Ánægjuleg 9% aukning á skynsemi þjóðarinnar!

Þessi vaxandi andstaða við að breyta áfengissölunni finnst mér bæði ánægjuleg og mjög athyglisverð!
heildstæð og sterk rök gegn sölu á léttvíni og bjór í matvöruverslunum, virðast með þessari könnun, vera sma´tt og smátt að skila sér, þó enn vanti vissulega á að skynsemin sigri að fullu!
Þá er bara að leggjast harðar á árar svo fleiri og fleiri sjái hættuna og að öllum líkindum enn verri afleiðingar af aukinni áfengisneyslu, sem enn meira aðgengi og auglýsing hefði í för með sér með breyttu sölufyrirkomulagi!
Athyglivert er að andstaða eykst með lækkandi tekjum viðkomandi, það gæti hugsanlega gefið til kynna þá ánægjulegu vísbendingu, að fleiri og fleiri geri sér grein fyrir að með breytingunni er líklegra að verð muni hækka, en ekki lækka!
Sömuleiðis vekur athygli, að þó stuðningurinn sé mestur hjá kjósendum Sjálfstæðisflokksins, er hann þó ekki meiri en um 65%! Skynsemin um "meira frelsi, minna helsi"sé ekki bara óskorað og óumdeilt boðorð,er því líka til í drjúgum mæli þar, þó virðist lítt vera í þingflokknum! Aftur á móti eru fylgjendur í hópi kjósenda VG fleiri en ég hefði ímyndað mér!
Staðrendir eins og að karlar séu hlyntari en konur, yngra fólk en eldra og þeir sem drekka meir en hinir sem ekki gera það, koma hins vegar ekki á óvart.
En enn eitt sem vekur ánægju en jafnframt vissa íhugun, er nær helmings meiri andstaða en fyrir fjórum árum við lækkun áfengiskaupaaldursins, sem og að sala á sterku víni annars staðar en hjá ÁTVR komi ekki til greina er yfirgnæfandi afstaða áfram.
Er þetta visst íhugunarefni vegna þess að þar með á áfram að viðhalda mismunun hvað varðar þessi efni, fólk má ganga í hjónaband og telst almennt sjálfráða 18 ára o.s.frv. Væri kannski ekki bara nær fyrst þjóðin er almennt á þessu með aldurinn, að hækka hitt upp í 20 ár frekar en lækka vínkaupaaldurinn?
Væri sjálfur hlyntari þeirri leiðréttingu heldur en á hinn vegin!
hvað sterkara áfengið varðar, þá er þessi áframhaldandi andstaða og mikla að hinu góða, þ.e.a.s. svo langt sem hún nær!
Því nái þetta vafasama frumvarp um sölu léttvíns og bjórs fram að ganga, stendur þjóðin fyrir algjörlega nýju viðfangsefni og erfiðu, að ríkissalan á sterka víninu, grundvellinum fyrir henni hefur verið kippt undan, því hún er svo lítill hluti heildarsölunnar og það hef ég og fleiri reifað rækilega áður!
Þeir sem alls ekki vilja sjá brennt vín í búðunum, en telja sig aldeilis hlynnta bjórnum og léttvininu þar, ættu því aðeins frekar að hugsa sig um og e.t.v. endurskoða afstöðu sína!
mbl.is Þjóðin klofin í afstöðu til sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll vertu,

Ég gat ekki orða bundist því ég kom auga á svo hróplega mótsögn í málflutningi þínum og ég vitna í þig:

,, Þá er bara að leggjast harðar á árar svo fleiri og fleiri sjái hættuna og að öllum líkindum enn verri afleiðingar af aukinni áfengisneyslu, sem enn meira aðgengi og auglýsing hefði í för með sér með breyttu sölufyrirkomulagi!
Athyglivert er að andstaða eykst með lækkandi tekjum viðkomandi, það gæti hugsanlega gefið til kynna þá ánægjulegu vísbendingu, að fleiri og fleiri geri sér grein fyrir að með breytingunni er líklegra að verð muni hækka, en ekki lækka!´´

Af málflutningi þínum að dæma ertu augljóslega bindismaður eða hófsemdamaður við áfengi, í það minnsta ertu forræðishyggjumaður.  Gott og vel.  Forræðishyggjumenn halda því jafnan fram að hátt verð áfengis haldi aftur af neyslu og verandi forræðishyggjumenn þykir þeim slíkt af hinu góða.  Í pistlinum talarðu hins vegar um að hátt áfengisverð komi þeim efnaminni illa. 

Miðað við röksemdarfærslur forræðishyggjumanna, ertu þá að segja að það sé í lagi að þeir efnaminni lendi í áfengisbölinu? Að þeir séu á einhvern hátt þegnar sem ekki þurfi að vernda fyrir skaðræðisvökvanum sem leggur líf heilu fjölskyldnanna í rúst?  Eða, má skilja þig sem svo, að þér finnist þessi staðhæfing forræðishyggjumanna vera kjaftæði og að verð hafi ekki jafn mikil áhrif á áfengisneyslu og margir vilja meina?

 Nú stendur þú fyrir erfiðu vali, annað hvort að hafna þeirri skoðun að  hátt áfengisverð dragi úr neyslu eða þá að þú sért einfaldlega á móti þeim efnaminni. Og svaraðu nú!

Ottó Michelsen (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 21:36

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Sæll sjálfur!

Ég þarf ekki að svara þér neinu um neitt, því spurningin eins og þú setur hana fram sem einhverja af eða á kosti fyrir mig, er reist á einhverjum misskilningi, röngum ályktunum eða hreinlega röngum fullyrðingum!

hver er t.d. mótsögnin og hvar tala ég um að það komi hinum efnaminni verr að áfengisverð sé hátt!?

Þér ma´finnast það sem þér sýnist um mig eða halda sömuleiðis,í góðu lagi, en ætli ég sé meiri "Forræðishyggjumaður" en 35% Sjálfstæðisflokksins til dæmis, gaman væri að fá það upplýst hjá þér fyrst þú getur fullyrt eitthvað um mig á annað borð!?Það er satt best að segja aumkunarvert að hlusta á þetta forræðishyggjumjálm sí og æ í fólki sem ætlast til að tekið sé mark á því

Svo lengi sem þegnarnir ákveða að þeir búi í samfélagi með lýðræðiskjörnu yfirvaldi, svo lengi sem því yfirvaldi verður falið það verkefni af þegnunum að setja lög og reglur, mun eitthvað ALLTAF verða til sem hægt er að kveinka sér yfir og kalla forræðishyggju!

Magnús Geir Guðmundsson, 2.12.2007 kl. 22:41

3 identicon

Þarna fórstu alveg með það Maggi, nú er ég komin á mína gömlu skoðun.

Bubbi j. (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 23:16

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Haha, hefur nú bara gott af svona sveiflu fram og til baka og svo var ég bara "næstum" búin að snúa þér!

Skál í "Braganum"!

(nema að þú sért komin í grænt eins og ég!?)

Magnús Geir Guðmundsson, 2.12.2007 kl. 23:54

5 identicon

Ef þú sérð ekki rökleysuna í málflutningi þínum þá sé ég litla ástæðu til að rökræða við þig.

Ottó Michelsen (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 15:01

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Minn ágæti Ottó!

Þú varst að tala um mótsögn í fyrstunni, sem þú svo þá frekar en nú rökstuddir ekki í neinu og ferð svo núna í staðin að tala um "rökleysu" sem ég kem ekki auga á og því nennir þú ekki að "rökræða" við mig!? Hvaða rökleysu er ég að kasta fram í þessum tveimur setningum sem þú tókst út sérstaklega, hverju er þar yfir höfuð haldið fram eða fullyrt?

Það varst þú sjálfur sem gast ekki orða bundist, ekki bað ég þig að tjá þig!

Þér væri nær að reyna að halda þig við það sem greinin fjallaði fyrst og síðast um, viðbrögð mín við þessari könnun og að mun færri en áður vilja sjá bjór og léttvín í matvörubúðum, í stað þess að asnast svona fram og reyna að gera þig merkilegan á hæpnum forsendum! Öfugt við þig, ætla ég ekki að vera með neinar fullyrðingar um þig eða getgátur, en stíllinn á textanum minnir mig óneitanlega á ungan strák sem er að taka þátt í ræðukeppni, þar sem svona orðabrölt telst sniðugt, slíta til dæmis setningar úr samhengi og búa til alveg nýjan skilning úr þeim, eins og þú gerir einmitt með þessar tvær setningar mínar.

Ættir frekar að reyna að svara því til dæmis, í hverju í raun og veru þitt frelsi sem einstaklings er skert með því að geta ekki keypt bjór og léttvín í matvörubúðum, um hvaða helsi er raunverulega að ræða? Og ekki byrja með tugguna gömlu "Af því ríkið á ekki og af því bara þetta er forsjárhyggja"!

Hingað til hefur ekki einn einasti maður getað svarað þessu með haldbærum rökum!

Magnús Geir Guðmundsson, 3.12.2007 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 218024

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband