"Vont og það versnar, versnar og versnar..."!

Hverjum á að trúa og HVERJU á að trúa!?
Í öllum þessum Glitnisglundroða sem engan vegin sér fyrir endan á, né yfirleitt hversu djúp og langvin þessi niðursveifla ætlar að verða, spyr hinn almenni borgari að þessu og veit vart sitt rúkjandi ráð.
Af því tilefni er enn og aftur ástæða til að rifja upp vísuna sígildu, sem ég veit þó ekki hver er höfundurinn af!

Satt og logið sitt er hvað,
sönnu er best að trúa.
En hvernig á að þekkja það,
þegar flestir ljúga!?

og svo já þegar krónufall heldur endalust áfram, botninum seint eða aldrei náð hér heima og víða annars staðar í veröldinni hlutirnir að fara á svipaðan veg, þá er ekki nema von að fólk spyrji frekar og enn stærra sþennan hátt!

Í Kreppufjárans kuldahyl,
krefjast lýðir svara.
Er heimurinn nú hér um bil,
til helvítis að fara!?


mbl.is Ísland verri kostur en Kasakstan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 1.10.2008 kl. 20:36

2 Smámynd: Kristján Pétursson

Þakka þér fyrir að mynna mig á þessar ágætu vísur,þær eiga svo sannarlega við í þessu ástandi.

Kristján Pétursson, 1.10.2008 kl. 20:45

3 Smámynd: Gulli litli

Þú ert fjársjódur....

Gulli litli, 1.10.2008 kl. 21:23

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

TAkk fyrir innlitið Dís, ert alltaf auðfúsugestur og skiptir þá engu hvort rigni og fjúki utandyra sem innan!

Ekkert að þakka Kristján, þó reyndar hafir þú nú aldrei séð seinni vísuna, sem er mín eigin smíð og aldrei verið birt áður, þó stefið í henni sé nú örugglega ekkert nýtt!

Sú fyrri hins vegar að sönnu gamalkunn og fleyg!

Magnús Geir Guðmundsson, 1.10.2008 kl. 21:26

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Tja Gulli minn, ýmisleg hrósyrði hef ég fengið fyrr, en aldrei verið kallaður slíkur sem fjársjóður!

Þakka bara kærlega karlinn minn!

Magnús Geir Guðmundsson, 2.10.2008 kl. 01:46

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Eins gott að þessi fjársjóður var ekki geymdur í Glitni banka! Þá væri hann kannski gufaður upp.

Spurning með fyrri vísuna... er hún eftir Káinn eða...???

Lára Hanna Einarsdóttir, 2.10.2008 kl. 01:56

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Varla, mín kæra Lára Hanna, hvorki stór né merkilegur að vöxtum þessi meinti fjársjóður og sæti því líkast til enn á sínum stað.

Held nei að þessi sé ekki eftir þann mikla meistara, þó ég viti það ekki, finnst hún vera nær í tíma. En góð er hún sem væri hans, því ekki út í bláin að eigna hana honum. En ég sá hana fyrst á prenti aftan á DB eða DV hjá sjálfum LOKA fyrir mörgum árum!

Magnús Geir Guðmundsson, 2.10.2008 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 218055

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband