Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Tímamótasamþykkt!

Ég get nú ekki annað sagt en það!
Hef áður sagt þá meiningu mína, að það séu yfir höfuð ílla haldnir eymingjar sem geta ekki fundið kynlífsórum sínum heilbrigðari farveg eða fundið þeim svölun á virðingarverðari máta, en að kaupa annara líkama til þess.
Nú orkar flest tvímælis þá gert er og lagasetning sem þessi ekki fullkomin frekar en önnur mannanna verk, en mér finnst þetta sýna vilja til að leggja ávkeðna línu siðferðis hjá löggjafarvaldinu og slíkt er alltaf ákveðið fagnaðarefni.
Eins og með fleira þessa dagana, ekki mikil reisn yfir D liðum í þessu, taka annað hvort ekki afstöðu eða eru á móti! Væri út af fyrir sig fróðlegt að heyra sterk og haldbær rök þeirra þriggja sem voru á móti og sömuleiðis að vita hverjir þetta voru. Hef nú ýmsa grunaða auk þess sem auðvitað er hægt að sjá þetta inn á alþingisvefnum, en nenni ekki að eltast við það.
mbl.is Kaup á vændi bönnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

STuð, stuð, stuð!

Hvað getur maður annað sagt, ótrúlegur leikur og enn ein staðfestingin á gildi þessa dásamlega leiks sem fótboltinn er!
Maður getur ekki verið svekktur svo mjög þrátt fyrir hvernig þetta gekk fyrir sig og möguleikan sem myndaðist, það gengur einfaldlega ekki að tapa 1-3 á heimavelli, en jú það munaði ótrúlega litlu að þriggja marka forskoti yrði náð!
En til hamingju með þetta ALLIR fótboltaaðdáendur!
mbl.is Chelsea komið í undanúrslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Páskakveðja!

Fögnum nú í frið' og sátt,
forðumst allan háska.
Gjarnan svo við getum átt,
GLEÐILEGA PÁSKA!

Sjaldan er góð vísa of oft kveðin!

Satt og logið, sitt er hvað,
sönnu er best að trúa.
En hvernig á að þekkja það,
þegar flestir ljúga?

ÉG held að miklu meir sé heldur ekki við þetta að bæta, allavega ekki í bili að minnsta kosti!


mbl.is Segir báða framkvæmdastjóra hafa vitað af styrkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Styrkur!

Neinei, ekki einn til handa D!
Nei, heldur sína þessi góðu úrslit hjá Liverpool eftir skellin slæma gegn Chelsea í Meistaradeildinni, að mikill andlegur styrkur ekki síst býr í liðinu og liðsmenn greinilega tilbúnir að gera betur þegar og ef slæm töp eiga sér stað!
Er þetta alveg öfugt við hnvernig Man. Utd. réði við sitt áfall á dögunum er liðið tapaði enn stærra gegn Liverpool á heimavelli, en Bítlabæingar gerðu í vikunni. Hafa lærisveinar Alexa karlsins eiginlega ekki enn jafnað sig, en sökum heppni og fáranlegra mistaka andstæðinganna, hafa þeir þó ekki tapað fleiri en einum leik á eftir því tapi. En svona er það nú líka í boltanum og víðar í afreksíþróttunum, vænn skammtur af heppni þarf alltaf að fylgja og gerir það yfirleitt hjá sigurvegurunum.
Frammistaðan áðan eiginlega mun betri þó held ég en maður gat búist við, eiginlega bara haldið beint áfram þar sem frá var horfið í deildinni. Vonandi verður það svo áfram, liðið geri sitt sem allrabest sem svo bara kemur í ljós hverju skilar!
mbl.is Liverpool burstaði Blackburn og fór á toppinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baldursbaga!

Álpaðist inn á bloggsíðu gamla spurningakeppnisdómarans og höfundar hinnar "annáluðu" heimildarmyndar um árið, Í hlekkjum hugarfarsins, Baldurs Hermannssonar í gærkvöldi og las þar mikla speki hans um nýja D formanninnn Bjarna B. og hve stórkostlegur hann er og hve vel hann stóð sig í kosningaþættinum fyrr í vikunni með frambjóðendum í SV-kjördæmi!
"Trallaði" þar eitthvað í athugasendum og skutlaði svo einni lítilli bögu inn í kjölfarið. Að betur athuguðu máli gerði ég svo bragarbót á henni, sem er svona!

Baldurs bráðvel þekkjum,
blaður trúa megið.
Í HLEKKJUM HUGARFARSINS,
hangir ennþá greyið!

"Greyið" vísar beint til vísu sem blessaður karlinn hann Ómar Ragnarsson orti um Baldur og Illuga Jökulsson um árið, en báðir vöktu þeir umtal með ýmsum pistlum sínum þá. SEinni parturinn var eitthvað á þá leið, að...
"Þetta eru mestu meinleysisgrey,/sem meina ekkert hvað þeir segja."


Fórnarlamb!

Nei, auðvitað bar Andri enga ábyrgð á þessum styrkjum, eða var ekki fv. formaðurinn Geir búin að "Axla ábyrgð einn"?
Svo trúa menn í alvöru að þetta eða að nú eftir þetta hörmungarsjónarspil og alla tregðuna til margra ára um að opna bókhaldið, það muni endurnýja traust á flokknum að opna allt í hvelli nú!?
Kannski mun það skora eitthvað hjá einhverjum, en á það skal minnt, að traustið var fyrir löngu víkjandi áður en þessi ósköp komu upp, sem reyndar flestum svo nema Sjöllum sjálfumm kemur ekki á óvart. Reyndar eru þau viðbrögð sem flest önnur þeirra margra, ekki sérlega skynsamleg né trúverðug, en það kemur heldur ekki svo mjög á óvart, þannig bregðast menn jafnan við þegar þeir verða skyndilega uppvísir að "óknyttum", vita þá vart sitt rjúkandi ráð og bregðast þar að leiðandi óviturlega við.
Öll kurl eru svo ekkert komin til grafar, kæmi ekki á óvart þótt fleira kæmi í framhaldinu og fórnarlömbunum fjölgaði!
SVo eru gamalkunnir andstæðir pólar farnir að berast á banaspjót, Sveinn Andri Guðlaugarmaður og Björn Bjarna skipst á "sendingum" á netinu, ekki versnar það nei "gamanið" við það!?

mbl.is Andri hættir störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alltaf í boltanum!

Mér er enn minnisstætt frá landsfundi D fyrir um hálfum mánuði tæpum, er konan sem hér tjáir sig, kom í ræðustól endurkjörin sem varaformaður og hamraði m.a. hvatningarorðin um að nú myndu þau, flokkurinn og nýji formaðurinn bjarni aldeilis "klára dæmið" saman!
Ansi kunnuglegur "frasi" úr íþróttunum, enda vel að merkja boltar ýmsir stór þáttur bæði fyrr og nú í lífi hennar og BB, fv. sparkara í STjörnunni í Garðabæ.
og áfram skal haldið í sama dúr og það þrátt fyrir að hún og BB séu svo vel að "klára dæmið á heimavelli" að þau muni gjalda þar mesta tap í manna minnum saman með flokknum! Auðvitað hálfur mánuður í kosningar enn og það sannarlega langur tími í stjórnmálum, en útlitið er ekki bjart og ekki nokkur maður hissa á því þessa stundina!
Hamingjan má vita hvort á bakvið þessar greiðslur sem nú eru komnar upp á yfirborðið,séu enn verri hlutir sem margur hefur nú verið að setja í hugsanlegt samhengi, en hvað sem því líður er D flokkurinn orðin uppvís að þvílíkri hræsni og sjálfsniðurlægingu, að vart hefur áður gerst, allavega ekki á seinni árum.

Þorgerðar er þvílíkt næmi,
þykist bara geta, daman,
kannski þetta KLÁRAÐ DÆMI,
á kjaftæðinu einu saman!?

Engu er líkara, en hún telji og trúi því að þessu viðtali að dæma.


mbl.is „Hvítþvegin bleyjubörn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skellur!

Hóhó það má nú segja góðir hálsar og ekki beinlínis það sem búast mátti við fyrirfram eða þegar staðan var strax orðin 1-0 eftir fáar mínútur!
En svona erðetta bara, þýðir ekkert að grenja Björn bónda heldur safna liði, eða eins og ég segi alltaf, "Þetta er ekki búið fyrr en það er búið"!
Nú reynir hins vegar mjög á og auðvitað er Chelsea með pálman í höndunum eftir kvöldið!
Svipað er nú komið með Live og Man. Utd. er þeir steinlágu einmitt heima fyrir þeim fyrrnefndu 1-4 og því er spurningin núna hvort sálfræðileg áhrif verða eins mikil á þá fyrrnefndu nú og urðu á þá síðarnefndu, hvort þetta muni hafa áhrif á næsta deildarleik gegn Blackburn á á laugardaginn!?
Fyrirfram leikur sem ætti að vinnast, en nú gæti þessi tapleikur setið í mönnum, sjáum til!
mbl.is Frækinn sigur Chelsea á Anfield - Barcelona burstaði Bayern
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hringrás hefur sinn gang!

Jamm, það sem kemur inn að ofan, kemur nú fyrr eða síðar flest út að neðan!

Smyglaranum smúga út,
smám saman nú dagsljós líta.
EFnin víst í einum grút,
aumingin þarf jú að skíta!


mbl.is Efnin að skila sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband