Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Fortíðarþrá sefuð með Blackfoot!

Stundum fyllist ég fortíðarþrá!
SEkk þá niður í gamlar og góðar minningar, græt í laumi fornar ástir með fögrum meyjum hahaha!
En svona til að róa mig niður, sefa grátin, reika ég svona mitt í minninganna óráði inn í herbergið góða, þar sem fjársjóðurinn mikli og stækkandi, plötusafnið góða, er að finna og dreg fram einhvern dýrgripin frá "sokkabandsárunum"!
Bregð honum svo óðar eftir að niðurstaða fæst, undir geislan og fyrr en varir hefur rofað til, grátur sefast og bros færist yfir minn fallega drengjasvip í stað þunglyndisskeifunnar!
Hér í annari færslu hef ég aðeins minnst á eina slíka eðalskífu, sem heldur betur hefur glatt vort gamla hjarta að endurnýjuðum krafti að undanförnu, Siogo, gjörsamlega skotheldur gripur frá Suðurríkjarokksveitinni Blackfoot og sem kom út árið 1983!
Man eins og það hafi gerst í gær, að ég sá og heyrði sveitina í fyrsta sinn, í Skonrokki með sjálfa Eddu Andrésar (fréttaþulu Íslands númer eitt!) við stjórnvölinn!
Þar birtist myndband við góðan smell af plötunni, SEnd Me An Angel, sem varð held ég svei mér þá, töluvert vinsæll hérlendis!
Snaraði sem fljótast út fyrir plötunni eftir þessa miklu upplifun og hef síðan þá verið mikill aðdáandi Ricky Medlocke og Co. SVeitin hafði þá um skeið þegar átt nokkuð svo farsælan feril, en "poppaði" sig nokkuð upp með Siogo, m.a. gekk í sveitina hinn merki Hammondorgelleikari og lagasmiður frá Bretlandi, Ken Hensley, en áður var hann frægur fyrir að vera leiðtogi hinnar góðu rokksveitar og "Íslandsvina" Uriah Heep! Slík "poppun" heppnast sjaldnast vel, en gerði það frábærlega í þessu tilfelli og það svo vel, að mér finnst þessi plata enn sem ný, 24 árum eftir að hún kom út!

Áfram stelpur!

Þetta framtak er að sjálfsögðu til fyrirmyndar og mun áreiðanlega hleypa kappi í marga ungu stúlkuna víða um land, að fá eina helstu hetju íslensks fótbolta í dag, ekkert minna, í heimsókn til sín!
Það er mikill sannleikur í þessu hjá henni með hluti sem verða stelpum og strákum líka til kvatningar að halda áfram í íþróttum. Í dag er slíkt mikilvægara sem aldrei fyrr, aldrei verið meir fyrir börn og unglinga á boðstólnum en einmitt í dag!
Umfjöllun um íþróttir barna og unglinga er og verður aldrei of mikil, en mætti vissulega vera meiri í fjölmiðlum almennt. Stelpurnar þurfa þar oft mun meiri kvatningu og aðhald, það þekki ég úr eigin fjölskyldu, ein minna góðu bróðurdætra spilaði fótbolta allt upp í Meistaraflokk, en hætti svo allt of fljótt eftir að hafa átt sigursælan feril í yngri flokkum og það líka reyndar í handbolta. Meira aðhald og kvatning auk fleiri ástæða, hefði haldið henni lengur að, en því miður hætti hún.
En það þekki ég líka úr fjölskyldunni, að aðrar geta enst fram yfir þrítugt ef því er að skipta, ein önnur minna bróðurdætra landsliðskona í blaki og er enn að komin á fertugsaldurinn!
En í afreksfótboltanum höfum við séð allt of margar stelpur hætta allt of snemma, Karitas Jónsdóttir kemur t.d. upp í hugan, systir Sigga Jóns, sú Skagamær mynti óneitanlega á bróður sinn á vellinum! Og hvað varð svo um stúlkuna sem virtist umskeið vera sú besta og ætti í vændum glæstan feril í Bandaríkjunum,
Rakel Ögmundsdóttir!?
Henni var heldur betur spáðp glæstum frama, en síðasta sem ég heyrði um hana, var hún jú að spila í Bandaríkjunum, en umfjöllunin var ekki um það, heldur að eitthvert ónefnt karlablað vildi fá hana í nektarmyndatökur!
Síðan eru liðin, ja, kannski ekki mjög mörg ár, en nokkur!
En hvað sem því líður, framtíðin virðist mjög björt með íslenskan kvennafótbolta, en samt þurfa menn að vera á tánum, beita aðhaldi, svo margt annað sem glepur.
mbl.is Margrét Lára fer um landið og hvetur fótboltastelpur til dáða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kappaksturshetjan Lewis Hamilton!

Hinn rétt rúnlega tvítugi breski ökuþór, Lewis Hamilton, hefur heldur betur slegið í gegn í Formulu 1! Eiga menn ekki nógu sterk lýsingaroð yfir afrek hans nú þegar auk þess sem þessi þeldökki drengur þykir afskaplega aðlaðandi og hógvær, hefur ekki látið velgengnina stíga sér til höfuðs!

Þótt Hamiltons hinir í narti,
hælana stundum á parti.
Þeirra bara er bestur,
í brautu og mestur
Senuþjófurinn SVARTI!


Regn takk!

Veit ég veit, allir vilja sem mesta sól, hita og þurrk, en ég vil núna fá vinsamlegast rigningu takk! Garðurinn minn er nefnilega að þorna upp, þar með talin blóma- og matjurtaskikinn í einu horni hans! Jújú, gæti svosem alveg vökvað í gríð og erg með hjálp slöngunnar, þarf bara að hreifa örlítið við einni sveif og þá fossar bunan, en ég vil helst að þetta gerist eftir náttúrunnar lögmálum, vatnið, upphaf og endir alls lífs, komi beint að himnum ofan! Bænum við fjörðin fagra og bújörðum ekki síður við hann, veitir ekkert af þessu, sprettan ekki góð og tími heyanna að koma! reynda spáð úrkomu, en bara á víð og dreif heyrðist mér.

Hver er höfundurinn?

EF einhver glöggur og vitur Íslendingur veit hver orti eftirfarandi velþekkta vísu, er sá vinsamlega beðin um að koma því á framfæri í athugasendakerfinu!

Kvennmannslaus í kulda og trekki,
kúri ég volandi.
Þetta er ekki, ekki, ekki,
ekki þolandi!


Okur hjá ELKO?

Hún var athyglisverð fréttin í Sjónvarpinu í kvöld um rosalegan verðmun sem reynist vera á sambærilegum 42 tommu flatskjám, annars vegar hér á landi í ELKO og hins vegar hjá systurverslun í Svíþjóð.
Hérlendis kostar tækið um 210.000 kr. en í Svíþjóð um 13.000 sænskar, sem er um 118.000 ísl. kr.!
Þótt alls kyns kosnaður sé settur á, vegna flutningss og tolla,verður ekki annað séð en að álagningin hér sé langtum hærri en í Svíþjóð!
Skoðaði fréttastofan hvernig það kæmi út að flytja svona tæki inn og var það niðurstaða fréttamannnsins, að hagstæðara gæti verið að flytja tækið inn sjálfur!Kemur mér það nú ekki svo mjög á óvart.
Fyrir rúmum 20 árum byrjaði ég fyrir sjálfan mig og aðra, að flytja inn plötur m.a. frá Svíþjóð.
Það reyndist vera svipað dýrt og að panta plötuna frá Reykjavík hingað norður í póstkröfu, en nokkuð dýrar oftast nær, ef platan hefði verið keypt í verslun hér í bæ.Þessi innflutningsverð (með öllum kostnaði) til eða frá skiptu þó sjaldnast miklu, því oftar en ekki voru plöturnar frá útlöndum, einfaldlega ekki fluttar inn, ekki fáanlegar hérlendis!
Fyrir skömmu bað ég svo góða vinkonu mína að panta eina uppáhaldsplötu frá fyrri tíð, eðalgripinn Siogo með suðurríkjarokksveitinni Blackfoot, fyrir mig til gamans frá Amazon í Bandaríkjunum.
ER skemmst frá að segja, að með öllu, kostaði gripurinn rétt um 2000 kr. komin til mín, að vísu 24 ára gömul smíð, en áreiðanlega á svipuðu sverði og hún myndi kosta hér!
Innflutningur getur því oftar en ekki borgað sig.

Loksins, loksins, loksins!!!

Já, þar kom loksins að því, KR-ingar unnu, en óskaplega var það nú naumt og með heppni!
Tvennt gleður mig, þó ekki sé ég KR-ingur. Jói Þórhalls, sem fékk sína eldskírn og mesta fótboltauppeldi hjá okkur ´Þór, skoraði jöfnunarmarkið, en hann snéri aftur í vesturbæinn eftir að hafa verið þar fyrrum og lent í vægast sagt leiðindamálum! SVo skal það nú tekið fram og til skila haldið, að Jóhann er eins og svo margir aðrir góðir fótboltamenn, ættaður úr Þingeyjarsýslu!
Hitt sem gleður mig við þennan sigur KR-inga er það sem ég hef áður tíundað, aðdáun mín á Teiti Þórðarsyni þjálfara!
Gegnum þennan vægast sagt mikla öldudal, hefur hann alltaf staðið keikur og kurteis mætt í hvert einasta viðtal, nokkuð sem margir aðrir þjálfarar ættu að taka sér til fyrirmyndar!
EFtir öll töpin sem á undan eru gengin, sex ef ég man rétt, hefur vart dottið né dropið af þessum góða syni Akranes, alltaf haldið stólískri ró og haft trú á að ástandið myndi batna.
Og nú gerðist það, gegn hinum ágæta, en oft á tíðum allt of kjaftfora litla bróður, Ólafi og hans lærisveinum í Fram!
SVo er bara að sjá hverju fram vindur, hvort þetta er byrjunin á sigurgöngu, bjartari tíð í vesturbæ reykjavíkur!?
mbl.is Fyrsti sigur KR í Landsbankadeildinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gordon Brown!

Þetta var mér sagt í dag, um hinn nýja forsætisráðherra Breta, Gordon Brown.

Heldur mun spar á að spauga,
spekingur sterkra tauga
Og gjarnan er gætin
er gengur um strætin
enda blindur á öðru auga!


ÉG ER FÍKILL!


Eitt í þessum heimi er mér orðið algjörlega ómissandi.
Án drjúgs skammts af því daglega og við hvert tækifæri, verð ég ómögulegur, afundin, ílla leiður, já, hreinlega ÓHAMINGJUSAMUR!
Nú er svo komið, að það slær flest eða allt út, góðan mat, músík, vín, veiði, knattspyrnu, konur, kynlíf...! !
Ekkert, nei bara alls ekkert jafnast á við það og er nú svo komið að ég telst ekkert annað en fíkill!
LANGT LEIDDUR KAFFiFÍKILL!!!
Og Rauð Rubin eðalblanda skal það vera fyrst og síðast, fjórar skeiðar minnst í blöndu!
haha, þar olli ég ýmsum vonbrigðum, áttuð von á frekari hryllingi, um Hass, Kókain eða Canabi kannski!?
En nei, hef aldrei komist í tæri við slíka dýrð, tókst ekki einu sinni að koma mér á Camel eða WiseRoy!
Drekk ekki einu sinni bjór lengur, kaffið miklu betra með boltanum!
En neinei, látið ykkur ekki detta í hug að ég eigi samt við vandamál að stríða, vaki aldrei lengi á kvöldin, æsi mig aldrei né rífst um nokkurn hlut, meira að segja hættur að leggjast í þungleyndi þegar Liverpool tapar!
Svona virkar fíknin bara vel á mig, annars geðstirðan manninn!
Í morgunsárið raula ég svo þetta gjarnan.

Nú er komin tími til,
að teyga kaffisopa,
gera honum góð já skil,
gretta sig og ropa!


Tvíbent!

Fljótt á litið er þetta nú stórsnjallt. Að minnsta kosti munu margir ungu herrarnir ef að líkum lætur "kitla pinnan" meira heima en á götum úti! Það vona ég allavega. Og skiptir stærðin í því tilfelli litlu!
Hins vegar verða þá ljóðelskir Íslendingar að steinþegja yfir sannleikanum góða, sem færður var í letur eitt sinn og hófs svona.

Lítil typpi lengjast mest...!
Er ég hræddur um, að þessi herferð með fljóðunum færi þá undurskjótt fyrir lítið!


mbl.is Forvarnarauglýsing fyrir neðan belti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband