Hin fljótfærna mær!

Mín geysisnjalla og gullfallega vinkona hún Gurrí Skagamær og Vikunnar fræga fljóð, var aðeins að rasa út í kreppu hjali í gær, um meintar hrakfarir íslendinga í verslunum í Dannmörku. Eitthvað voru nú sögurnar orðum auknar svo Himnaríkisdrottningin þurfti að draga í land. En það gerði hún auðvitað með reisn og viðurkenndi að hún væri stundum fljótfær, þessi elska. Í staðin uppskar hún smá skens frá mér, þar sem sjálfgefið uppnefni hennar kemur meðal annars við sögu.

Að Guðríður sé væn og vær,
vitaskuld þið trúa megið.
Samt er alltof fljót já fær,
Feministabeljugreyið!

Skildi ég þetta eftir hjá henni, svo bæði gleði- og hamingjutárin tækju að streyma að nýju eftir fljótfærnina! http://gurrihar.blog.is/blog/gurrihar/entry/673724/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hahahhahaha, þessi vísa hefur víða vakið mikla lukku, svínið yðar ... en ég þakka enn og aftur fyrir heiðurinn!

Svo komu fleiri komment við færsluna þar sem talað var um fjandskap Dana og dæmi tekið en vonandi var það bara einstakt tilfelli! Það eru bara allir að klikkast yfir þessu öllu saman, ég líka. 

Guðríður Haraldsdóttir, 15.10.2008 kl. 18:54

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Sæl ljúfan og takk fyrir að kíkja á gamla geithafin. Er bara ánægður með hana líka og þig! Að fólk hafi verið að lenda í veseni með kort var nú komið upp áður en stóru og miklu ósköpin dundu yfir. En mikið rétt, fólk marg hvert er að sogast ílla inn í þessa æsingarhringyðu, en í öllum bænum ekki klikkast mín kæra, reyndu að halda ró þinni og láttu gleðina og kímnigáfuna áfram berjast á móti bölmóðnum!

Magnús Geir Guðmundsson, 15.10.2008 kl. 19:01

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú ert flottastur Magnús

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.10.2008 kl. 19:52

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 15.10.2008 kl. 20:23

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hún Dísa hérna hin þögla en sísendandi eitthvert dót á mig, hélt því reyndar líka fram við mig í gær, en þó í aðeins öðru samhengi, Ásthildur mín! Fer því bráðum að halda að eitthvað sé til í því haha!

En takk fyrir sendinguna Dísa skvísa Hólms!

Magnús Geir Guðmundsson, 15.10.2008 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 218057

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband