Skellur!

Hóhó það má nú segja góðir hálsar og ekki beinlínis það sem búast mátti við fyrirfram eða þegar staðan var strax orðin 1-0 eftir fáar mínútur!
En svona erðetta bara, þýðir ekkert að grenja Björn bónda heldur safna liði, eða eins og ég segi alltaf, "Þetta er ekki búið fyrr en það er búið"!
Nú reynir hins vegar mjög á og auðvitað er Chelsea með pálman í höndunum eftir kvöldið!
Svipað er nú komið með Live og Man. Utd. er þeir steinlágu einmitt heima fyrir þeim fyrrnefndu 1-4 og því er spurningin núna hvort sálfræðileg áhrif verða eins mikil á þá fyrrnefndu nú og urðu á þá síðarnefndu, hvort þetta muni hafa áhrif á næsta deildarleik gegn Blackburn á á laugardaginn!?
Fyrirfram leikur sem ætti að vinnast, en nú gæti þessi tapleikur setið í mönnum, sjáum til!
mbl.is Frækinn sigur Chelsea á Anfield - Barcelona burstaði Bayern
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Rúnar Karlsson

Sammála þér Magnús Geir; þetta var rosalegur skellur fyrir Liverpool, og ég get ekki neitað því að mér fannst þetta svolítið gott á Liverpool (sem ManU maður). Það er alltaf þessi hætta á að ofmetnast og Liv. er búið að eiga rosalega flott RUN undanfarið, þannig að sjokkið er mikið, ég skil það vel. Ég er sammála þér auðvitað að líkt er komið með Liv. og ManU núna; ég er ekkert of bjartsýnn á að þeir taki hið frábæra lið Porto úti!!??...en gangi ykkur samt vel í næstu viku...þið hafið nú stundum sýnt að þið getið gert hið nánast ómögulega, sjáum til. Mig langar nefnilega helst að sjá Utd. og Liv. í úrslitum Meistaradeildarinnar! Væri það ekki gjeggað?

Kristinn Rúnar Karlsson, 8.4.2009 kl. 21:45

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jú, en líkurnar eru nú ekki miklar Kristinn Rúnar, bæði lið þurfa að gera ýmislegt til að ná áfram núna og hvað þá síðan sigra í undanúrslitunum.

En þakka þér fyrir góð orð!

Magnús Geir Guðmundsson, 8.4.2009 kl. 22:28

3 Smámynd: arnar valgeirsson

jamm, aldrei þessu vant sá ég þennan leik. þegar litið er yfir leikinn þá var þetta ekkert ósanngjarnt og poolarar ekki nógu sannfærandi aftast. en þar sem það eru páskar og svona, þá verð ég að segja að þetta voru tvö góð lið og munaði stundum litlu að hægt væri að bæta við báðum megin. torres er svakalega ógnandi, allan tímann og þetta voru allt saman flott mörk.

ég sé nú ekki að þið takið þetta, þurfið jú lágmark þrjú mörk á útivelli. sýnist chelsea, barca, sennilega arsenal og vonandi porto þarna á toppnum væni minn. en þið megið svo gjarna hirða englandstitilinn, helst í síðustu umferðinni af skumsurunum. eitthvað svona hræðilega sárt....

arnar valgeirsson, 9.4.2009 kl. 11:33

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hehe Arnar, þú ert allt of orðvægur núna, hélt þú myndir "Stappa á mér með meiri stríðni" en þetta!

En svona er fótboltin, stutt á milli hláturs og gráturs,samanber er Chelsea jafnaði og Kuyt klúðraði svo færi strax á eftir minnir mig! Næst er það bara laugardagurinn, ugglaust nokkur prófraun nú að klára Blackburn, en takist það verða menn brattari að nýju og eflaust tilbúnir í hvað sem er gegn Chelsea aftur. En Ef Gerrard missir af þessum leikjum og þá sérstaklega gegn Chelsea, þá veit maður ekki alveg hvernig þetta spilast.

Magnús Geir Guðmundsson, 9.4.2009 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 218007

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband