Færsluflokkur: Heimspeki

Allir að lesa, hér kemur fyrirtaksblaður um frábæru sveitina BEST FYRIR og nýju plötuna þeirra, "Á augnabliki lokar þú augunum"

Fyrst staðreyndavaðall:

Ný plata Best fyrir - Á augnabliki lokar þú augunum, gefin út í apríl, um páskaleitið.
Fyrri plata, Lífið er aðeins þessar stundir og kom hún út 2003.

Tveir upprunastofnendurnir sem enn eru til staðar, Brynjar DAvíðs söngvari og Elmar Eiríks kassagítarleikari, fengu til liðs við sig á nýju plötunni góðan hóp aðstoðarmanna, Matta Matt, (sem fyrst varð auðvitað þekktur sem söngvari hinnar rosalegu reggaesveitar, Reggae On Ice, en hefur síðar m.a. sungið með Pöpum og gefið út einherjaskífu) Eyþór inga (Söngkeppni framhaldsskólanna sigurvegari og einnig í "Bandinu hans Bubba") Helga Þórs, dáðadreng innan úr firði Eyja, (skógræktarfrömuður og útgefandi af óteljandi plötum með sveitinni sinni, Helga og hljóðfæraleikurunum) jálkim og "Rimlarokkaran" frá Ísafirði Rúnar þór, Jónínu Björk, Hans Guðmundsson nikkara og síðast en ekki síst Rúnna heitin Júll, sem þarna hljóðritaði sitt síðasta lag fyrir plötu, Ég þrái að lifa.
Þau sex fyrsttöldu syngja sitt hvert lagið á plötunni, en Brynjar gaular restina að mestu.
Elmar Sindri á flest lögin og texta, en Brynjar eitthvað líka.
Sveitin var stofnuð 1995 og gerjaðist nokkuð svo í kringum skólabrölt drengjanna og ýmisa félaga þar og í hinu "Tilgangsbrölti lífs þeirra" á unglingsárunum, knattspyrnuiðkun með hinu STÓRFENGLEGA félagi ÞÓR!

Aðrir í sveitinni nú: GuðmundarA. pálmason á gítar,Trommarinn Sverrir Freyr Þorleifsson, og bassaleikarinn Bergþór Rúnar Friðriksson.

Upptökustjórn var í höndum Gunnlaugs Helgasonar. (bassaleikara með pöpunum) og fór hljóðritunin fram í hans eigin tækniveldi í Ólafsfirði. (þið vitið, í bænum sem fóstraði skíðasnillingin Kristin Björns og fleiri slíka og þar sem framleitt var besta snakk í heimi einu sinni, úr fiski!?)

Hvernig svo platan er?

Hún er rokkuð á köflum, þó rólegri meira. Hún er á svona "Fullorðinsnótum", ekki fyrir heimskingja sem halda að lagatextar eigi að fjalla bara um ást og/eða að komast yfir næstu píu.
Hún er þvert á móti hlaðin nokk svo innihaldsríkum textum um lífið og tilveruna, eða eins og strákarnir sögðu einvhers staðar sjálfir,fjalla um lífsins gangin nánast frá vöggu til grafar!
Hún er auðvitað merkileg fyrir marga hluta sakir, ekki aðeins fyrir það að plötur með akureyriskum listamönnum eru orðnar næstum því jafn sjaldgæfar (eða sjaldséðar) eins og hvítir hrafnar, heldur auðvitað og ekki síst vegna "Svanasöngs" Guðmundar Rúnars J'ulíussonar á henni, eðalmennisins sem alltaf stóð eitt hundrað prósent við sitt og ég var svo heppin að kynnast nokkuð!
Bara vegna þessa tvenns ætti hún skilið að seljast í bílförmum, ef hún hefur þá ekki þegar gert það!?

Ég nenni annars ekki né vil, fara að segja að ein lög séu betri en önnur, hef skipt um skoðun hingað til auk þess sem reynslan kennir manni, að í hnotskurn er tónlist yfirleitt skemmtileg eða leiðinleg.
Og Best fyrir eru nei ekki leiðinlegir, svo hypjið ykkur bara sem ekki eruð búin að því, að kaupa þennan merka grip þeirra!
Það er m.a. hægt hjá sveitinni sjálfri til dæmis, nú eða með nýmóðinshætti gegnum tonlist.is, þar sem fyrri platan er líka fáanleg.

bestfyrir.blog.is

Þarna og víðar má finna frekari og betri upplýsingar um bandið og drengjanna brölt.


Hringrás hefur sinn gang!

Jamm, það sem kemur inn að ofan, kemur nú fyrr eða síðar flest út að neðan!

Smyglaranum smúga út,
smám saman nú dagsljós líta.
EFnin víst í einum grút,
aumingin þarf jú að skíta!


mbl.is Efnin að skila sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 218020

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband