"Guðsmannaglíma"!

Það var einmitt á prestastefnu fyrir nokkuð mörgum árum frekar en á kirkjuþingi að ég held, sem klerkar landins glímdu við þá spurningu hvenær einstaklingurinn taldist í raun og sann látin, annað hvort er hjartað hætti að slá eða þegar heilin starfaði ekki lengur. Einvherjar umræður held ég að hafi skapast og skoðanir eitthvað verið skiptar, man þó ekkert um niðurstöðu sérstaka nema hvað að til varð vegna þessa afbragðsvísa, sem mér hefur þó ekki enn öðlast vitneskja um hver orti.
Væri vel þegið ef einhver sem slæddist hingað inn og vissi, léti nafn höfundarins flakka!

Klerkar vita hvorki né,
hvort það muni standast.
Að dauður maður dauður sé,
daginn sem hann andast!?


mbl.is Prestastefna hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þakka þér kærlega Jóhanna Guðný og mikið rétt, ég er þessum "óskunda" gæddur að geta hnoðað saman hendingum og kannski aðeins rúmlega það. Vertu bara ævinlega velkomin ef þú heldur að mitt bögubrölt geti skemmt þér, til þess er nú leikurinn líka ekki hvað síst gerður, að skemmta mér og öðrum í leiðinni ef vel tekst til!

Magnús Geir Guðmundsson, 29.4.2009 kl. 01:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband