Snilldarviðsnúningur!

Í einu orði sagt já!
Hálf furðulegt eiginlega að upplifa fyrri hálfleikin, mikill kraftur í þeim rauðu raman af, en augnablikseinbeitingarleysi kostaði víst fyrra markið og þegar númer tvö kom svo rétt fyrir leikhlé leit þetta nei ekki vel út. En einvhern vegin var ekkert vonleysi eða uppgjöf í spilinu og ég hafði alltaf á tilfinningunni að þetta gæti lagast, em og það gerði!
Brottrekstur hafði auðvitað sín áhrif, en er samt viss um að allavega annað stígið hefði náðst þó hann hefði ekki komið til.
gríðarlega sterk skilaboð sem þetta sendir um að Liverpool ætli sér að berjast um titilinn á þessu tímabili fyrir alvöru og það í annað skiptið þótt ekki seu nema sjö leikir búnir, hitt skiptið með sigrinum á hinu Manchesterliðinu, meisturunum í United.
En þetta er rétt að byrja, það skal ítrekað enn og aftur, löng og ströng barátta framundan.

Fúll á hinn bógin með tap Stoke, en gengi Hull er auðvitað með fáheyrðum hætti og setur afar skemmtilegan svip á mótið nú í upphafi!
En tottenham með þetta fína lið á pappírunum er auðvitað ein stór ráðgáta, hryllileg staða hjá því og líklegt að Ramos hinum spænska verði nú sparkað hvað úr hverju!


mbl.is Magnaður sigur Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Himmalingur

Karluglan hann pabbi verður hoppandi glaður og af sama skapi óþolandi! Áfram Leeds!

Himmalingur, 5.10.2008 kl. 17:11

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

uss uss

Hólmdís Hjartardóttir, 5.10.2008 kl. 18:21

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Leeds eru nú ágætir, en töpuðu um helgina, synd!?

Elksku Hólmdís mín, ekki ussa á mig strákgreyið þó fótbolti fá smá að vera með, gleður mann svona pínu já í grámyglu hversdagsleikans!

Bestu kveðjur annars til pabba gamla Hilmar!

Magnús Geir Guðmundsson, 5.10.2008 kl. 20:26

4 Smámynd: arnar valgeirsson

mikið tek ég undir með hilmari. ekki kannski með pabba gamla þó ég vona að hann sé glaður en áfram Leeds er málið.

það er einfaldlega sannleikurinn.....

þið eruð grísarar og ekkert annað. þurfið næstum hundrað mínútur og þessi lukka er ekki endalaus kallinn minn.

og hvað er að gerast hjá tottenham ha? hefðu betur haldið robinson í markinu. hann er einfaldlega bestur enda vel upp alinn.

arnar valgeirsson, 5.10.2008 kl. 22:31

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Haha ArnArnar minn, alltaf hress! En ert strax búin að gleyma leiknum við Stoke City um daginn, þar var ENGIN heppni með. EFtir leik helgarinnar veitir nei ekki af að hrópa áfram Leeds og þriðji bloggvinurinn hann Saxi á Seyðisfirði, tekur áreiðanlega vel undir með ykkur!

Hm, Robinson sá besti, enda vel upp alin já! Varla betur þó en Scott Carson?

Magnús Geir Guðmundsson, 5.10.2008 kl. 22:40

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég hálf 'poolaði' nú með þínum í dag, hörkuskemmtilegur leikur, en þezzir afkomendur íslenzkra togarasjómanna til áratuga frá 'Humber' eru 'spútnikkarnir' það sem af er.

Steingrímur Helgason, 5.10.2008 kl. 23:39

7 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Rétt hjá Steingrími... Hull er spútnikkaliðið það sem af er! Gott hjá þeim.

Lára Hanna Einarsdóttir, 6.10.2008 kl. 10:08

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Takk STeingrímur og mikið rétt með Hull. Spurning væri hvort ætti ekki að athuga nánar með ætternið á liðsmunnunum hm!?

TAkk sömu leiðis´mín ljúfa Lára Hanna.

Magnús Geir Guðmundsson, 6.10.2008 kl. 21:08

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Önnur spurning líka hvort ekki þurfi að kenna þér Steingrímur betur á bilslána!?

Magnús Geir Guðmundsson, 6.10.2008 kl. 21:10

10 Smámynd: Steingrímur Helgason

qué ?

Steingrímur Helgason, 7.10.2008 kl. 00:02

11 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

he he jé!

Magnús Geir Guðmundsson, 7.10.2008 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband