"Af nýrri línu í nærhöldum"!

Vinur minn einn sveif á mig á förnum vegi um daginn og var aldeilis glaður í bragði. Hafði hann um nokkurt skeið verið að brölta með heildsölu, en ekki gengið sem best. Nú hins vegar sagði hann mér að hann hefði aldeilis dottið niður á snjallræði, væri sjálfur farin að flytja inn vöru sem svo sannarlega væri að slá í gegn!
Og hvað?
Jú, hann sagðist hafa fyrir tilviljun verið að flakka um á netinu er hann fyrir tilviljun fór inn á síðu ónefnds fataframleiðanda í suðaustur Asíu. Þar kenndi ýmisa grasa, en hann hafi aldeilis glennt upp glyrnur er hann sá þessar líka léttklæddu austurlensku blómarósir skarta svona líka sniðugum nnærhöldum!
Nú og hvernig sniðugum?
Jú, sagði hann mér, þær hefðu verið með ýmsum og skemmtilegum áletrunum auk þess að vera einkar snotrar!
-Það var og- varð mér þá hugsað, en sagði upphátt við hann hvort hann ætlaði nú að fara að gerast svo djarfur að keppa við Adam & Evu, Amor og þess háttar verslanir er væru á "neðanbeltismarkaðnum"!?
Neinei, hann hélt nú síður, heldur væri hann nú komin í samband við þennan fataframleiðanda um innflutning á slíkum nærhöldum fyrir konur, en með SÉRÍSLENSKUM ÁLETRUNUM!
Og neinei, ekkert klám vinur sæll, ekkert klám, heldur eitthvað í þessum dúr og taldi svo eftirfarandi dæmi upp um áletranir bæði að framan og aftan um leið og hann skælbrosandi sagði að þetta væri nærhöld til nota við "ýmis tækifæri" sem áletranirnar gæfu til kynna, já alveg "Stórbissness verður þetta vinur sæll" sagði hann svo um leið og hann kvaddi!
Og hér koma dæmi:

Að framan.
-Lokað í dag og næstu daga vegna úrkomu-!
-Flóð í aðsígi-!
Þurkatíð í gangi-!
-Opið hús-!
-Hér er Lífsgangur-

Að aftan:
-Besti vinur mannsins-
-Klappaðu mér-!
-Sá besti í heimi-!
-Bara fyrir útvalda-
Burt með lúkurnar-!

Og eru þá bara örfá dæmi nefnd!
En eins og vinurinn sagði, "Þá verður þetta nýjasta línan í tækifærisklæðnaðinum, bæði heima og í samkvæmislífinu"!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

Hehehe!

Jens Guð, 13.12.2007 kl. 01:34

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jamm félagi Jens, þið eruð ansi skemmtilegir þessir "bissnesskallar" haha!

Ei hefi ég hins vegar neinar frekari fregnir af tilfæti þessu!

Magnús Geir Guðmundsson, 13.12.2007 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 218008

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband