Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
27.6.2007 | 19:57
HÆTTUR - Farinn
Hættur er já Herra Blair,
sem hæstráður í ríki sínu.
Fer nú brott og flýtir sér,
í "Friðarleit" til Palestinu!?
Blair formlega tilnefndur sem erindreki í Miðausturlöndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.6.2007 | 16:01
Sýn 2.
Sýn 2 hefur göngu sína 4. ágúst, enski boltinn byrjar svo á fullu viku síðar!
Nýjir áskrifendur þurfa að borga 4000 kall fyrir mánaðaráskrift, en hinir sem bæta við sig Sýn 2 frá 2400!?
Þar liggur einmitt fyrsta spursmálið, sem á eftir að koma betur í ljós, er þetta bara grunngjald, fyrir móðurstöðina, hækkar svo verðiðmeð hliðarrásunum?
Hvernig tilboð fáum við þessir dyggu viðskiptavinir 365, sem erum í klúbbnum M12? (hef keypt Sýn í 10 ár!)
Enska 1. deildin verður þarna líka og það væntanlega Meistaradeildin líka, annars finnst mér það svolítið loðið með hana, allavega er því haldið fram að gamla Sýn verði áfram á fullu, hvernig sem það mun líta út!?
Enn nokkrum spurningum ósvarað með þetta áður en ég tek ákvörðun!
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.6.2007 | 14:54
Neinei, ekki Bítlarnir!
Of margir, tveir af fjórum, fallnir frá til að það væri raunhægt, sem það var svo ekki mikið heldur meðan John Og George voru enn á meðal vor!
Mér þætti líklegra að Elvis kæmi aftur!
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.6.2007 | 14:36
Endurkoma Zeppelin?
Er meiningin að þessir tónleikar geti svo markað upphaf frekari starfsemi, jafnvel tónleikaferðar víða um heim!Nánast frá því að hljómsveitin hætti eftir fráfall trommuleikarans sérstæða, John Bonhams, hefur orðrómur alltaf annars lagið komið upp um endurkomu og/eða endurreisn, en einungis svo hægt sé að tala um hafa þeir tvívegis að ég man eftir, komið aftur fram sem Zeppelin, á Live Aid með Genesismanninn fræga með meiru, Phil Collins við trommusettið og svo á einum afmælistónleikum Atlantig. Við hin og þessi verkefni hafa þeir þrír og þá ásamt syni Bonhams, Jason, unnið saman (Jason með þeim á afmælistónleikunum áðurnefndu t.d.) en Endurkoma með stóru E, hefur þó líklega sjaldan verið meir til umræðu en kannski nú!
Þarf ekkert að orðlengja það, að þúsundir myndu fagna slíkri endurkonu, en sjálfur veit ég ekki, þetta líkt og með bara t.d. Spice Girls (skammast mín þó hálfpartin að nefna þær í sömu andrá!) snýst eða mun á endanum snúast mikið eða mest um peninga, sem auðvitað flestir hlutir gera, en kannski bara allt of mikið!
En við sjáum hvað setur!
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2007 | 16:39
Gott að búa í Kópavogi...Og gaman!
Þar slást menn um lóðir og hesthús, en hjóla svo og hafa það gott nektarbúllur bæjarins á kvöldin, allavega gera sumir það!
Hér í begurðarbænum nyrðra hafa stóru félögin tvö óteljandi rimmur háð sem þessa. Þar tóku mínir menn í Þór í lurgin á KA-dúllurunum, en ALLTAF og sér í lagi inni á vellinum! Um það sáu hetjur og harðjaxlar á borð við Nóa björns, Árna Stef og Bjössa Vidda sællar minningar!
En svona aulabrögðum utan vallar hjá hinum almenna stuðningsmanni, man ég ekki eftir! Nema að einu sinni tók aðkomumarkvörðurinn Óli Gott sig til og var með smá uppsteit, en pilturinn sá spilaði um hríð með bláa liðinu hér í bæ! Hins vegar hafði hann lítið upp úr krumlukrafsinu svona utan vallar,var bara hent úr stúkunni! Var hann þá sömuleiðis hættur að spila í bænum fyrir nokkru, kíkti sísvona í heimsókn og æsti sig aðeins!
HK fánarnir skornir niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2007 | 11:37
Bull eða besta mál?
En af þeim takmörkuðu kynnum sem ég hafði af poppgyðjunni okkar, þá kæmi mér nú ekki á óvart, að þetta gæti nú samt verið rétt!
En að stelpurófan Brittny fengi hér frið, það er nú önnur saga, þó "neðannekt" þyki nú ekki tiltökumál hér!
Björk býður Britney til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.6.2007 | 00:04
Lengi von á einum!
Það eru forréttindi að vera það og ég var svo ungur þegar það hófst, að mér er fyrirmunað að rifja það upp hvernig það atvikaðist!
En í seinni tíð er ég ekki eins "heitur" en fylgist þó grant með og veit hvað klikkan slær í félaginu svona að mestu leiti! Les svo auðvitað hina frábæru heimasíðu Liverpoolklúbbsins að sjálfsögðu reglulega!
Þessi hugsanlegu og kannski kaup á Fernandio Torres, hafa oftar en einu sinni áður verið í deiglunni og nú hygg ég að það sé "núna eða aldrei"!
Annars væri ég hrifnari ef Argentínumaðurinn Cevez og Frakkin Florent Malouda yrðu keyptir, stórlið á borð við Liverpool hefur ekki síður þörf fyrir skapandi sóknarspilara en "Stormsentera" á borð við Torres!
En víst er að sumir "púlarar" eru að verða svolítið óþolinmóðir í biðinni erftir fregnum af leikmannakaupum.
Ekkert tilboð frá Liverpool í Torres | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.6.2007 | 23:46
Nú er ég hissa!
Hlýtur að vera nánast einsdæmi, ef ekki bara í fyrsta skipti sem það gerist!?
Önnurþeirra var já Gréta Mjöll Samúelsdóttir, íþróttafrétta- og Framsóknarmanns og Ástu B. Gunnlaugsdóttur markamaskínu með Blikum á árumáður m.m., en sjálf er Gréta í landsliðinu nú og hefur gert garðin frægan sem söngkona!
Tvær Blikakonur reknar af velli á sjö mínútna kafla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2007 | 17:20
Þetta fer mest í taugarnar á mér í dag!
1. Hitinn er "bara" 50% lægri í dag en í gæ, 10 í stað 20 stig!
2. Allt of mikið klæddar konur í návist minni, þannig upplifir maður hitalækkun!
3. Menn sem berja dýr, eins og lesa má á bloggi gurrihar!
4. Að sumir aðrir "stórbloggarar" telji sig betur komna á eyju, voru svosem á henni fyrir!?
5. Sprekið í stóra garðinum mínum, það virðist endurnýjast daglega!?
6. Ónefnt útvarpskona á Bylgjunni, sem bara býður Sjálfstæðismönnum og/eða Valsmönnum í heimsókn, hvenær hefur slíkt fólk þótt sértakt!?
7. Glórulausir ökumenn, þeim vonda "þjóðflokki fer sífelt fjölgandi!
8. Íslensk karlaknattspyrna, spyrjið mig ekki hvers vegna!
9. Þorsti, það er að segja Lífsblóms míns. Kann bara ekki að vökva það lengur!
10. George Bush, en það er nú bara orðin gömul klisja!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2007 | 01:08
MERGJAÐUR MASSI!
Hvað getur hugsanlega hreyft við gamlinganum mér sílalegum á sumarkveldi?
FEngið mig til að standa upp úr letinnar ljúfa sessi og sperra eyru?
Hvað getur skafið skítin úr eyrum og skrapað fitu af beinum?
FEngið hárin til að rísa og búk til að brjálast!?
Ekkert nema, ekkert nema...
ALVÖRU MASSI, METAL MASSI,
MÍNUSMASSI!!!
Viðurkenni, að ég var ekki nema svona kurteislega hrifin af frumburði Mínus, Hey Johnny árið 1999.
VAr og er reyndar enn alltaf leiðinlega gagnrýnin á íslenskt rokk og auðvitað ekki að ófyrirsynju, afskaplega misjafnt hvernig til hefur tekist og þá sérstaklega hvað hljóðvinnsluna snertir!
En með "Halldór Laxness" tóku Krummi "Boson" og félagar mig einfaldlega með trompi, líkt og þeir gerðu við svo marga fleiri gamla harðhausa víða um heim!
Auðvitað var stíllinn breyttur, mýkri laglínur komu þar inn á kostnað -Beint-að-augum-Harðkjarna- en það var örugglega nauðsynleg þróun hjá genginu frá tveimur fyrstu plötunum! (Jesus Christ Bobby númer tvö!)
Nú eins og flestir vita, fylgdi svo meiri vegsemd með "Halldóri" tónleikar víða um heim og platan svo endurútgefin með betrumbótum.
Síðustu tvö árin allavega hafa menn svo beðið með eftirvæntingu þess að heyra hvernig næsta skref yrði,hvort þeir gætu yfir höfuð fylgt eftir og bætt við þar sem H.L. skildi við!
Einn maður hefur alltaf í viðtölum nánast lofað öllu fögru með fjórðu plötunni, sagt að það yrði alvöru gegnumbrotið fyrir strákana, engin annar en sjálfur Bo Krummapabbi, skallapoppari Íslands númer eitt og hjartaknúsari, Björgvin Halldórsson!
Veit nú lítið um fögnuð heimsbyggðarinnar, en veit bara að nokkurn vegin það sem segir hér í upphafi gerðist með nýju plötunni, Nothing Whalekinn, er hún kom í hendur og undir geislan fyrir um þremur vikum eða svo!
Áfram grípandi laglínur sem á H.L. en skerpa og viss hráleiki aftur meiri líkt og á fyrstu tveimur plötunum.
ER einfaldlega mun betri plata og heilsteyptari en ég átti von á, já bara hreint út sagt Meiriháttar MASSI!
Nenni ekki að tíunda einhver sérstök lög eða kryfja texta, hlusta bara og hlústa skekin af kjarnakraftinum!
Bil sem nemur pólitisku kjörtímabili, hefur því reynst þess virði og vel það og ég gæti trúað, að þeim sem fannst of mikil "mýkt og væl" vera komið í spilið á H.L. séu sáttari núna!
Niðurstaða: FULLT HÚS!
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar