Loksins, loksins, loksins!!!

Já, þar kom loksins að því, KR-ingar unnu, en óskaplega var það nú naumt og með heppni!
Tvennt gleður mig, þó ekki sé ég KR-ingur. Jói Þórhalls, sem fékk sína eldskírn og mesta fótboltauppeldi hjá okkur ´Þór, skoraði jöfnunarmarkið, en hann snéri aftur í vesturbæinn eftir að hafa verið þar fyrrum og lent í vægast sagt leiðindamálum! SVo skal það nú tekið fram og til skila haldið, að Jóhann er eins og svo margir aðrir góðir fótboltamenn, ættaður úr Þingeyjarsýslu!
Hitt sem gleður mig við þennan sigur KR-inga er það sem ég hef áður tíundað, aðdáun mín á Teiti Þórðarsyni þjálfara!
Gegnum þennan vægast sagt mikla öldudal, hefur hann alltaf staðið keikur og kurteis mætt í hvert einasta viðtal, nokkuð sem margir aðrir þjálfarar ættu að taka sér til fyrirmyndar!
EFtir öll töpin sem á undan eru gengin, sex ef ég man rétt, hefur vart dottið né dropið af þessum góða syni Akranes, alltaf haldið stólískri ró og haft trú á að ástandið myndi batna.
Og nú gerðist það, gegn hinum ágæta, en oft á tíðum allt of kjaftfora litla bróður, Ólafi og hans lærisveinum í Fram!
SVo er bara að sjá hverju fram vindur, hvort þetta er byrjunin á sigurgöngu, bjartari tíð í vesturbæ reykjavíkur!?
mbl.is Fyrsti sigur KR í Landsbankadeildinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki vont að vera með svona Þingeyska minnimáttarkend ?  Aldrei heyrir maður fólk velta sér upp úr því að hinn eða þessi sé ættaður úr Grafarvogi eða af Kleppsvegi og þessvegna sé hann svo fínn náungi og góður í hinu eða þessu.  Fariði nú að hætta þessu eilífa þusi innræktuðu sveitamenn !!!

Traviz (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 22:19

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Haha, margur heldur mig sig!

Og æsa sig, æsa sig, allir "Malarmenn"!

Magnús Geir Guðmundsson, 28.6.2007 kl. 23:33

3 Smámynd: arnar valgeirsson

fór á völlinn með frömurum, orðinn framari þannig. þó alltaf ka maður og leedsari, í gegnum þykkt og þunnt....

þetta var bara ömurlegt og ekki sanngjarn sigur. nú nema þess að KR ingarnir skoruðu tvö en fram bara eitt.

framarar voru betri í 75 mínutur en klúðruðu víti sem er aldrei gott. Björgjúlfur Takefúsa og Jói Þór á bekknum.... KR var lélegt, satt að segja og þurfa að gera betur.

áfram Fram

áfram KA

áfram Leeds

arnar valgeirsson, 29.6.2007 kl. 15:52

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Takk fyrir það Arnar!

J'a, fótboltinn er ekki leikur sanngirni, svo mikið er víst, KR-ingarnir hafa víst verið betra liðið í allavega sumum leikjum sínum, en tapað og nú sne´rist þetta kannski við!

Annars merkilega margir KA-menn sem styðja Fram er þeir hafa flust suður og þó nokkuð margir KA-menn spilað með eða starfað fyrir Fram. Bræðurnir og góðkunningar mínir frá fornu fari, Toddi og Ormar og svo auðvitað frændi minn og skólabróðir, Árni Þór, sem um hríð var í brúnni í knattspyrnudeild félagsins. Þórsarinn Óðin Árna með núna ekki satt? Og svo man ég eftir tóta Áskesl með Fram um tíma. Á móti spilaði Haukur Braga markvörður með KA og STeinar Guðgeirs líka ef mig misminnir ekki. Fleiri auðvitað sem bæði hafa spilað með KA og Fram og svo komu góðir þjálfarar frá Fram í tvígang til Þórs, Jói Atla og Arnar Guðlaugs, Pabbi Ása og varnarjaxlsins í handboltanum, Guðlaugs!

En Arnar minn, það blæs ekki byrlega fyrir þessum þremur liðum þínum, bara agalegt að sjá hvernig komið er fyrir Leeds og KA er ekki í góðum málum í 1. deildinni.

En svo það sé á hreinu, alveg sama um KR, bara fyrst og siðast hrifin að Teiti og hernig hann hefur tekið á ástandinu. Óli er fínn líka, kynntist honum einn dag fyrir mörgum árum, fínn strákur!

Magnús Geir Guðmundsson, 29.6.2007 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 217983

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband