Athyglisverð plata systkinasveitar!

Klassart - Klassart

Á undanförnum vikum og mánuðum hefur hljómsveitin Klassart vakið mikla athygli með sinni fyrstu samnefndu plötu og ekki síður með góðum tónleikum sem sveitin hefur haldið til að fylgja útgáfunni eftir!
Meginstoð sveitarinnar og upphaflegu meðlimir eru söngkonan Fríða Guðmundsdóttir og bróðir hennar Smári, sem spilar m.a. á kassagítar, bassa og slagverk auk söngs. Hafa þau verið að dútla þetta saman í ein þrú ár eða frá því Smári fékk litlu systur til að syngja með sér á tónleikum í heimabænum Sandgerði árið 2004! (að mér skilst er nokkuð mikill aldursmunur á þeim, eða átta ár.)
Í dag hafa þau sér til fullþingis fjóra aðra spilara, svo um sex manna sveit er að ræða í dag við tónleikahald. En við gerð plötunnar fengu þau þrjá reynda spilara sér til aðstoðar, Þá Kristinn trommara og Sigurð hammondorgeleikara m.m. úr Hjálmum (sá síðarnefndi sonur rúnna Júll, ef mig misminnir ekki!?) og svo engan annan en snillingin og minn gamla góðkunningja guðmund Pétursson á rafgítar og við "Flöskuhálsfimleika" (Slidegítarleik)
Í greinum um sveitina hef ég séð hana nefnda blúskyns, en það er nú kannski orðum aukið.
tónlistin á þessari þó nokkuð svo seyðandi já og síávinnandi fyrstu plötu er vissulega með nokkrum blúsáhrifum, en meginlínan er nú svona helst lágstemmt popp, sem minnir kannski á sumt sem Led Zeppelin gerðu auk svo áhrifa frá tom Waits og fleirum.
Fríða er býsna litrík söngkona og í heild er þetta hin athygliverðasta plata. Gummi fer alveg á kostum í mörgum lagana, en það telst nú vart til tíðinda með þann dreng er slíkt gerist!
ER bara beðið eftir almennilegri einhverjaplötu frá honum, svo því sé nú skotið hér að!
Sem kunnugt er sló hún Lovísa, Lay Low eftirminnilega í gegn á sl. ári. Mætti segja mér að margur sem féll fyrir henni hafi líka gert það nú fyrir Klassartsystkinunum.
Óneitanlega höggvið um sumt í sama kvérrum og svo sem ekkert heldur við það að athuga!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

þarf að hlusta á þessa

Einar Bragi Bragason., 5.12.2007 kl. 10:16

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jájá Saxi, gætir gert margt verra en tékka á Klassart!

Þú sem ert svo mikill áhugamaður um söngkonur og konur almennt haha, gætir sem best hrifist af henni Fríðu þó ekki væri meira!

Magnús Geir Guðmundsson, 5.12.2007 kl. 16:08

3 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Segðu annars finnst mér þú nú gera full mikið úr því....þetta er bara saxinn hehe gerðist ekki hjá Túbuleikara....en ég stend við söngkonu fyrirmyndarpælinguna

Einar Bragi Bragason., 5.12.2007 kl. 21:44

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Neinei, þú ert stórvafasamur, en er sjálfur allt of einfaldur til að skilja þennan mun á saxa og túbu!

Þú ert nú litlu skárri en Jensinn haha, þröngsýnn heldur betur finnst mér og einblínir allt of mikið á krafta sem náð hafa heimsfrægð!

Til dæmis með Ms. Houston, allt morandi í svörtum söngkonum sem ekkert eru síðri eða jafnvel betri og eru, sem skiptir nú meginmáli, að syngja eitthvað annað en nútíma R´n´B leiðindið sem hún hefur mest gert!

Magnús Geir Guðmundsson, 6.12.2007 kl. 15:59

5 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

ekki síðri eða betri....nefndu þær......það eru jú nokkra sem nálgast hana....en hver er þeirra fyrirmynd....jú Houston og Streisand.....

Karl Söngvarar í dag og þá sérstaklega Íslenskir eru nefnilega brennimerktir þvi að þeir hafa ekki sterkar fyrimyndir..........það eru fáir karlmenn sem geta notað röddina sína á jafn ótrúlegan hátt og náð allskonar blæbrigðum eins og þessar dívur............sorrý en bara satt......

Hér á landi eru til flottir kk söngvarar en þeir hljóma voðalega mikið eins..........Maður þekkir Bjögga,Stebba,Egil og eyfa strax úr...enn í yngri deildinni eru þeir voða svipaðir...........vantar meiri karakter í þá ....það er helst Beggi sem er með mikin karakter,

Einar Bragi Bragason., 6.12.2007 kl. 16:15

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Skil þig nú ekki alveg núna félagi! Annars væri þetta nú efni í langar umræður og í mínum huga geta söngvarar til dæmis haft góð séreinkenni sem skapar þeim orðstír og virðingu, en eru kannski ekki með fallegustu röddina né með bestu söngtæknina!

Mér finnst nú einhvern vegin að þú dæmir þessa stráka bara út frá því hvort þú ert á sömu línu og þeir tónlistarlega. Ert dálítið dómharður karlinn haha! Af þessum eldri til dæmis myndi ég nefna Pálma í sömu mund og bo og Egil. Sá fyrrnefndi hefur reyndar sungið svo margt sem hann hefði betur sleppt, að álit mitt hefur dalað mikið á honumgegnum árin! Meðferð hans á íslenskum einsöngslögum til dæmis ferleg mörg hver og hann hefur því miður ekki þekkt sín takmörk þar. (er að tala um á fyrstu Íslandslagaplötunum) Magnús Þór er svo dæmi um söngvara með ótvíræð sérkenni, þó platan þarna fyrir tveimur árum eða svo hafi nú ekki aukið hróður hans sem söngvara!(virðist aftur betri í dag!)

Er sammála þér um Bergsvein, en hann er líka svo vel kvongaður, tengdafaðir hans og ég erum na´frændur, bræðrasynir haha!

Palli poppstjarna ekki mjög ungur lengur, en ef hann hefur ekki sín sérstöku söngeinkenni, hver hefur þau þá auk þess sem röddin er einfaldlega mjög góð!

En þetta með söngkonurnar og almennt um fyrirmyndirnar finnst mér já svolítið takmarkað hjá þér Saxi minn,svo þetta með George Michael t.d. heldur þú að Stebbi hafi haft hann sem einhverja sérstaka fyrirmynd? Og fyrirmyndir Bo? Menn verða nú ekki heldur góðir og sérstakir söngvarar bara af fyrirmyndunum einum saman, þó menn læri auðvitað af þeim að einherju leiti sjálfsagt m.a.

Magnús Geir Guðmundsson, 6.12.2007 kl. 18:28

7 identicon

Maggi eigum við að tala um Íslandslagaplötuna aðeins...

Bubbi j. (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 18:53

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hahaha, okkur langar örugglega báða að rifja upp þá "gömlu og góðu tíð"!?

En blandaðu þér annars endilega í þetta hjá Saxanum, alveg frábær kenning hjá drengnum!

Magnús Geir Guðmundsson, 6.12.2007 kl. 20:19

9 identicon

Hann hefur ömurlegan Bylgjusmekk, eða kellingarsmekk að frátöldum meistara Prima og hana nú, hvaða heilbrigður karlmaður hlustar á þessar leiðindakellingar sem hann er að lofa í hástert, það er ekki nóg að geta sungið ef tónlistin er ömurlega leiðinleg eins og hjá þessum kellingum..sveiattan

Bubbi j. (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 21:20

10 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Úffpúff Björn Jónsson!

Átti von á einhverju en ekki svona rosagusu!

ERum að vísu sammála um inntakið á tónlistinni, þurfum ekki mikið að ræða það, en við skulum ekki blanda heilbrigði til hins verra eða betra í málið, full mikið kannski af því góða!

Nema við séum allir meira og minna "bilaðir"? Þá er þetta svosem allt í lagi!

Magnús Geir Guðmundsson, 6.12.2007 kl. 22:38

11 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

úpps ég gleymdi bara Pálma sorrý með það skamm saxi......Þetta með fyrirmyndirnar var nú að meint á þá yngri.....Bo.Pálmi Egill og þeir höfðu allt annann bakgrunn.......Magnús Þór er ekki með sterkustu söngvurum þjóðarinnar en rétt er það hann hefur sin stíl.....Páll Óskar er ekki með söngstíl sem sker sig úr held td að hann Frómar he he Friðrik Ómar gæti alveg sungið það dót mjög svipað.....

Kæri Bubbi ég hlusta voða lítð á útvarp en já ég er frekar Ameríkusinnaður í tónlist.....Jazz, soul,funk, Disco fara því frekar í spilarann hjá mér er Heavy Metal.......Annars eru Steely Dan mitt band.....

Ef að þú segir leiðindakerlingar um W.Houston og söngvara í þeim gæðaflokki........þá er eitthvað að .....Houston er í sama flokki. og A. franklin,Billy Hollyday; Ella Fitzgerald Nina Simone ofl ofl.....hún er það sem er kallað legend og setti þröskuldinn ansi hátt fyrir þær sem komu á eftir....

Þetta með kenninguna og yngri söngvara er ósköp simpil Því flóknari tónlist sem þú reynir við því betri verður þú......söngkona sem hefur haft W, Houston í eyrunum er sem sagt að hlusta ólíkt flóknari hluti en td kk söngvari sem hlustar á REM...

Louis Prima Rokkar.....bara svo þið haldið að ég hlusti bara á kellingar eins og þið viljið kalla þetta þá er ég F:ZAPPA fan.....J.Tull....og meira og meira......

Einar Bragi Bragason., 7.12.2007 kl. 00:46

12 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hahaha SAxi minn, þetta er nú svona og svona hjá þér, þú varst að útskýra af hverju fleiri stelpur væri áberandi í söngnum en strákar og gafst þessa skýringu með fæð fyrirmynda. Veit nú ekkert hvað þú meinar með öðruvísi bakgrun ef kenningin um fyrirmyndirnar á að standast og þessir herramenn höfðu sannarlega ekki fleiri né betri!Þetta snýst nú bara fyrst og síðast um smekk þinn og annara Saxi minn, til dæmis veit ég að margir yrðu þér afskaplega ósammála hvað varðar Magnús Þór, ekki síst þegar hann var í essinu sínu á "Álfatímabilinu" um og eftir 1980!

Læt nú Bubbanum eftir að slást frekar við þig um Houstonspelpuna, hann er nú ekkert lamb að leika við og margfróður um allrahandatónlist!

Held nú til dæmis að þú hittir hann sterkan fyrir í Djassinum og bara töluvert hressan í sálar- og fönktónlistinni!

En Saxi minn, þetta nýja R´n´B endurtek ég að er hræðilegt fyirrbæri, með því versta sem tónlistariðnaðurinn hefur framleitt! Og

Magnús Geir Guðmundsson, 7.12.2007 kl. 09:18

13 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Nei Magnús vinur minn þetta snýst nefnilega ekki eingöngu um smekk...ég sagði aldrei að Magnús þór væri slæmur söngvari.....en ég myndi ekki ráða hann í hvað sem er...Meistari þetta er borðliggjandi......Ef við tökum bara ísland þá eigum við svo hriklaega mikið af góðum söngkonum að það hálfa væri nóg........Jóladívu tónleikar sem troðfylla hverja kirkjuna fætur annari segja margt........Því miður eru allt of fár góðir kk söngvarar að koma upp....og það sem verst er ..þeir hljóma svo svipað að maður veit varla á hvern maður er að hlusta.

Einar Bragi Bragason., 7.12.2007 kl. 13:26

14 identicon

Saxi minn ég tók sennilega fullstórt uppí mig með þinn tónlistar smekk ég ætla ekki að dæma um hann, þú ert kanski ekki eins þröngsýnn og ætla mætti, og það er nákvæmlega ekkert að því að hlusta á jass, soul og funk, og Steely Dan steinlyggja, er meira efins um diskóið, enda skiptir það kanski litlu máli fyrir mig hvort þú ert þröngsýnn eður ei, væri kanski verra fyrir þig. Maður getur lítið rifist um smekk, ef manni finnst eitthvað skemmtilegt þá bara er það þannig og enginn breytir því, það er kanski verst þegar menn byggja upp fordóma gagnvart hinum og þessum tónlistarstílum já og tónlistarmönnum og fara kanski fyrir vikið á mis við fullt af góðri tónlist, þekki ég það af eigin skinni, en það er merkilegt að maður getur lært að hlusta á allan fjandann ef maður er opinn og móttækilegur. Það er fullt af tónlistarmönnum sem hafa hvorki "fagrar" eða miklar  raddir, né eru sérlega góðir hljóðfæraleikarar, en ná að hrífa mann, hafa þetta "eitthvað" sem erfitt getur verið að útskýra, og svo er það mjög oft á hinn veginn að "góðir" söngvarar og snillingar á hljóðfæri hafa ekki þetta sem til þarf til að heilla, tilfinninguna, sveifluna ,grúfið,  eða hvað menn vilja kalla það, ná ekki til manns, svona getur þetta verið snúið. Varðandi hina fögru Houston þá finnst mér hún bara flytja leiðinlega tónlist, en gaman er að hlusta á forvera hennar þær Ellu sem er ein af mínum uppáhalds, Ninu Simone og Billie sem er kanski dæmi um söngkonu sem er ekki með "góða" söngrödd svona fagurfræðilega séð en nær að hrífa mann. Um jóladífurnar ætla ég ekki að segja orð.

Bubbi j. (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 18:28

15 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Minn góði Saxi, ég sagði heldur ekki að þú hefðir sagt að hann væri slæmur! En veit sem er og man frá þessum Álfatíma ekki síst að mönnum þótti hann mjög góður söngvari og ég hef heyrt marga úr þínum bransa lofsyngja rödd hans, svipað og þú gerir með "þína menn"!

éG sagði ekki heldur að þetta snérist bara um smekk, en það er oftar en ekki ahnn sem ræður för, þú ert að telja upp söngvara sem jafnframt syngja tónlist sem fellur að þínum smekk, en ert svo nokkuð að agnúast út í aðra samanber yngri kynslóðina af strákunum, þar sem mér finnst þú full dómharður. Bendi á eitt athyglivert dæmi, Heimi Ingimars í Luxor, engin aukvisi þar á ferð sá ungi maður og líka ekkert skrýtið, stóri bróðir hans er Siggi nefndur "Kapteinn" sem ég þarf ekki að fjölyrða um að er afburða bæði söngvari og gítarleikari, en hefur gert allt of lítið af því að syngja inn á plötur!

Og enn og aftur, bara brandari að halda því fram að einungis Freddie heitin og G.M. séu helstu fyrirmyndir eða þær einu. Sá fyrrnefndi var afbragð, en hinn verður aldrei nema glanskópía í samanburði og þetta með að "fá í hvað sem er", trúir þú því til dæmis að G.M. yðri einhver alvöru söngleikjastjarna, slíkur persónuleiki sem hann er, nú eða blússöngvari?

Magnús Geir Guðmundsson, 7.12.2007 kl. 19:17

16 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Skeleggur pistill sem oft áður Bubbi, en bara full friðsamur, alltof fljótur finnst mér já að loka kjammanum og fela vígtennurnar haha!

En engu að síður báðir herrar mínir, þakka umræðurnar!

Magnús Geir Guðmundsson, 7.12.2007 kl. 19:20

17 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

he he he ég held að þið gömlu rokhundar verið að fara skilja þða að tónlistarsagan heldur áfram.....G.Michael er snillingur....ég á engan disk með honum en ég get ekki annað en tekið ofan fyrir mörgu sem hann hefur gert....sama má segja um M.Jackson.......

En ef þið getir týnt upp fyrir mig á lista nöfn með frábærum kk söngvurum skal ég fara yfir hann .....tökum bara td síðustu 15 -20 ár.

Einar Bragi Bragason., 8.12.2007 kl. 01:09

18 identicon

Saxi minn G. Mickahel hefur gert ágæta hluti og ég á nú disk með honum þar sem hann bregður sér í hlutverk "krúnersins" og djassar dálítið, tekur bæði gamla standarda og nýrri lög, djassar t.d. upp "Roxanne" með Polis" plata þessi heitir "Songs from the Last century" og hef hlusta mikið á hann, fínn diskur þar mundi ég taka hatt minn ofan fyrir honum væri ég með hatt og "Trillerinn" hans Mikaels J. er klassík, á topp hundrað hjá mér. Sennilega er munurinn á okkur sá  að ég hef mikið breiðari smekk en þú, ég get hlustað á rokk, en líka á flest annað í tónlistarflórunni, byrja ekki að kíkja á merkimiðann, "nú þetta er svona tónlist , þá er best að sleppa því að eyða tíma í hana" Og varðandi það að tónlistarsagan  heldur áfram, sem er vissulega rétt hjá þér, þá held ég að það besta sé komið fram og það sem verið er að gera í dag er bara endurómur af því sem áður hefur verið gert eða tilbrigði, og þá oftast betur. Endur vinnsla á tónlist er gríðarleg og í sárafáum tilfellum tekst betur til, hver er þá tilgangurinn, jú að græða og enginn annar, það er ekkert að því að græða á tónlist, ég vil svo sannarlega að tónlistarmenn geti lifað góðu lífi af tónlist sinni, en það á ekki að vera eini tilgangurinn. Og ég held að enginn hafi verið að halda því fram að þessar söngkonur sem þú hefur nefnt séu ekki góðar, t.d. hefur Christina A. komið á óvart, "Hurt" á nýja disknum er mjög gott og fleira þar á seinni disknum. Ef ég ætii að nefna einhverjar góðar söngkonur sem komið hafa fram á síðustu árum þá man ég í fljótu bragpð eftir Evu Cassidy og Lindu Perry sem söng með 4 non blondes, sem er sennilega frægust fyrir smellinn "Wat´s up" Kveðja

Bubbi j. (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 11:06

19 identicon

Það á að standa bragði

Bubbi j. (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 11:09

20 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Nei Saxi minn, hvorugur okkar Bubba er sérstakur "Rokhundur" né alræmdur og einstrengingslegur Rokkhundur, þótt rokkið renni báðum vel í æðum, en bara auk svo margs annars!

Eins og hann nefnir og ég gleymdi, þá höfum við ekkert sérstaklega verið að gagn´ryna þessar söngkonur sem þú setur á efsta stall, nema hvað að ég sagði að til væru óteljandi fleiri sem stæðu´st henni snúning þótt þær væru ekki endilega þær frægustu! Það er þessi upphafning á þeim og svo ekki hvað síst á Mercury og G.M. sem mér finnst ekki standast.

Þú biður um söngvara og er þá nærtækast að nefna Seattlebylgjuna í rokkinu til dæmis, en eitt af því sem stendur þar upp úr er já hvað söngvararnir í mörgum sveitanna hafa reynst góðir og afgerandi! Vedderinn, Chris Cornell, Layne heitin Staley úr Alice In Chains og Mark Lanegan úr Screaming Trees og svo auðvitað Cobain, þott hann yrði nú seint sakaður um mikla raddfegurð þá þarf nú ekki að deila um hans söngstíl og áhrifn sem hann hafði!

Hversu miklar fyrirmyndir eða ekki, veit bara að þeir og hljómsveitirnar höfðu og hafa um margt enn mikil áhrif og hafa því tvímælalaust verið mörgum fyrirmyndir!Ætli Liam Gallagher hafi svo ekki líka reynst sumum fyrirmynd, að ég tali nú ekki um bono? Hvorugur kannski neinn stórsöngvari sem slíkur, en Saxi margir hafa sannarlega dregið dám af þeim og hér heima sem auðvitað miklu meir um allan heim!

Og varðandi söngkonurnar, þá held ég nú að enn í dag séu stúlkur sem hrífast ekki síður af Janis Joplin heldur en Ellu F. Arethu Franklin að ekki sé nú minnst á W. H.!

Velti til dæmis fyrir mér, eru Sigga vinkona þín og t.d. önnur mun yngri, hún Birgitta, eitthvað áþreifanlega markaðar af þessum fjórum sem þú taldir fyrst? Veit Ekkert um það, en einna helst dytti mér í hug Streisand, hún ber líka fyrir mína parta höfuð og herðar yfir hinar þrjár hvað raddfegurð snertir auk þess að vera miklu fjölhæfari og reyndari stjarna og vitaskuld mun eldri!

hef ekki nema smá hlustað á þessa djasshlið á G.M. dæmi því ekki, en hvernig sem ég ít á og hugsa meir, þá finnst me´r hann ekki standast samanburð við Freddie!Og er reyndar næst að halda að hinn látni söngvari Queen, afi nú verið viss fyrirmynd G.M. Í upphafi man ég svo aftur á móti ekki betur en þeir háskóladrengirnir Freddie, Brian, John og ÞRoger, hafi nú upphaflega og ekki hvað síst stofnað sveitina til að feta í fótspor ofurgoðanna í Led Zeppelin!? Meðal annars allavega, en hvort Plant hafi haft áhrif á Freddie í söngnum man ég ekki eftir að hafa lesið eða haft eftir honum, en ætli sá fyrrnefndi hafi nú ekki haft og hafi eitthvað enn áhrif á íslenska stráka og verið mikil fyrirmynd?

Það held ég nú!

Magnús Geir Guðmundsson, 8.12.2007 kl. 20:17

21 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Bubbi!

Til gamans, þá rifjast upp fyrir mér núna og þú getur nú sjálfur hlustað á úr viðtali Sigga Sverris við þig um árið, að hann spurði þig einmitt um svipaðan hlut hvað varðaði hvort eitthvað nýtt væri enn að gerast eða hvort stöðnun væri í gangi! (eitthvað á leiðina var þetta) Þér fannst það þá alls ekki minnir, svo að ýmislegt breytist á tveimur áratugum eða svo heyri ég!

Magnús Geir Guðmundsson, 8.12.2007 kl. 20:22

22 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Pass...nei nei...Rokkhundar he he ...Aguilera diskurinn no 2 sem þú talar um Bubbi er sennilegast einn af þeim betri sem hafa komið út seinni ár.......Auðvitað átti Janis að vera með þarna Magnús........En mér finnst enginn og mér er alveg sama hversu fúll þú verður Magnús af þessum söngv, sem þú telur upp vera stórsöngvarar.

Sigga er rokkhundur söngkvenna hér á landi ásamt Andreu.....sorrý verð að fara.....hef ekki tíma 

Einar Bragi Bragason., 9.12.2007 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband