og sýna takta, Kuyt sömuleiðis sanna að hann er markaskorari, líkt og hann var upphaflega keyptur til og svo var gaman að hinn spænski riera skildi opna markareikningin!
Aftur á móti dapurt fyrir varnarleikin að Agger var í vandræðum gegn hinum spræka Egypta SAki.
Næst eru svo svakalegir leikir, Athletico Madrid á Spáni í Meistaradeildinni og svo risaslagurinn við Chelsea á Stanford Bridge um næstu helgi!
Þá verður væntanlega bundin endi á vissa sigurgöngu!?

Jamm, en svo var einhver að tala um meiðslavandræði hjá Chelsea!?

Ekki er þetta nei gott, mínir menn búnir að lenda tvívegis undir gegn Wigan, meira ruglið!
En spyrjum að leikslokum nú sem fyrr.
En vangaveltur um meiðsli hjá hinu toppliðinu, Chelsea, voru ansi áberandi síðustu daga, en nú sést hve mikilvægt er að hafa stóran hóp og breiðan, rulluðu yfir Middlesbro og virðast nú ekki árennilegir!
Torres Og hann Martin miðvörður með erfiða eftirnafnið meiddir hjá Liverpool auk Babel og halda mætti kannski að sagan væri bara að endurtaka sig frá sl. tímabili er allt fór í vesen er Agger meiddist!
mbl.is Arsenal og Liverpool knúðu fram sigra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Matur er mannsins megin!

Nú er það auðvitað umdeilanlegt hversu langt skuli ganga eða hvort yfir höfuð eigi að blanda markaðsmálum í barnauppeldi eða láta þau yfir höfuð (auglýsingar með meiru) koma nálægt þeim og hefur Latabæjarævintýrið sannarlega ekki farið varhluta af slíkum vangaveltum, jafnvel deilum.
En í þessari mjög svo athygliverðu könnun hennar Ingibjargar finnst mér sjálfum þetta geta farið saman með jákvæðum hætti, er í hlut á hollusta í mataræði!
Auðvitað eiga lítil börn ekki að læra að meta vatnið okkar góða eða ávexti og grænmeti, einungis vegna þess að þau hafa gaman af vissum sjónvarpsþætti þar sem slík fæða kemur við sögu, en ef það hjálpar og verður til þess að krakkarnir venjast því að neyta hennar, þá finnst mér það gott mál. Og munum, "Að lengi býr að fyrstu gerð"!

Full ástæða því til að minna á þessa málstofu hennar Ingibjargar og hvetja fólk sem hefur áhuga á að mæta þarna á mánudaginn.
Annars hafa nú örlögin hagað því svo, að þessa sömu Dr. Ingibjörgu Gunnarsdóttur, hef ég reyndar þekkt frá hennar fyrsta degi, sem kemur þessu ekki mikið við reyndar, en hún er nefnilega dálítið meir en lítið skyld mér!?


mbl.is Umbúðirnar skapa matinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsta faðmlagið!

Ónefnd yngismeyja, allt í senn glæsileg, gullfalleg, gáfuð,aðlaðandi, ástrík og lokkandi með málin 90-60-90, 1.72 á hæð og 59 kg. gerði sér lítið fyrir áðan og sendi mér funheitt faðmlag með rafrænum hætti!

ÞAÐ FYRSTA SEM ÉG FÆ!

Er nema von að ég sé núna allt í senn já, hamingjusamur, glaður, reifur, hress, kátur, hreykin og já bara allur settur út af laginu, sem feimin lítill skólastrákur!?

Annars fínt framtak hjá Mogganum/blog.is, en þó voru sumar píur allavega að kvarta í fyrstunni yfir slíkum "Troðningi og taumleysi" í faðmlagaframlögum, að þær voru komnar með auman kropp og marbletti!

Inn úr dyrum Geiri gekk,
glaðlegur að nýju.
Áðan loksins gaðmlag fékk,
fullt af ást og hlýju!


"Flokksgæðingur" í feita stöðu!

STeingrímur er já gamalkunnugt andlit í stjórn- og embættismannasögu D flokksins. Meðal annars fv. aðstoðarmaður ráðherra, gott ef ekki núverandi forsætisráðherra, sem þá var með fjármálin. (mér kann þó að misminna) Fræg varð svo á sínum tíma er STeingrímur sat í einkavæðingarnenfd, en gerði þar víst "litla uppreisn" gegn vinnubrögðum sem honum þóttu ekki við hæfi og sagði sig úr nefndinni. (gott ef það var ekki í tengslum við einka(vina)) væðingu bankanna og/eða Íslenskra aðalverktaka?))
En núnu, sem á fréttinni sést, hefur Steingrímur Ari jafnað sig tiltölulega fljótt og aftur´gengið sáttur inn í flokkskerfið, gengt þar hinu og þessu og fær núna já þessa mjög svo ábyrgðarmiklu nýju stöðu!
N'u fullyrði ég ekkert um hæfni hans til eða frá eða annara sem til greina komu, en segja mætti mér að einhver gæti verið óhress núna og að hljóð geti heyrst úr horni, eins og þar stendur!
Nú á þessum síðustu og verstu tímum afturhvarfs til ríkisvæðingar í neyð, þá verður allavega ekki á móti mælt að ráðherran hefur skipað sér vel hliðhollan "Vinnuþræl"!?

Steingrímur Ari, forðum varð frægur,
fyrir uppreisn, sem hann gerði.
En nú ég spái, þjáll og þægur,
"Þræll" í nýrri stöðu verði!?


mbl.is Steingrímur Ari forstjóri sjúkratryggingastofnunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hin fljótfærna mær!

Mín geysisnjalla og gullfallega vinkona hún Gurrí Skagamær og Vikunnar fræga fljóð, var aðeins að rasa út í kreppu hjali í gær, um meintar hrakfarir íslendinga í verslunum í Dannmörku. Eitthvað voru nú sögurnar orðum auknar svo Himnaríkisdrottningin þurfti að draga í land. En það gerði hún auðvitað með reisn og viðurkenndi að hún væri stundum fljótfær, þessi elska. Í staðin uppskar hún smá skens frá mér, þar sem sjálfgefið uppnefni hennar kemur meðal annars við sögu.

Að Guðríður sé væn og vær,
vitaskuld þið trúa megið.
Samt er alltof fljót já fær,
Feministabeljugreyið!

Skildi ég þetta eftir hjá henni, svo bæði gleði- og hamingjutárin tækju að streyma að nýju eftir fljótfærnina! http://gurrihar.blog.is/blog/gurrihar/entry/673724/


Engin er annars bróðir í leik!

Íslenskur almenningur hefur fyllst andúð í garð Breta á sl. dögum, hvers vegna þarf ekki að tíunda.
Séu þetta réttar heimildir, að Phillip Green sé svona "rausnarlegur" í sínu tilboði, þá bætir það sannarlega ekki úr skák!
Garmurinn hann Jón Ásgeir á nú að hafa átt ýmis viðskipti við þennan mann og unnið með honum að sögn, en ekki virðist það nú ofarlega á blaði eða skipta máli ef þetta er rétt.

Bjargföst það er meining mín,
í Mammons þessu umfloti
að fjandi sé nú phillip Green,
fégráðugur andskoti!

En hvort tilboð kananna verður nægilega miklu betra þó hærra sé, verður bara að koma í ljós.

Hvers vegna ég hætti ekki með Enska boltan.

Sjáið til, menn hafa m.a. verið að ræða það já að segja upp enska boltanum hjá 365 til að tjá vanþóknun sína yfir ömurlegri framgöngu breskra stjórnvalda, gagnvart okkur og sem líklega hafi átt stóran þátt í að Kaupþing varð að gefast upp líka.
Auðvitað yrði það í senn sterk og táknræn aðgerð, ef stór hluti þeirra tugþúsunda sem kaupa boltan myndu hætta og það spyrðist út til Englands, en þá yrði það líka til að veikja hið íslenska fyrirtæki enn frekar og stefna lifibrauði fjölda fólks sem þar vinnur í enn meiri hættu en nú er og er hún þó alveg næg fyrir!
Það líst mér ekki á og tæki ekki þátt í slíkri fjöldaaðgerð ef af yrði, þó vissulega mér sé fullkunnug öll vanþóknunin að baki og myndi ráða för.
Svo er það líka hitt, að þótt mitt heittelskaða rauða lið í Liverpool sé enskt félag í enskri deild, þá er það þannig lagað svo langt sem það nær, vþí ekki bara eru einungis tveir Englendingar í sterkasta byrjunarliðinu alla jafna, heldur er það líka í raun AMERÍSKT, tveir kanar sem eiga félagið!
Myndi nú ekkert sérstaklega hefna mín á þeim með því að hætta með áskriftina!?
Til viðbótar er liðið svo með ákveðna viðleitni nú til að vinna titilinn eftir nær tveggja áratuga hlé, sýnist allavega til þess burðugt í augnablikinu og því vil ég fylgjast áfram með!


mbl.is Vill kaupa skuldir Baugs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ana Popovic - Blúskona frá Belgrad!

Konur eru sem víða annars staðar ekki mjög margar er talist geta stórstjörnur í blústónlistinni.
Þó eru auðvitað nokkrar sem náð hafa í fremstu röð og eru þar mjög áberandi eða hafa verið það, t.d. söngkonur á borð við Ettu James, Koko Taylor af eldri kynslóðinni, LouAnn Barton, öllu yngri og svo nútímaungstirni á borð við hina dásamlegu Shemikia Copeland og síðan meir alhliða tónlistarkonur á borð við Bonnie Raitt, Debbie Davies, rory Block, Sue Foley m.a. svo nokkrar séu nefndar.
Þær eru þó miklu færri í heild, en samt engu minni listamenn né ómerkari!

Hinn kæri bloggvinur vor hann Glámur, Eyjólfur ÁRmannsson, er einn alötulasti boðberi blúsfagnaðarerindisins á Íslandi og er hann óþreytandi að uppfræða okkur hin og vekja athygli á góðum listamönnum.
Kvinnur hafa þar komið nokkuð við sögu og þar með talin hin mjög svo athyglisverða Ana popovic, sem Eyjólfi að þakka, ég fór svo að pæla í og næla mér síðan í plötur með!
TAkk Glámur!

Alveg sérstök.

Ana er ekki beinlínis sprottin úr jarðvegi sem svipar til allra nefndu kvennanna hér að ofan, er hvorki amerisk né svört, en er þó frá blautu barnsbeini alin upp við gríðarmikla tónlistaryðju á heimilinu, þar sem blúsinn m.a. spilaði stórt hlutverk!
Hún er fædd og uppalin í Belgrad árið 1976, sem fram á hennar unglingsár tilheyrði gömlu Júgóslaviu, en er nú sem kunnugt er höfuðborg Serbíu.
Ana mun aðeins hafa verið um 5 ára gömul er hún byrjaði að dútla við hljóðfæri og syngja, en faðir hennar var tónlistarmaður og það tilheyrði einfaldlega heimilislífinu að félagar hans kæmu reglulega í heimsókn að spila með honum.
Ana var svo um 15 ára gömul eþegar hún tók þá ávkörðun að fela örlög sín í hendur tónlistargyðjunni, þó ekki fyrr en að hafa menntað sig vel og lokið töluverðu námi í tónlist m.a.
blúsinn var og er nokkurs konar meginstraumur hjá Önu, sem bæði syngur og spilar á gítar, en alls kyns önnur áhrif á borð við djass, fönk og sálar, jafnvel popp, fljóta innan um líka svo ansi hrífandi bræðingur erá ferð, borin fram af fjölbreyttum söng og gítarstíl stúlkunnar!

STigvaxandi velgengni.

Eftir að hafa plægt jarðvegin vel í heimalandinu um nokkurra ára skeið m.a. með hljómsveitinni sinni HUSH, náð þar góðri hylli, (og gefið út sína fyrstu plötu) var það næsta stóra ksrefið hjá Ana og félögum að komast í tengsl við útgáfu í Hollandi og með dreifingu líka í Þýskalandi og víðar í kringum árþúsundamótin.
Má svo í stuttu máli segja, að ferillinn hafi eftir það farið stigvaxandi með meira spili/tónleikahaldi, reglulegri plötuútgáfu og athygli víðar og meiri um heiminn!
Það skipti líka miklu máli að athyglin kviknaði strax í Bandaríkjunum eftir útgáfu fyrstu plötu Önu fyrir alþjóðamarkað, HUSH! árið 2001!
Svo mikla athygli fékk hún strax, að eftir útga´funa var Ana, fyrst tónlistarmanna utan Bandaríkjanna, tilnefnd til W.C. Handy verðlaunanna, frægustu og æðstu verðlauna sem veitt voru í blúsheiminum! Og ekki bara það, hún kom líka fram á verðlaunahátíðinni og var líka að brjóta blað með því, fyrsti listamaðurinn utan Ameríku til að gera það.
Í kjölfarið fylgdu svo tónleikaferðir í Bandaríkjunum á næstu árum m.a. með "Íslandsvininum" Walter Trout (sem hingað kom fyrir 19 árum með John Mayall Bluesbreakers, sem annar tveggja gítarleikara) og Bernard Allison. (syni hinnar miklu hetju Luther Allison) auk þess sem Ana tók þátt í plötuverkefni, tileinkunarútgáfu af ýmsum lögum meistara Jimi Hendrix, ásamt fleiri þekktum listamönnum.
Útgáfur Ana Popovic eru nú orðnar fjórar, sem fyrr sagði HUSH! frá 2001 og tveggja annara hljóðversplata, Comfort To the Soul 2003 og Still making History 2007. 2005 kom svo hin tvöfalda tónleikaskífa er nefndist einfaldlega Ana, þar sem önnur skífan var DVD kyns.
ER nú svo komið að hún virðist eiga góðan framtíðarferil fyrir höndum í Bandaríkjunum, er nú komin á fullt þar að vinna nýja útgáfu af Still Making History, þar sem átta af lögunum á evrópsku útgáfunni verða tekin upp að nýju auk tveggja nýrra til viðbótar.

SEm fyrr sagði ákvað ég eftir lestur hjá félaga Eyjólfi að næla í eitthvað með þessari forvitnilegu stelpu frá Serbíu af öllum löndum og á núna allar hljóðversplöturnar.
Hef hingað til mest bara verið að einbeita mér að fyrstu plötunni og hún nægir alveg til að skilja vel athyglina og lofsyrðin um Ana.Meir en vel þess virði að kynnast hennar tónlist og mæli ég með því.
Þess má svo geta að Ana varð móðir í fyrsta skiptið nú fyrir skömmu, eignaðist vörpulegan snáða, sem hún hefur sjálfsagt "búið til" svona rétt sem snöggvast milli fjölmargra tónleika sinna!


Nú eru erfiðir tímar!

Nei, því mótmælir ekki nokkur maðður og þar með talið hjá Kjartani Gunnarsyni fv. framkvæmdastjóra flokksins sem í kosningum hefur listabókstafin D!
Mér hefur af þeirri viðkynningu sem fjölmiðlar hafa getað gefið, aldrei fallið K.G. í geð né hugnast sú staða sem hann var í lengi vel og var örugglega einstök, að sitja báðum megin borðsins eins og það heitir, var samtímis framkvæmdastjóri stærsta flokksins og sem slíkur ynnsti koppur í búri stjórnunar landsins, en líka fastsetin við kjötkatlana, sem formaður bankastjórnar Landsbankans lengi!
Ekki veit ég hvað hann hefur ætlast til á þessum fundi, að orð hans næðu ekki út fyrir veggi hans, nema hvað að eins og stundum áður og sem nú í öllum þessum fjármálahörmungum, tekur vanhugsunin völdin af mönnum svo viðbrögðin verða röng og oftar en ekki afdrifarík.
Hafi einhver fundarmanna sem borið hafa ræðu K.G. í fjölmiðlana í dag, ekki beinlínis logið um innihald hennar, þá stenst þessi eftiráathugasend einfaldlega ekki.
Davíð Oddson, hann og engin annar hefur haft uppi þessi stóryrði sem K.G. á að hafa borið af sér í dag og því er bara ekki hægt að túlka þessi orð öðruvísi.
En það skal ítrekað, nú eru erfiðir tímar, þar með talið hjá K.G. sem segist m.a. hafa tapað fjárhagslegri aleigu sinni undanfarna daga, en eigi á móti ungan son sem hann hafi eignast nýlega og byggi nú að því.
Hver dæmir annars fyrir sig, en í ríkjandi ástandi ráða menn orðið lítið við framvinduna og breyta heldur ekki rétt í smáu sem stóru.
mbl.is Ekki gagnrýni á Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mætti ég koma og fá "TÁR"!?

Yndisleg frétt, vonandi fjölmenna allar "mjólkandi mæður" og gera þetta að stórskemmtilegri stund!
Og já, ef maður mætti nú koma og fá smá...!?
Myndi aldeilis vera góð og drjúg næring fyrir komandi vetur.

Alla daga, leynt og ljóst,
lifað hefur mannsins þrá.
Sæll að mega sjúga brjóst,
síðan hvíla vær þeim hjá


mbl.is Efnt til fjölda brjóstagjafar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband