EF svo er, þá er betur heima setið en að stað farið!

Það er vissulega rétt hjá Vg, að ef þessi lög hefðu verið öðruvísi er setja átti til dæmis fjölmiðlalögin íllræmdu, þá hefði reynst nær útilokað að stöðva þau.
En hvort nefndur þingmaður, Atli gíslason, hafi rétt fyrir sér nú um tilgang lagasetningarinnar, ja þá veit ég hins vegar ekki alveg..!

Langsótt er laganna boð
og lítil fyrir þeim stoð
ef þau skuli þýða
og því megi hlýða
Að steinþagna, Steingrímur Joð!?


mbl.is Ekki lýðræðisþreyta heldur málæðisþreyta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einhverra hluta vegna standa Vinstri grænir einir á móti þessu frumvarpi.  Svo það getur ekki verið alslæmt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.12.2007 kl. 16:49

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Nei mín ágæta Ásthildur, líkast til ekki. en mér fannst þetta samt ansi spaugilegt að þessu mikla máli væri sérstaklega beint gegn hinum ágæta formanni Vg, sem ég kannast nú við og er fínn maður!

og það varð mér svo að tilefni til að "hnoða"!

Magnús Geir Guðmundsson, 14.12.2007 kl. 21:38

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

Innlitskvitt og knús

Heiða Þórðar, 14.12.2007 kl. 23:16

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Óverðskulduð umhyggja hjá þér, þó ég hafi sem fleiri fýrar stolist til að gaspra inn á síðunni þinni, fröken Þokkafull!

En knúsið var ljúft, þú ert mjúk, hlý og ilmar svo vel.

Ert já falleg, sem auðvitað allar konur eru, en samt sérstök. Ella færi ekki bláókunnugur iðnaðarmaður að stela kossi frá þér svona upp úr þurru eða vitibornir karlmenn eins og við Saxi, að missa stjórn á okkur til orðs og æðis!

Já, kannski ertu af Sírenunum komin eða jafnvel Lorilei endurborin!?

Magnús Geir Guðmundsson, 15.12.2007 kl. 01:08

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Laukrétt Kammerat GV!

Afskaplega vandrataður vegur!

Magnús Geir Guðmundsson, 15.12.2007 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 217997

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband