Merkilegur "Fjári" fótboltinn!

Ja, er von að maður segi það nú í tilfelli Liverpool?
Það er bara að verða regla frekar en undantekning hjá liðinu að lenda undir, einu eða jafnvel tveimur mörkum, nú eða einu oftar en eitt skipti í hverjum leik, en snúa alltaf taflinu sér í vil!?
Og úrslitin frá Manchester fyrir tæpum hálfum ma´nuði endurtóku sig, 3-2, en í stað þess að lenda tveimur undir í dag líkt og þá, náði Wigan þess í stað forystunni tvívegis!
Og viss vendipunktur í dag líkt og þá, brottrekstur, sem í báðum tilvikum verður ekki skoðaður öðruvísi en klaufaskapur að hálfu viðkomandi leikmanna, kappið bar þá ofurliði.
Eins gott að taugar hörðustu fylgismanna séu í góðu lagi, en þetta gengur þó varla til lengdar að bjóða upp á svona háspennu leik eftir leik!
En, Meistaraheppni? Hver veit?
En gaman að sjá Pennant aftur fá tækifæri og sýna takta, Kuyt sömuleiðis sanna að hann er markaskorari, líkt og hann var upphaflega keyptur til og svo var gaman að hinn spænski riera skildi opna markareikningin!
Aftur á móti dapurt fyrir varnarleikin að Agger var í vandræðum gegn hinum spræka Egypta SAki.
Næst eru svo svakalegir leikir, Athletico Madrid á Spáni í Meistaradeildinni og svo risaslagurinn við Chelsea á Stanford Bridge um næstu helgi!
Þá verður væntanlega bundin endi á vissa sigurgöngu!?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ertu byrjaður að prjóna?

Hólmdís Hjartardóttir, 19.10.2008 kl. 00:10

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Haha, já peysu á þig lúfuna kannski!?

Magnús Geir Guðmundsson, 19.10.2008 kl. 02:40

3 Smámynd: Kristinn Halldór Einarsson

Poolarnir eru að byrja vel núna og það virðist vera meiri karakter í liðinu. Liðið er þó að fá á sig meira af mörkum í þessum fyrstu leikjum en ásættanlegt er fyrir lið sem ætlar að vera í toppbaráttunni.

Kristinn Halldór Einarsson, 19.10.2008 kl. 12:03

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hárrétt athugað hjá þér Kristinn minn Halldór, liðsandin og viljin greinilega meiri og hópurinn einfaldlega enn sterkari en áður. Þó er sem ég sagði, ekki upp á það bjóðandi til lengdar að vera í svona ströggli leik eftir leik sem þúðir þá já auðvitað að treysta þurfi varnirnar. Síðustu tveir leikir eru þó þeir einu þar sem liðið hefur fengið á sig fleir en eitt mark. Og meðan þeir skora fleiri mörk en andstæðingarnir, þá er þetta svo sem í lagi!

Magnús Geir Guðmundsson, 19.10.2008 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 218057

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband