Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Súrt í broti!

Það verður já að segjast alveg eins og er, að tap sem þetta er sérlega súrt í broti, en eldeldgamla sagan endurtók sig bara, að þú vinnur ekki leiki þegar þú nýtir ekki tækifærin!
Einhver 20 skot eða hvað það nú var gegn örfáum og stöðuyfirburðir lengst af auk nægra færa til að sigra leikin eftir atvikum, dugðu nei ekki til, frekar en á sama velli í fyrra þegar United stal sigri á síðustu andartökunum.
En þótt nú mini níu stigum, sem hægt verður að minnka niður í sex ef sigur vinnst í leik sem er til góða, þá er ég enn með þá trú sem gilti í Meistaradeildinni, að spyrja skuli að leikslokum, einfaldlega of lítið búið af mótinu til að leggja árar í bát!
Svo er það bara spurningin með Arsenal og Chelsea, hef enn meiri ´trú á Arsenal, hvernig sem leikurinn á eftir fer!
mbl.is Man.Utd á toppnum eftir sigur á Anfield
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EF svo er, þá er betur heima setið en að stað farið!

Það er vissulega rétt hjá Vg, að ef þessi lög hefðu verið öðruvísi er setja átti til dæmis fjölmiðlalögin íllræmdu, þá hefði reynst nær útilokað að stöðva þau.
En hvort nefndur þingmaður, Atli gíslason, hafi rétt fyrir sér nú um tilgang lagasetningarinnar, ja þá veit ég hins vegar ekki alveg..!

Langsótt er laganna boð
og lítil fyrir þeim stoð
ef þau skuli þýða
og því megi hlýða
Að steinþagna, Steingrímur Joð!?


mbl.is Ekki lýðræðisþreyta heldur málæðisþreyta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hóhóhó, það eru að koma jól og félagi Jens er í fréttunum!

Í hátt á annan áratug höfum við hugsuðurinn og þúsundþjalasmiðurinn Jens þekkst, bæði gegnum tónlistarbrölt beggja af ýmsu tagi og af fleiri ónefndum ástæðum!
VArð mér snemma ljóst að í brjósti hans hafði snemma hreiðrað um sig lítill stríðnispúki eða ári, sem alltaf annars lagið varð að láta á sér kræla! Það hefur hann einmitt að eins gert varðandi þessi skrif hans um birgittu, en þó allsalls ekki með þeim hætti að vera særandi eða persónulegur á neinn hátt! Ýmsir hafa þó reynt að blása þetta upp, gert risastóran úlfalda úr mýflugu satt best að segja, en það hefur nú ekki komið að sök frekar en flest sem Jens hefur strákskapast með!
En svona er þetta bara, sumir eru viðkvæmari en aðrir og það alveg úr öllu hófi fram!
Hér var Jens svo ekki heldur að tala um neitt sem hann hefur ekki vit á, er sjálfur á fullu að markaðssetja slík krem og selja!
Og Birgitta blessunin tók þessu auðvitað létt og af skynsemi, enda ekki nema von, fær góða auglýsingu út á þetta stúlkan svona mitt í því að hún er að basla í útgáfu á fyrstu plötunni sinni undir eigin nafni fyrir jólin!

mbl.is Fannst Birgitta Haukdal of gul
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það á alltaf að spyrja að leikslokum!

Eftir að Liverpool tapaði fyrir Besiktas í Tyrklandi var útlitið vægast sagt dökkt, en þá sagði ég sem fleiri að menn skildu nú spyrja að leikslokum í riðlinum, ekki væri öll nótt úti enn!
Og það gekk sannarlega eftir með þessum flotta sigri í kvöld!
Hitt er svo annað, að annað sætið varð niðurstaðan svo að má við öllu búast í drættinum í 16-liða úrslitin.
Kannski Barcelona, Real Madrid, AC Milan...?
Mótherjinn verður allavega ekki auðveldur, hver sem hann svo verður!
En í kvöld eru "Púlarar" glaðir og reifir!
mbl.is Liverpool lék Marseille grátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Af nýrri línu í nærhöldum"!

Vinur minn einn sveif á mig á förnum vegi um daginn og var aldeilis glaður í bragði. Hafði hann um nokkurt skeið verið að brölta með heildsölu, en ekki gengið sem best. Nú hins vegar sagði hann mér að hann hefði aldeilis dottið niður á snjallræði, væri sjálfur farin að flytja inn vöru sem svo sannarlega væri að slá í gegn!
Og hvað?
Jú, hann sagðist hafa fyrir tilviljun verið að flakka um á netinu er hann fyrir tilviljun fór inn á síðu ónefnds fataframleiðanda í suðaustur Asíu. Þar kenndi ýmisa grasa, en hann hafi aldeilis glennt upp glyrnur er hann sá þessar líka léttklæddu austurlensku blómarósir skarta svona líka sniðugum nnærhöldum!
Nú og hvernig sniðugum?
Jú, sagði hann mér, þær hefðu verið með ýmsum og skemmtilegum áletrunum auk þess að vera einkar snotrar!
-Það var og- varð mér þá hugsað, en sagði upphátt við hann hvort hann ætlaði nú að fara að gerast svo djarfur að keppa við Adam & Evu, Amor og þess háttar verslanir er væru á "neðanbeltismarkaðnum"!?
Neinei, hann hélt nú síður, heldur væri hann nú komin í samband við þennan fataframleiðanda um innflutning á slíkum nærhöldum fyrir konur, en með SÉRÍSLENSKUM ÁLETRUNUM!
Og neinei, ekkert klám vinur sæll, ekkert klám, heldur eitthvað í þessum dúr og taldi svo eftirfarandi dæmi upp um áletranir bæði að framan og aftan um leið og hann skælbrosandi sagði að þetta væri nærhöld til nota við "ýmis tækifæri" sem áletranirnar gæfu til kynna, já alveg "Stórbissness verður þetta vinur sæll" sagði hann svo um leið og hann kvaddi!
Og hér koma dæmi:

Að framan.
-Lokað í dag og næstu daga vegna úrkomu-!
-Flóð í aðsígi-!
Þurkatíð í gangi-!
-Opið hús-!
-Hér er Lífsgangur-

Að aftan:
-Besti vinur mannsins-
-Klappaðu mér-!
-Sá besti í heimi-!
-Bara fyrir útvalda-
Burt með lúkurnar-!

Og eru þá bara örfá dæmi nefnd!
En eins og vinurinn sagði, "Þá verður þetta nýjasta línan í tækifærisklæðnaðinum, bæði heima og í samkvæmislífinu"!


Plata ársins? Kannski, veit ekki!

mugison - mugiboogie.

Ef marka má umfjöllun víða á síðustu vikum, þá er svarið áreiðanlega já, að þetta sé að öllum líkindum plata ársins hjá mjög mörgum!
"Hvaladrápsplata" Krumma og félaga í Mínus er þó væntanlega harður keppinautur miðað við lofsamlega umfjöllun um hana líka í sumar, en gallin bara sá að gleymska grípur stundum "sérfræðingaliðið" sem stundar slíka iðju sem tónlistarskrif, þannig að sumarútgáfurnar hafa stundum hreinlega "týnst" vegna flóðsins á undanförnum vikum, er slík uppgjör fara svo fram oftar en ekki í lok ársins eða í byrjun þess nýja!
En semsagt í rokkdeildinni allavega er þessi þriðja eiginlega einherjaplata Ísfirðingsins og skipstjórasonarins Mugisons, Mugiboogie, án mikils vafa mjög sterkur fulltrúi sem plata a´rsins!(kalla þetta þrriðju plötuna, þó kvikmyndatónlist eftir hann hafi hygg ég komið út á einum þremur plötum allavega, A Little Trip To Heaven og úr Mýrinni eftir Baltasar og Nói albinói eftir Dag Kára!?)
Sannarlega líka komin tími á nýja plötu, örugglega meir en þrjú ár frá öllu æðinu með Mugimama, Is It A Monkey Music?!
Ég krækti í eintak fyrir nokkrum vikum og hef svona sæmilega sett mig inn í gripin, það er að segja svo mikið sem þurfa þótti, því hvað sem sagt verður um hæfileika mugisons almennt sem tónlistarmanns, sem söngvara til dæmis og gítarleikara eða sem sviðsmanns, þá verður tónlistarsköpunin ekki skilgreind sem sú frumlegasta né sú flóknasta áheyrnar!
En sem flytjandi, ekki síst sem söngvari, er hann hins vegar jú um margt sérstæður og það hefur auk líflegrar sviðsframkonu og sérstakrar, auðvitað átt stóran þátt í velgengni hans og vinsældum auk auðvitað tónlistarinnar sem slíkrar.
rótarmúsík er ágæt skilgreining, blúsáhrif með meiru, svona angurværð og rólegheitum í bland. (svona hippakeimur kannski ef það segir eitthvað)
Núna er það bara meira rafmagn, rokk og læti sem einkennir tónlistina á mugiboogie, sem þó ekki hefur skort svosem áður á tónleikum að mér skilst!
Við fyrstu hlustun og nokkuð svo áfram, varð mér oftar en ekki á að brosa, ekki laust við að fortíðarkeimur frægra hetja á borð við Yardbirds, Cream, Hendrix og Doors kæmu þarna saman og svo nær í tíma eitthvað sem minnti mig helst á kanann sérstæða og "Íslandsvininn" John Spenser og sveit hans Blues Explotion!
En veit samt ekki, kannski bara í kunnuglegri tónsmíðaveröld, samt sérstök lagasamsuða og nokkuð svo skemmtileg á köflum!
En "Plata ársins"? Veit nú ekki fyrir mina parta, satt best að segja fleira sem hefur skemmt mér ekki síður og kannski meir!
Nú, kunnugleg nöfn koma við sögu við spilun með mugison á mugiboogie. Djasspíanistin Davíð Þór úr Flís og aldavinur mugisons Pétur Ben eru þar á meðal og svo engin annar en gítarjöfurinn Björgvin Gíslason,s sem blúsar þarna hlutina enn betur upp!
Útgáfan sem slík vekur svo líka nokkra athygli og er greinilega partur af því sem æ meir verður partur af framtíðinni í þeim málum. Listamaðurinn gefur plötuna semsagt út sjálfur, en hefur sér til fullþingis netþjónustu og það ekki rekna af neinum aukvisa, heldur sjálfum Einari Erni, Sykurmola og Smekkleysueiganda!
Gegnum hana er hægt að fræðast meir og kaupa plötuna á tölvutæku formi, en ekki með leiðindaskilyrðum og lásum eins og hingað til mest hefur tíðkast, heldur í fullum gæðum og án skilyrða!
Slóðin er:

grapewire.net.


En STÓRA spurningin er!

Dolly blessunin á sér marga aðdáendur og af ýmsum ástæðum!
Því efalítið vart annað en heiður að vera boðið að leika hana í kvikmynd!
En það sem ég er að hugsa nuna, en má varla segja upphátt er hvort hún Scarlett muni eða sé núna tilbúin að UPPFYLLA hið STÓRA sjónræna hlutverk, að MÆLISTIKA hafi verið sett á þá hlið mála! um leið og hina listrænu, sem hún uppfyllir án minnsta vafa?
Ef ekki, ja þá...?

Nei,engum víst blöðum, um er að fletta,
álits- að leika Dolly er hækkun.
En þyrftekki Scarlett, skvísan sú netta,
að skreppa snöggvast í brjóstastækkun!?

Spyr nú bara svona í einfeldni minni, veit ekkert um "mál" leikkonunnar og gæti nú verið að Dolly drottning hafi farið hina leiðina?


mbl.is Scarlett sem Dolly?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þar kom að því!

Já svei mér þá, þar kom að fyrsta tapi Liverpool, fyrir hinu þokkalega liði reading með Brynjar björn og Ívar Ingimars innanborðs!
Auðvitað mjög slæmt og svekkjandi á þessum tímapunkti að tapa, en um leið eiginlega hálffyndið líka!
Auðvitað þurfti Reading hjálp, lið hafa nú yfirleitt ekki náð að skora hjá þeim Rauðu úr vítaspyrnum í ár nema slíkt hafi komið til, þriðja ef ekki fjórða vítið sem dæmt er ranglega á liðið í vetur!
En frekar slappir voru þeir líka, ekki verður því mótmælt svona framan af allavega, en í heild eru þessi úrslit já eiginlega grátbrosleg!
Einhverjir munu örugglega bölva þeirri breytingu að Hyypia var fjarri, að spánverjin Ardeloa var ekki einfaldlega færður þá í hans stöðu, mistök hjá Benítez, en ég veit nú ekki!
En allavega fyrsta tapið og í fyrsta skipti á tímabilinu sem heil þrjú mörk liggja inni!
En sem í gamalli sögu stendur:
Ekki þýðir að gráta björn bónda, heldur safna liði.. o.s.frv.!
mbl.is Reading vann góðan sigur á Liverpool, 3:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dóri er damur við sig!

SEm gamall góðkunningi afmælisbarnsins og "Bróðir í Blúsnum" fær kappinn árnaðaróskir hér með og að sjálfsögðu tvöfaldar vegna Grammy, sem hann Eyjó skrifar um hér við fréttina!
En Halldór Bragason hefur alltaf verið grallari, ávallt farið út á ystu nöf þess mögulega og látið sér fátt um finnast þótt sumir hafi kannski hneykslast!
Dóri og félagar til dæmis frægir með eindæmum fyrir að spila eins lengi og eins HÁTT og þeir hafa getaðð, svo oftar en einu sinni hefur löggan blessuð verið kölluð til "að skakka leikin"!
Nafnið á gítarnum er svo bara snilld, nákvæmlega í anda eigandans, ögrandi og ekkert slor!
mbl.is Nefnir gítar Múhameð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eiki stendur sig, en...

blaðamaður 24 stunda má vanda sig öllu meira!
Ken karlinn Hensley hefur jú vissulega gripið í gítarinn á ferlinum, en var nú fyrst og síðast Hammondorgelleikari með þessari fornfrægu rokksveit, sem m.a. átti stóran þátt í minni rokkæsku!
Það var hins vegar "litli kassinn" Mick Box sem telst vera GÍTARLEIKARINN í Uriah Heep númer eitt, tvö og þrjú!
Stranglega bannað að klikka á þessu!
Eiki fær hins vegar hamingjuóskir og hefur sjálfsagt skemmt sér vel með skutlunni Charlottu!
mbl.is Eiríkur Hauksson slær í gegn í norsku sjónvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband