Hahaha, svo var Ferdinand að kvarta yfir því að United "Fengi aldrei vítaspyrnur"!?

Nú fengu þeir allavega eina og á SILFURFATI ekki satt?
Áreiðanlega úrslitaatriði í augum margra, ekki síst Spurs aðdáenda, en skal nú ekki fullyrða alveg samt, eftirleikurinn sannarlega flottur og kannski hefði hann í einvherri mynd komið hvort sem er, Tottenham alveg einstakir sérfræðingar í að glutra niður hálfunnum leikjum sýnist manni á stundum. Og raunar hefðu þeir getað verið með meira forskot í leikhléi, en svona fór um sjóferð þá hjá þeim, en kvartanir um vítaþurrð væntanlega ekki háværar á næstunni á Old Trafford!?
mbl.is United skoraði 5 mörk á 22 mínútum og fór á toppinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Gíslason

En Tottenham fékk innkast á silfurfati á 23. mínútu.

Ólafur Gíslason, 25.4.2009 kl. 18:40

2 identicon

Þetta sýnir fram á veruleikafirringu sem margir United aðdáendur búa við. Að ætla að halda því fram að Gomes hafi ekki snert boltann og að þetta hafi verið víti er alveg út í hött og ekki mönnum sæmandi að ætla að gera það.

Howard Webb verðlaunaði United með glæpsamlegum hætti í dag og hleypti þannig United vélinni af stað. Sorglegt að svona skuli eiga sér stað í fallegustu íþrótt heims.

Bragi (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 19:13

3 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Þessi vítaspyrna kom þeim á bragðið. Nú hætta þeir vonanadi að væla alltaf. En það er meistarasviptur yfir þeim - því miður !

Guðmundur St Ragnarsson, 25.4.2009 kl. 19:20

4 identicon

United fengu ekki augljósa vítaspyrnu í leiknum gegn Everton um daginn, stundum fellur þetta með manni og stundum ekki. En þó að það hafi verið einhver smá snerting hjá Gomes í boltann þá sést það mjög illa nema í endursýningu, dómarinn fær ekki að horfa á þetta jafn oft og við heima í stofu.

Jon Hr (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 19:23

5 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

hahahaha alveg rétt hjá Braga ... þetta var ekkert víti... roooooosalega svekkjandi fyrir Liverpoolmenn.

Man U hefði aldrei skorað í leiknum ef Webb hefði ekki bjargað Man...... Hann er sorry svekktur sár... vinur hans Atla

Þórður Helgi Þórðarson, 25.4.2009 kl. 19:28

6 identicon

þar sem margir poolarar koma saman, þar er grátið.

Halldór (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 19:47

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Gaman að sjá hinn landsfræga fjölmiðlamann Dodda litla kíkja inn, takk Doddi! Nema hvað að ég sjálfur færsluritarinn, tók það nú fram, að þótt vítið hefði ekki verið dæmt, hefði MU samt getað komið með þessa sýningu, en það bara vitum við ekki samt og þessi dómur var vissulega vendipunktur í leiknum. Sir Alex vill reyndar meina að dómur gegn Everton er ekki var dæmt víti, hefði komið í veg fyrir sigur hans liðs og þó veit hannn ekkert hvort vítið hefði nýst þótt það hefði verið dæmt!

Alex með kenningu ekki síður en Newton sjálfur forðum heyrist mér!

En Jón Hr. hefur margtr til síns máls. Hins vegar hafa MU aðdáendur margir hverjir grátið miklu meir og hærra undanfarið en LFC fylgendur. Þá hefur síðarnefnda liðið verið að skemmta fótboltaaðdáendum miklumiklu meir almennt undanfarnar vikur, seinni hlutin eða þessar um 20 mín í seinni í dag, það langbesta frá MU í langan tíma, liðið verið heldur leiðinlegt og slappt, en bara svo ljónheppið í leikjum á borð við gegn Sunderland og Aston Villa og í fyrri hálfleik í dag.

Magnús Geir Guðmundsson, 25.4.2009 kl. 20:56

8 identicon

Ég kalla á myndbandstækni í einhverju formi, fótboltinn er orðinn svo hraður og auðvelt að gera mistök sem skipta gífurlega miklu máli. Og satt að segja held ég að "stóru liðin fjögur" á Englandi græði á því til lengdar, þó ég hafi auðvitað engin sönnunargögn til að styðja það mál. Það kæmi mér allavega ekki á óvart ef svo væri.

Bragi (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 21:10

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þetta er nú ekki ný krafa Bragi og sitt sýnist hverjum þrátt fyrir allt. Jú, vafaatriðunum myndi stórfækka væntanlega, eða að rangir dómar réðu úrslitum, en á móti þykir mörgum víst, að svona tækninotkun myndi draga úr spennunni og rýra skemmtanagildið stórlega. Myndbandatæknin í notkun í þessum ameriska fótbolta,sem mér finnst reyndar og hefur alltaf fundist leiðinlegur.

Magnús Geir Guðmundsson, 25.4.2009 kl. 21:24

10 identicon

Ég kalla á myndbandstækni í einhverju formi, fótboltinn er orðinn svo hraður og auðvelt að gera mistök sem skipta gífurlega miklu máli. Og satt að segja held ég að "stóru liðin fjögur" á Englandi græði á því til lengdar, þó ég hafi auðvitað engin sönnunargögn til að styðja það mál. Það kæmi mér allavega ekki á óvart ef svo væri.

Bragi (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 22:11

11 identicon

Ég er einmitt alls ekki viss um að það myndi draga úr spennunni. Eins og ég nefndi í fyrri póst mínum býst ég við því að stærstu liðin græða mest á þessum vafadómum, svona þegar allt er talið með (ef til vill yfir heilt tímabil). Ég hugsa að spennan væri meiri í deildinni (stigalega séð) ef þessum vafaatriðum yrði eytt.

Ég fæ heldur ekki séð hvernig skemmtanagildið ætti að rýrna. Ég hef hlustað á þann rökflutning að flæði leiksins myndi algjörlega stöðvast. Það finnst mér ekki góð röksemd. Í hverjum leik er leikurinn oft á tíðum stopp. T.a.m. má nefna að þegar markverðir taka markspyrnur að þá tekur það allt upp í 40 sekúndur með öllu (frá þvík að boltinn fer aftur fyrir markið og þar til markmaðurinn sparkar boltanum). Annað eins hefur nú líka sést þegar á að taka aukaspyrnur. Á slíkum tíma ætti að vera hægt að dæma um vafaatriði.

Bragi (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 22:25

12 identicon

Glory Glory Man Utd.Verður merkt kanna stærsti bikarinn á Analfield í ár?

pjakkurinn (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 23:56

13 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þetta var verðskuldaður sigur hjá MU í þetta sinn - alveg burtséð frá vítaspyrnunni. 

Lára Hanna Einarsdóttir, 26.4.2009 kl. 03:03

14 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Kæra Lára Hanna mín, takk fyrir næturkíkkið á kosninganóttu. Auðvitað sanngjarnt er upp var staðið, en þegar vafaatriði eiga sér stað sem snúa leiknum, þá deila menn.

Þú ert væntanlega sátt við stöðuna eins og hún lítur út núna, bæði í boltanum og blessuðum kosningunum!?

Magnús Geir Guðmundsson, 26.4.2009 kl. 03:33

15 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég er ágætlega ánægð með stöðuna í boltanum og bara nokkuð ánægð með úrslit kosninganna. Ég vil þó ekki fagna fyrr en stjórnarsáttmálinn er í höfn og vitað hvernig vinna á úr málunum.

Lára Hanna Einarsdóttir, 26.4.2009 kl. 20:11

16 Smámynd: Víðir Benediktsson

Merkilegur fjandi hjá þessum Liverpoolbullum að kenna einhverjum dómurum í allt öðrum leikjum um þó þeir sjálfir séu með lífræna efnablöndu upp eftir hryggsúlunni.

Víðir Benediktsson, 26.4.2009 kl. 21:09

17 identicon

Vá hvað það verður alltaf sorglegra og sorglegra að halda með Liverpool, ekki bara útaf þeir vinna aldreid neitt heldur líka að Liverpool stuðningsmenn eru svo ótrúlega bitrir og furðulegir, sérstaklega þegar er verið að tala um knattspyrnu. Nú samanstendur vinahópur minn af Man Utd - Arsenal og Liverpool Stuðningsmönnum og það fyndna sem ég hef tekið eftir er að Liverpool menn þurfa alltaf að vera að væla útaf Man United en ekki Arsenal, sem er ekki skrýtið þeir eru ekki að fara að lyfta bikarnum 3 árið í röð, en örugglega alllir Arsenal menn sem ég þekki hata Liverpool svo mikið meira en Man Utd, held að það sé útaf því að Liverppol lítur á sig sem stóran klúbb og eins og að þeir hafi verið að gera eitthvað síðustu ár fyrir utan Meistaradeildarsigurin 2005. Síðan hata Man Utd Liverpool meira því að þetta er svo mikill skítaklúbbur, með viðbjóðslega leiðinlegum stjóra.... aubarasta það er allt bara svo viðbjóðslegt við Liverpool og Liverpool stuðningsmenn í Liverpool úlpunum sínum.

Steinar (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 11:24

18 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Gott að heyra að þú sért nokk svo ánægð göfuga LH!

'Elsku karlinn minn Víddi, það var Ferdinand sem sem var að kvarta sáran nokkrum dögum fyrr vegna "bítaþurrðar", svo kom þetta bara já á sannkölluðu SILFURFATI sem ég áður sagði, engin að kvarta eða kveina hér, fannst þetta þvert á móti fyndið, þannig séð!

Um að gera að röfla og bölsótast, bulla og þvaðra Steinar manni, haltu því bara áfram.

Magnús Geir Guðmundsson, 29.4.2009 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband