Sýn 2.

Jæja, þá er þetta að nokkru að minnsta kosti komið á hreint!
Sýn 2 hefur göngu sína 4. ágúst, enski boltinn byrjar svo á fullu viku síðar!
Nýjir áskrifendur þurfa að borga 4000 kall fyrir mánaðaráskrift, en hinir sem bæta við sig Sýn 2 frá 2400!?
Þar liggur einmitt fyrsta spursmálið, sem á eftir að koma betur í ljós, er þetta bara grunngjald, fyrir móðurstöðina, hækkar svo verðiðmeð hliðarrásunum?
Hvernig tilboð fáum við þessir dyggu viðskiptavinir 365, sem erum í klúbbnum M12? (hef keypt Sýn í 10 ár!)
Enska 1. deildin verður þarna líka og það væntanlega Meistaradeildin líka, annars finnst mér það svolítið loðið með hana, allavega er því haldið fram að gamla Sýn verði áfram á fullu, hvernig sem það mun líta út!?
Enn nokkrum spurningum ósvarað með þetta áður en ég tek ákvörðun!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edward Gump

4390 ein og sér án byndingar.  5% afsl ef M12.  Sýn og Sýn2 8890.

Bara enski, ekki neitt annað eins og ég skyldi þetta, þ.e. úrvalsdeildin og 1. deildin

Edward Gump, 27.6.2007 kl. 16:19

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Takk, en á gras.is sá ég áðan, að um úrvalsdeildina, leiki úr 1. deild og Meistaradeildina er um að ræða, um 380 leiki! EF þú ert nýr áskrifandi kostar já tæpar 9000 kr. en fyrir þá em bæta við Sýn 2 borga 2400.

Magnús Geir Guðmundsson, 27.6.2007 kl. 17:43

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Við aðra lesningu, viðist einungis vera um ensku deildirnar að ræa.

Magnús Geir Guðmundsson, 27.6.2007 kl. 18:16

4 identicon

Það er ljóst að ég ætla ekki að gúddera þessa 70 % hækkun, hef engan áhuga á 1 deildinni jafnvel þó hún væri ókeypis.

Þetta fáránlega háa verð sem sett er upp er eingöngu vegna þess að Sýn teygði allt of langt í verði til að ná boltanum frá Enska Boltanum.

Svona er þetta, það verður bara pöbbinn næsta vetur og svo splæsir maður líklega í ferð á leik í Enska fyrir peningin sem sparast við að sleppa Sýn : )

Sorglegt engu að síður.

Hafliði (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 18:32

5 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Mér líst ekkert á þetta.

Er M12 áskrifandi með Stöð 2 og Sýn og er spennt að vita hvað það kostar að vera t.d. bara með Sýn 2 og hætta þá með Sýn. Veistu það nokkuð, mister Magnús?  

Guðríður Haraldsdóttir, 27.6.2007 kl. 23:59

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Skiljanlegt sjónarmið hjá þér hafliði og hjá svo mörgum fleiri,s em keypt hafa Skjásport á grunnverðinu tæplega 3000, en þurfa nú ef þeir hafa ekki líka verið í viðskiptum við 365, að borga tæplega 4400! Mæli þó frekar með íþróttahúsum eða félagsheimilum, þar sem hægt er að koma og horfa, frekar en pöbbunum!

Gurrí mín góða, ef þú vilt hætta með gömlu Sýn, þá held ég að þú sért að fórna Meistaradeildinni! En peningalega held ég að ég hafi skilið Sýnarstjóran rétt í dag, að þeir þeir sem bæta við sig stöðvum borgi 2400 kr. Giska ég á að það sé svona grunngjald svipað og var á Skjásport, þú borgar þannig fyrir Móðurrásina eina, verður að láta þér nægja hana fyrir beinar útsendingar, en sjá aðra leiki sem fara fram á sama tíma, sýnda eftir á.Þú ættir því ekki að þurfa að borga meira ef þú breytir, annað væri rugl!

Magnús Geir Guðmundsson, 28.6.2007 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband