Ana Popovic - Blúskona frá Belgrad!

Konur eru sem víða annars staðar ekki mjög margar er talist geta stórstjörnur í blústónlistinni.
Þó eru auðvitað nokkrar sem náð hafa í fremstu röð og eru þar mjög áberandi eða hafa verið það, t.d. söngkonur á borð við Ettu James, Koko Taylor af eldri kynslóðinni, LouAnn Barton, öllu yngri og svo nútímaungstirni á borð við hina dásamlegu Shemikia Copeland og síðan meir alhliða tónlistarkonur á borð við Bonnie Raitt, Debbie Davies, rory Block, Sue Foley m.a. svo nokkrar séu nefndar.
Þær eru þó miklu færri í heild, en samt engu minni listamenn né ómerkari!

Hinn kæri bloggvinur vor hann Glámur, Eyjólfur ÁRmannsson, er einn alötulasti boðberi blúsfagnaðarerindisins á Íslandi og er hann óþreytandi að uppfræða okkur hin og vekja athygli á góðum listamönnum.
Kvinnur hafa þar komið nokkuð við sögu og þar með talin hin mjög svo athyglisverða Ana popovic, sem Eyjólfi að þakka, ég fór svo að pæla í og næla mér síðan í plötur með!
TAkk Glámur!

Alveg sérstök.

Ana er ekki beinlínis sprottin úr jarðvegi sem svipar til allra nefndu kvennanna hér að ofan, er hvorki amerisk né svört, en er þó frá blautu barnsbeini alin upp við gríðarmikla tónlistaryðju á heimilinu, þar sem blúsinn m.a. spilaði stórt hlutverk!
Hún er fædd og uppalin í Belgrad árið 1976, sem fram á hennar unglingsár tilheyrði gömlu Júgóslaviu, en er nú sem kunnugt er höfuðborg Serbíu.
Ana mun aðeins hafa verið um 5 ára gömul er hún byrjaði að dútla við hljóðfæri og syngja, en faðir hennar var tónlistarmaður og það tilheyrði einfaldlega heimilislífinu að félagar hans kæmu reglulega í heimsókn að spila með honum.
Ana var svo um 15 ára gömul eþegar hún tók þá ávkörðun að fela örlög sín í hendur tónlistargyðjunni, þó ekki fyrr en að hafa menntað sig vel og lokið töluverðu námi í tónlist m.a.
blúsinn var og er nokkurs konar meginstraumur hjá Önu, sem bæði syngur og spilar á gítar, en alls kyns önnur áhrif á borð við djass, fönk og sálar, jafnvel popp, fljóta innan um líka svo ansi hrífandi bræðingur erá ferð, borin fram af fjölbreyttum söng og gítarstíl stúlkunnar!

STigvaxandi velgengni.

Eftir að hafa plægt jarðvegin vel í heimalandinu um nokkurra ára skeið m.a. með hljómsveitinni sinni HUSH, náð þar góðri hylli, (og gefið út sína fyrstu plötu) var það næsta stóra ksrefið hjá Ana og félögum að komast í tengsl við útgáfu í Hollandi og með dreifingu líka í Þýskalandi og víðar í kringum árþúsundamótin.
Má svo í stuttu máli segja, að ferillinn hafi eftir það farið stigvaxandi með meira spili/tónleikahaldi, reglulegri plötuútgáfu og athygli víðar og meiri um heiminn!
Það skipti líka miklu máli að athyglin kviknaði strax í Bandaríkjunum eftir útgáfu fyrstu plötu Önu fyrir alþjóðamarkað, HUSH! árið 2001!
Svo mikla athygli fékk hún strax, að eftir útga´funa var Ana, fyrst tónlistarmanna utan Bandaríkjanna, tilnefnd til W.C. Handy verðlaunanna, frægustu og æðstu verðlauna sem veitt voru í blúsheiminum! Og ekki bara það, hún kom líka fram á verðlaunahátíðinni og var líka að brjóta blað með því, fyrsti listamaðurinn utan Ameríku til að gera það.
Í kjölfarið fylgdu svo tónleikaferðir í Bandaríkjunum á næstu árum m.a. með "Íslandsvininum" Walter Trout (sem hingað kom fyrir 19 árum með John Mayall Bluesbreakers, sem annar tveggja gítarleikara) og Bernard Allison. (syni hinnar miklu hetju Luther Allison) auk þess sem Ana tók þátt í plötuverkefni, tileinkunarútgáfu af ýmsum lögum meistara Jimi Hendrix, ásamt fleiri þekktum listamönnum.
Útgáfur Ana Popovic eru nú orðnar fjórar, sem fyrr sagði HUSH! frá 2001 og tveggja annara hljóðversplata, Comfort To the Soul 2003 og Still making History 2007. 2005 kom svo hin tvöfalda tónleikaskífa er nefndist einfaldlega Ana, þar sem önnur skífan var DVD kyns.
ER nú svo komið að hún virðist eiga góðan framtíðarferil fyrir höndum í Bandaríkjunum, er nú komin á fullt þar að vinna nýja útgáfu af Still Making History, þar sem átta af lögunum á evrópsku útgáfunni verða tekin upp að nýju auk tveggja nýrra til viðbótar.

SEm fyrr sagði ákvað ég eftir lestur hjá félaga Eyjólfi að næla í eitthvað með þessari forvitnilegu stelpu frá Serbíu af öllum löndum og á núna allar hljóðversplöturnar.
Hef hingað til mest bara verið að einbeita mér að fyrstu plötunni og hún nægir alveg til að skilja vel athyglina og lofsyrðin um Ana.Meir en vel þess virði að kynnast hennar tónlist og mæli ég með því.
Þess má svo geta að Ana varð móðir í fyrsta skiptið nú fyrir skömmu, eignaðist vörpulegan snáða, sem hún hefur sjálfsagt "búið til" svona rétt sem snöggvast milli fjölmargra tónleika sinna!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frétti fyrst af henni í Guitar Player, fyrir um 6 árum eða meir og í framhaldinu fann ég heimasíðu hennar. Ég varð alveg heillaður af tónlistinni hennar. Það er heilmikið af frábærum listamönnum í Austur Evrópu. Við getum nálgast þá, þökk sé veraldarvefnum. Til dæmis frá Serbíu hef ég fundið nokkra, eins og Borislav Mitic, sem hefur leikið Paganini verk, í rokk-útsetningu. Alex Vasilenko frá Moskvu, Frábær blúsari og Igor Belsky frá Síbiríu, sem leikur tónlist sem spannar allt milli Joe Satriani og Tommy Emmanuel.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 22:55

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Takk kærlega Húnbogi fyrir gott og skemmtilegt innlegg. Við eigum sjálfsagt eftir að spjalla meir um þetta síðar.

Magnús Geir Guðmundsson, 12.10.2008 kl. 23:40

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

jahjerna.....verð að skoða stúlkukindina...man alls ekki eftir henni

Hólmdís Hjartardóttir, 13.10.2008 kl. 01:09

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Takk kærlega sömuleiðis Glámur, afbragðs innlegg til viðbótar greininni! Hún bara svona smá samtiningur og hefði svo sem getað verið betur unnin og efnismeiri.

Jamm, örugglega eitthvað sem þú mátt athuga Dísa ljósálfur, takk fyrir innlitið!

Magnús Geir Guðmundsson, 13.10.2008 kl. 02:26

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.10.2008 kl. 10:29

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ekkert að þakka Jenný Darlin'

Magnús Geir Guðmundsson, 13.10.2008 kl. 16:02

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Bestu þakkir til baka Eyjólfur, en kannski óþarfi að vera að klappa mér of mikið á bakið fyrir.

Magnús Geir Guðmundsson, 13.10.2008 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband