Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Athyglisverð plata systkinasveitar!

Klassart - Klassart

Á undanförnum vikum og mánuðum hefur hljómsveitin Klassart vakið mikla athygli með sinni fyrstu samnefndu plötu og ekki síður með góðum tónleikum sem sveitin hefur haldið til að fylgja útgáfunni eftir!
Meginstoð sveitarinnar og upphaflegu meðlimir eru söngkonan Fríða Guðmundsdóttir og bróðir hennar Smári, sem spilar m.a. á kassagítar, bassa og slagverk auk söngs. Hafa þau verið að dútla þetta saman í ein þrú ár eða frá því Smári fékk litlu systur til að syngja með sér á tónleikum í heimabænum Sandgerði árið 2004! (að mér skilst er nokkuð mikill aldursmunur á þeim, eða átta ár.)
Í dag hafa þau sér til fullþingis fjóra aðra spilara, svo um sex manna sveit er að ræða í dag við tónleikahald. En við gerð plötunnar fengu þau þrjá reynda spilara sér til aðstoðar, Þá Kristinn trommara og Sigurð hammondorgeleikara m.m. úr Hjálmum (sá síðarnefndi sonur rúnna Júll, ef mig misminnir ekki!?) og svo engan annan en snillingin og minn gamla góðkunningja guðmund Pétursson á rafgítar og við "Flöskuhálsfimleika" (Slidegítarleik)
Í greinum um sveitina hef ég séð hana nefnda blúskyns, en það er nú kannski orðum aukið.
tónlistin á þessari þó nokkuð svo seyðandi já og síávinnandi fyrstu plötu er vissulega með nokkrum blúsáhrifum, en meginlínan er nú svona helst lágstemmt popp, sem minnir kannski á sumt sem Led Zeppelin gerðu auk svo áhrifa frá tom Waits og fleirum.
Fríða er býsna litrík söngkona og í heild er þetta hin athygliverðasta plata. Gummi fer alveg á kostum í mörgum lagana, en það telst nú vart til tíðinda með þann dreng er slíkt gerist!
ER bara beðið eftir almennilegri einhverjaplötu frá honum, svo því sé nú skotið hér að!
Sem kunnugt er sló hún Lovísa, Lay Low eftirminnilega í gegn á sl. ári. Mætti segja mér að margur sem féll fyrir henni hafi líka gert það nú fyrir Klassartsystkinunum.
Óneitanlega höggvið um sumt í sama kvérrum og svo sem ekkert heldur við það að athuga!


Bókin mín GEIRAVÍSUR!

Jæja góðir hálsar, þá eru enn ein jólin að nálgast, Aðventan hafin og landin komin á fulla ferð margur hver í undirbúningnum.
Eitt af mörgu samkvæmt venju, er að huga að gjöfunum, sem margur ku nú þegar vera búin að ákveða eða ætlar að gera fyrr en seinna.En auðvitað eru líka margir sem geyma þetta alveg fram að Þorláksmessu og finnst ekkert betur tilheyra en að gera jólainnkaupin þá!
Sjálfur er ég beggja blands í þessu, vil nú orðið vera búin að flestu löngu fyrir Þorláksmessudaginn!
Núnú, fyrir nokkru lét ég mig loks hafa það eftir langa mæðu, að safna saman ýmsum vísum og kviðlingum sem ég hafði þá soðið saman á löngu árabili og gaf út í lítilli en digri nokkuð svo skræðu, sem ég nefndi Geiravísur!
Gekk þessi útgáfa alveg bærilega, hinn ágætasti rómur gerður að henni og seldist bókin nokkuð vel.
Enn á ég þó góðan slatta af eintökum, sem alveg væri í lagi að losna við.
Vanti eitthvert af ykkur alveg ágæta jólagjöf og ekki of dýra, þá má alveg hafa samband og fræðast meir.
Í netfangið hér að neðan má senda mér póst þar að lútandi.

mgeir@est.is

Þessa eldgömlu sjálfslýsingu má meðal annars finna í bókinni.

Magnús heitir maður sá,
er mælir nú við ykkur.
Gjarnan stígur stokkin á,
er stækur hrokagikkur!


Ánægjuleg 9% aukning á skynsemi þjóðarinnar!

Þessi vaxandi andstaða við að breyta áfengissölunni finnst mér bæði ánægjuleg og mjög athyglisverð!
heildstæð og sterk rök gegn sölu á léttvíni og bjór í matvöruverslunum, virðast með þessari könnun, vera sma´tt og smátt að skila sér, þó enn vanti vissulega á að skynsemin sigri að fullu!
Þá er bara að leggjast harðar á árar svo fleiri og fleiri sjái hættuna og að öllum líkindum enn verri afleiðingar af aukinni áfengisneyslu, sem enn meira aðgengi og auglýsing hefði í för með sér með breyttu sölufyrirkomulagi!
Athyglivert er að andstaða eykst með lækkandi tekjum viðkomandi, það gæti hugsanlega gefið til kynna þá ánægjulegu vísbendingu, að fleiri og fleiri geri sér grein fyrir að með breytingunni er líklegra að verð muni hækka, en ekki lækka!
Sömuleiðis vekur athygli, að þó stuðningurinn sé mestur hjá kjósendum Sjálfstæðisflokksins, er hann þó ekki meiri en um 65%! Skynsemin um "meira frelsi, minna helsi"sé ekki bara óskorað og óumdeilt boðorð,er því líka til í drjúgum mæli þar, þó virðist lítt vera í þingflokknum! Aftur á móti eru fylgjendur í hópi kjósenda VG fleiri en ég hefði ímyndað mér!
Staðrendir eins og að karlar séu hlyntari en konur, yngra fólk en eldra og þeir sem drekka meir en hinir sem ekki gera það, koma hins vegar ekki á óvart.
En enn eitt sem vekur ánægju en jafnframt vissa íhugun, er nær helmings meiri andstaða en fyrir fjórum árum við lækkun áfengiskaupaaldursins, sem og að sala á sterku víni annars staðar en hjá ÁTVR komi ekki til greina er yfirgnæfandi afstaða áfram.
Er þetta visst íhugunarefni vegna þess að þar með á áfram að viðhalda mismunun hvað varðar þessi efni, fólk má ganga í hjónaband og telst almennt sjálfráða 18 ára o.s.frv. Væri kannski ekki bara nær fyrst þjóðin er almennt á þessu með aldurinn, að hækka hitt upp í 20 ár frekar en lækka vínkaupaaldurinn?
Væri sjálfur hlyntari þeirri leiðréttingu heldur en á hinn vegin!
hvað sterkara áfengið varðar, þá er þessi áframhaldandi andstaða og mikla að hinu góða, þ.e.a.s. svo langt sem hún nær!
Því nái þetta vafasama frumvarp um sölu léttvíns og bjórs fram að ganga, stendur þjóðin fyrir algjörlega nýju viðfangsefni og erfiðu, að ríkissalan á sterka víninu, grundvellinum fyrir henni hefur verið kippt undan, því hún er svo lítill hluti heildarsölunnar og það hef ég og fleiri reifað rækilega áður!
Þeir sem alls ekki vilja sjá brennt vín í búðunum, en telja sig aldeilis hlynnta bjórnum og léttvininu þar, ættu því aðeins frekar að hugsa sig um og e.t.v. endurskoða afstöðu sína!
mbl.is Þjóðin klofin í afstöðu til sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað ég get sagt um Nýja-Sjáland? (og kannski eitthvað því tengt!)

Jú, þar er höfuðborgin held ég Auckland og eyjan jú hinn stóri hlutin af álfunni kenndri við Eyjar, Ástralía þar auðvitað meginstoðin fyrst og síðast. Nú þaðan kemur eðalgolfarinn Michael Campell, sömuleiðis sem kylfusveinn þess besta í íþróttinni, Steve Williams er þaðan og þénar reyndar meir á aðstoðarmennskunni en Campell á spilamennskunni! Einu sinni var mjög góður fótboltamaður í liði Werder Bremen í Þýskalandi, sem kom frá Nýja-Sjálandi, Winton Rufer. Þaðan er held ég örugglega hin glæsilega óperusöngkona Kiri Te Canava líka upprunnin, en hún er einmitt á leið til landsins að halda tónleika með Garðari Thor Cortes og Sinfóníunni! þangað fór hinn ástsæli leiðtogi Vinstri-grænna, Steingrímur Jóhann Sigfússon eitt sinn sem skiptinemi hygg ég! Þar ku víst vera líka opið og mjög frjálst landbúnaðarkerfi, sem meira lagi er þó umdeilt. Kindurnar þar eru víst eitthvað stærri og öðruvísi á bragðið en okkar!Og síðast en ekki síst, hin elskulega og frábæra tónlistarkona hún Hera Hjartardóttir hefur búið þar ásamt fjölskyldu í mörg ár og þar steig hún sín fyrstu skref á listabrautinni gag m.a. sína fyrstu plötu þar kornung! Þetta svona í fljótheitum get ég gruflað um Nýja-Sjáland og eitthvað því tengt. Hvers vegna er ég að því? Jú, nýjasta bloggvinkona mín, hin mjög svo þokkafulla og aðlaðandi, að ég tala nú ekki um dulúðlega HEIÐA, átti þar heima um skeið og því er ég að blaðra þetta!

heidathord.blog.is

Heiða vílar fátt fyrir sér í sínum skrifum og hefur heillað marga upp úr skónum! Hann Saxa bloggvin minn til dæmis svo hann veit varla hvernig hann á að haga sér, haha! Sagði til dæmis við hann í einni athugasend, að hún þekkti ekki saxa frá saxa né varla bíl frá bíl, en HANN væri flottur! Þá varð mér að orði:

Þetta fannst mér svaka svalt,
í svona líka flottum tón.
En Heiða daðrar út um allt,
ekki bara við Saxafón!

EF einhver vill svo segja meir fróðlegt um eyjuna, má alveg koma því á framfæri í athugasendakerfinu! Er sjálfur örugglega að gleyma einhverju.


« Fyrri síða

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 218008

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband