Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
8.10.2008 | 11:09
Bjartari tímar framundan hjá Eiði!?
Eiður hefur vissulega átt erfitt uppdráttar sl. árið eða svo hjá Barcelona og í upphafi þessa tímabils sem nú er tiltölulega nýhafið, leit ekki út fyrir annað en styttist í brottför, eða sitja sem fastast á tréverkinu ella!
En þá hefur það gerst að bæði hafa meiðsli komið upp með aðra framherja og að þeir sumir eins og Henry og Etoo hafa líkt og Eiður ekki staðið sig sem skildi er þeir eru heilir.
Þó komu þeir allir hygg ég við sögu í nefndum stórsigri gegn Atletico Madrid auk þess fjórða, undrabarnsins Messi.
En útlitið er semsagt þokkalegt nú fyrir vorn fjarskylda frænda og er það vel, hann sýndi nokkra takta líka í landsleikjunum um dagin, svo þetta er allt í áttina.
Væri nú ekki beinlínis leiðinlegt, ef Eiði og öðrum í landsliðinu tækist að gera Hollendingum skráveifu í leiknum í Rotterdam á laugardaginn!?
Eiður Smári: Þú ert skúrkur eða hetja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2008 | 16:05
Hugumstóri herinn!
Blessaður hjálpræðisherinn,
í hjörtu mannanna fer inn.
Von til að veita,
er vansælir leita
Þangað hann birtuna ber inn!
Á öllum tímum, þessum þrenginga sem öðrum bjartari, eru alltaf einvhjir sem verða undir í lífinu, eiga erfitt uppdráttar að einhverjum mismunandi ástæðum.
Því er starf Hjálpræðisherrsins og fleiri slíkra gríðarlega þakkarvert og bráðnauðsynlegt, þó auðvitað vildum við að svo væri ekki einn góðan veðurdag.
Óska herrnum alls hins besta er hann flytur í sitt nýja húsnæði þarna í hjalteyrargötunni, eftir að hafa verið nú síðast í ekki of aðgengilegu húsnæði að Hvannavöllum.
Hjálpræðisherinn stækkar við sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.10.2008 | 16:17
Snilldarviðsnúningur!
Í einu orði sagt já!
Hálf furðulegt eiginlega að upplifa fyrri hálfleikin, mikill kraftur í þeim rauðu raman af, en augnablikseinbeitingarleysi kostaði víst fyrra markið og þegar númer tvö kom svo rétt fyrir leikhlé leit þetta nei ekki vel út. En einvhern vegin var ekkert vonleysi eða uppgjöf í spilinu og ég hafði alltaf á tilfinningunni að þetta gæti lagast, em og það gerði!
Brottrekstur hafði auðvitað sín áhrif, en er samt viss um að allavega annað stígið hefði náðst þó hann hefði ekki komið til.
gríðarlega sterk skilaboð sem þetta sendir um að Liverpool ætli sér að berjast um titilinn á þessu tímabili fyrir alvöru og það í annað skiptið þótt ekki seu nema sjö leikir búnir, hitt skiptið með sigrinum á hinu Manchesterliðinu, meisturunum í United.
En þetta er rétt að byrja, það skal ítrekað enn og aftur, löng og ströng barátta framundan.
Fúll á hinn bógin með tap Stoke, en gengi Hull er auðvitað með fáheyrðum hætti og setur afar skemmtilegan svip á mótið nú í upphafi!
En tottenham með þetta fína lið á pappírunum er auðvitað ein stór ráðgáta, hryllileg staða hjá því og líklegt að Ramos hinum spænska verði nú sparkað hvað úr hverju!
Magnaður sigur Liverpool | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.10.2008 | 23:41
Skífurýni - Rokkrisar gleðja enn!
Metallica - Death Magnetic.
Lagalisti:
That was just your life
The end of the line
Broken, beat and scarred
The day that never comes
All nightmare long
Cyanide
The unforgiven 111
The Judas kiss
Suicide and redemption
My apocalypse
Hvað er betra þegar haustsins myrkur verður dimmra og dimmra, klær vetursins nálgast ófluga og svo ekki sé talað um djúp efnahagskreppa sem ekki sér fyrir endan á, læsir sig um þjóðfélagið, en að setjast niður í góðan stól með kaffi, heyrnartól á höfði og með nýtt og kröftugt rokk í spilaranum!?
Veit ekki með ykkur, en þetta er og hefur verið mér fróun og viss flótti líka já frá umhverfinu þegar það hefur þrengt fullmikið að eða orðið íþyngjandi.
Kannski finnst einhverjum það mótsagnakennt, að kröftugt rokk sé gott vi slíkar aðstæður, en þannig er það nú oft hjá mér þótt vissulega margs konar tónlist af öðru tagi geti hentað líka eins og gengur.
Og nú í um það bil þrjár vikur hefur nýjasta afurð risarokkaranna og Íslandsvinanna í Metallica, Death Magnetic, meira og minna verið í spilaranum og skoðun mín og álit á plötunni þannig smátt og smátt verið að taka á sig heildstæða og marktæka mynd.
25 ára ferill.
Já, svo makalaust sem það nú er, þá hefur ferill Þessa fyrirbæris sem Metallica nefnist nú spannað um 25 ár, eða svo, eða frá því fyrsta stóra platan af nú samtals níu hljóðversplötum, Kill em All kom út!
Ég man vel þann dag er ég keypti mér eintak af plötunni í hinni gamalgrónu verslun Hljomver, sem var og hét í Glerárgötunni hér í bæ. Hafði þðá lesið nokkuð um þessa fjóra ungu menn sem bólugrafnir og alvarlegir blöstu við á bakhlið plötunnar og þóttu lofa ansi góðu með nýju og nokkuð svo harðari stefnu, en þá líka ferskari en heyrst hafði áður!
Og víst er að maður þá á svipuðu reki og þeir Hettfield, Hammet, Ulrich og Burton, sem þarna skipuðu sveitina, hreifst strax mikið af og sagði bara Vá, eftir að lög á borð við Whiplash, Jump In the Fire, Motorbreath og ekki hvað síst hið klassiska Four Horsemen höfði strax hrist all svakalea upp í strákssálinni!
Ætla nú annars ekki að rekja söguna frekar hjá sveitinni, nema hvað að ég hef í stærstum dráttum fylgst með henni alla tíð og sá þá m.a. á frægum Donningtonrokkhátíðartónleikum árið 1987 ásamt eitthvað um 97000 öðrum (þar voru til dæmis félagi minn Hemmi, Eiki nokkur Hauks sem var einskonar fararstjóri og eins veit ég nú að Kiddi Rokk góðkunningi vor og bloggvinur var þarna einhnvers staðar í hópnum líka!)
Sem fyrr sagði var strax látið nokkuð mikið með þá, en að úr yrði slík risasveit sem hylli hefur náð langtlangt út fyrir raðir hins hefðbundna harðrokksaðdáanda, óraði auðvitað ekki nokkurn mann fyrir og að þeir ættu til dæmis eftir að spila á Íslandi fyrir um 18000 manns innanhúss, líklega fleiri en sögur fara af hérlendis nokkurn tímann!
Á ýmsu gengið, en sterk staða í dag.
En eins og svo oft hefur vandi fylgt vegsemd hverri í tilviki Metallica eins og svo mörgum öðrum. Frægðinni fylgt viss vandamál einstakra meðlima og brotthvarf sumra, jafnvel úr þessari jarðvist líkt og gerðist sorglega með bassaleikarann Cliff Burton.
Allt frá því að stærsta stökkið varð með feril sveitarinnar árið 1991 með útgáfu Svörtu plötunnar sem selst hefur í tugmilljóna upplagi, hafa menn haft mjög svo misjafnar skoðanir á gæðum þeirra verka sem komið hafa á eftir, en almennt verið sammála um að fyrstu fjórar hljóðversplöturnar á undan, þ.e. auk Kill Em All, Ride the Lighting, Master Of Puppets og ...And Justice For All, séu hver annari betri.(ásamt þessum plötum kom svo líka ein EP plata með túlkunum, Garage Days Revisited, sem vel var tekið )
Tvíburaskífurnar sem komu á eftir þeirri svörtu, Load og Reload fannst mörgum vera popp og ekki góðar og svo þegar átti að bæta fyrir það allhressilega með eftirminnilegum hætti á St. Anger, þóttu félagarnir og þykja enn hafa heldur betur skotið yfir markið, jú vissulega komið aftur árásargjarnari og graðari en bara um of, hljómurinn bara eins og hjá nýþungarokkssveitum á borð við Korn og lagasmíðarnar bókstaflega vondar!
Sjálfur var ég og er enn hins vegar ágætlega sáttur við Load og reload og er bara ekki sammála að um léttvægar plötur sé að ræða.
St. Anger var hins vegar nokkur vonbrigði jú, en samt ekki alslæm og er ég viss um að ef upptakan hefði verið betri, þá væri dómurinn yfir henni almennt mildari.
En með Death magnetic er einfaldlega skemmst frá því að segja, að eftir þessar þrjár vikur í hlustun hjá mér, er dómurinn betri en ég þorði nokkurn tíman að vona fyrirfram, platan einfaldlega miklu betri en ég bjóst við að mér þætti og...
Ég held ég megi nú segja, að mér þyki hún vera sú besta í heil tuttugu ár, eða frá því ...And Justice.. kom út árið 1988, ekkert minna!
Eins og sjá má af lagalistanum hér að ofan eru lögin tíulöng og mikil flest og minna á einmitt tuttugu ára gömlu plötuna að því leiti auk annars líka, þótt upptakan nú hjá snillingnum stórmerkilega Rick Rubin (manninum á bakvið ævintýrið með johnny Cash, Man In black á síðustu æviárum þess mikla kántrímeistara meað margs annars í plötuútgáfu og upptökustjórn í um 40 ár!) sé mun betri og skemmtilegri.
Flest ef ekki bara öll mjög góð og vex platan eins og góðar slíkar gera svo oft meir og meir eftir því sem oftar og betur er hlustað.
Harðar jafnt sem hratt grípandi laglínur mætast svo skemmtilega, einmitt það sem snemma varð vörumerki sveitarinnar, oft mikil grimmd, en í senn gífurleg dýpt og ljúfsár tilfinning í lagasmíðunum.
Dæmi um það eru lög eins og The Day that Never Comes og the Unforgiven III.
Frábær lög, sem ég er þó ekkert að segja þar með að séu þau bestu, en eru samt að hrífa mig einna mest í augnablikinu.Gæti þess vegna verið á annari skoðun á morgun.
En semsagt, gríðarlega ánægður með plötuna sem sannar að sveitin var eftir allt saman langt frá því dauð úr öllum æðum.
Þetta gæti samt sem best orðið síðasta platan frá henni, en þá værilíka hægt að segja að endirinn hefði orðið góður!
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.10.2008 | 15:22
Lítil baráttukveðja!
(Fátt er svo með öllu íllt...!)
Þótt vonleysið vaxa nú hljóti,
veröld í óvissu fljóti
þá bölmóði berjast á móti,
ber með kjafti og klóm.
Því íllt gerir aðeins já verra,
svo eflist "Myrkursins herra"
EF baráttuþrekið mun þverra
þú hverfur í kreppunnar tóm!
En við erum auðvitað misjafnlega sett og í stakk búin, sumir að missa eða búnir að missa vinnuna, en eiga þó sinn umsamda/lögbundna uppsagnarfrest. Aðrir skulda mikið og eiga auk þess lítið eða ekkert sparifé, þeir eru auðvitað einna verst settir tala nú ekki um ef þeir líka hafa misst vinnuna eða sjá fram á það, en aðrir eiga auðvitað sparnað eða og skuldlitlar eða lausar fasteignir og geta tekist á við sinn samdrátt.
Aðstæður fólks já allavega í þessum umbrotum, en samt gildir að gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana, því eins og þar stendur, "Að ekki þýðir að gefast upp þótt móti blási" og sungið var nokkurn vegin þannig um árið!
Boðskap ríkisstjórnar fáum við svo að heyra í kvöld, hvað hún hyggst gera frekar til að sporna við ástandinu, annað en að gera hin mjög svo umdeildu kaup á Glitni.
Hvað sem fólki finnst annars um þau og stjórnina sjalfa, þá hefur sjaldnar eða aldrei verið meiri ástæða til að leggja eyrun við en nú!
Kaupa fleiri og ódýrari hluti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.10.2008 | 20:33
"Vont og það versnar, versnar og versnar..."!
Hverjum á að trúa og HVERJU á að trúa!?
Í öllum þessum Glitnisglundroða sem engan vegin sér fyrir endan á, né yfirleitt hversu djúp og langvin þessi niðursveifla ætlar að verða, spyr hinn almenni borgari að þessu og veit vart sitt rúkjandi ráð.
Af því tilefni er enn og aftur ástæða til að rifja upp vísuna sígildu, sem ég veit þó ekki hver er höfundurinn af!
Satt og logið sitt er hvað,
sönnu er best að trúa.
En hvernig á að þekkja það,
þegar flestir ljúga!?
og svo já þegar krónufall heldur endalust áfram, botninum seint eða aldrei náð hér heima og víða annars staðar í veröldinni hlutirnir að fara á svipaðan veg, þá er ekki nema von að fólk spyrji frekar og enn stærra sþennan hátt!
Í Kreppufjárans kuldahyl,
krefjast lýðir svara.
Er heimurinn nú hér um bil,
til helvítis að fara!?
Ísland verri kostur en Kasakstan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.10.2008 | 11:29
Vetrarlegt já víða!
Á vegum úti nú vetrar já er legt,
víða sleipanhættu mikla skapað.
Í sálum margra, að sönnu líka tregt,
sínu skyndilega hafa tapað!
Afsakið ef einvherjum finnst ekki við hæfi að spinna þetta tvennt saman, gerðist bara óvart!
Við skulum annars vona að engin stóróhöpp verði vegna þessarar bráðu vetrarfærðar, nóg af áhyggjunum samt hjá svo mörgum.
Vetrarlegt á vegum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar