Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Samt grautfúlt!

Nei, reynsluboltin Örn segir að ekki dugi að væla, en ég hafði á tilfinningunni að hann gæti komið á óvart og komist áfram.
En 200 metrarnir eftir, gildir það sama með hann og Jakob Jóhann, vonum því það besta.
mbl.is Örn endaði í 35. sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sætur sigur!

Já, það var hann og eftir á að hyggja nær aldrei í hættu eftir að liðið náði fyrst fjögra eða fimm marka forystu upp úr miðjum fyrri hálfleik!
Óþarfa fljótfærni þarna í lokin gaf Rússunum örlitla von, en sem betur fer var munurinn þó alltaf of mikill!
VAka um miðja nótt er því réttlætannleg og svo er bara að taka hressilega á þýsku heimsmeisturunum í næsta leik!
mbl.is Ísland lagði Rússland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonbrigði um vonbrigði!

Ekki hægt að orða það skýrar um frammistöðu okkar tveggja fyrstu keppenda á Ol!
Nú voru sigurlíkur Rögnu að sönnu takmarkaðir fyrirfram, en að þetta færi svona og að hné hennar væri í raun ekki tilbuið fyrir þessi átök er til kastana kom, er bara dapurlegt.
Jakob Jóhann hefur að sögn verið á góðum skrið í undirbúningi sínum fyrir bringusundskeppnina, en eins og hann segir sja´lfur eftir vonbrigði dagsins, að eitthvað hljóti að vera að fyrst hann nær ekki árangrinum nema á æfingum! En hann fær jú annað tækifæri á þriððjudaginn er hann keppir aftur og þá í 200 m. bringusundi.
Næst er það svo ein af stóru stundunum hjá landanum, fyrsti leikurinn í handboltanum gegn rússum hinum stríðsglöðu í nótt.
Ólafur fyrirliði og snillingur með stór orð um að sigur eigi að vinnast, vonandi mun ekki gilda um hann eftir leikin, að "Margur verður af orðum api"!
SVo kemur meira sund í kjölfarið, m.a. hin gríðarefnilega Erla Dögg, en eins og með Jakob gildir kannski mest hjá henni að bæta sig vonandi.(Jakob gæti þó vissulega á góðum degi allavega farið inn í 16 manna úrslit)
Örn kemur þar í kjölfarið og sem ég hef áður sagt,kæmi mér ekki á óvart þótt hann gerði einvherjar rósir!
En ekki meiri meiðslaleiðindi og slíkt, sömuleiðis vonar maður að Guðjón Valur verði í stakk búin að spila allavega eitthvað með gegn Rússunum, svo gríðarlega mikilvægur upp á hraðaupphlaupin og í arnarkerfinu 5+1!
Annars skaust fram smá glott á vörum kjaft vors áðan er sýning á samantekt var hafin frá leikunum í Sjónvarpinu. 'ymsir sérfræðingar eru kallaðir til í hinum ýmsu greinum og það hið besta mál, nema hvað að engin annar en núverandi varaþingmaður B og fyrrverandi Íþróttastjóri RÚV er þar á meðal, Samúel Örn Erlingsson og lýsti hann sinni gömlu keppnisíþrótt blakinu hohó!
mbl.is Ragna slasaðist og er úr leik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lengra - Hærra - Hraðar!

-Olympíuleikarnir í Kína að hefjast-

Stærsta og ein allramerkasta menningar- og íþróttasamkunda mannkynssögunnar, fyrr sem nú, Olympíuleikarnir, verða formlega settir á morgun kl. 12.00 að íslenskum tíma!
Í skugga nokkura deilna um réttmæti og traust í garð gestgjafanna, Kínverja, að þeir hafi ekki staðið við sitt varðandi bætt mannréttindi og að bæta þætti varðandi keppnishaldið, minnka mengun o.s.frv. er þessi mikli viðburður já að hefjast og mun væntanlega draga fram mörg afrek, færa sumum gleði, en öðrum sorg, sem endra nær í sínu stórkostlega sjónarspili!
Íþróttir og pólitík fara aldrei saman, en samt er saga nútímaleikanna því miður allt of mikið mörkuð af deilum slíkum og það svo mjög, a'ð gengið hefur nærri tilveru leikanna.Ekki s´síst var það svo á dögum kalda stríðsins, en sem betur fer stóðu leikarnir þetta af sér þó t.d. leikarnir í Moskvu 1980 og í Los Angeles 1984, hafi verið ílla lemstraðir af deilum Kananna og Sovétsins.
og núverandi forseti Kana, bush, er þessa dagana eitthvað að æmta reiðilega í átt til gestgjafanna, mjög tilhlýðilegt svona nokkrum klukkutímum áður en leikarnir hefjast, en vegna þess að hann ætlaði nú sjálfur að mæta til að skemmta sér (væntanlega) þá passaði karlinn sig á því að blása ÁÐUR en hann kæmi til Kína, en mun væntanlega bara brosa og segja hæ vi "vondu karlana" hina sömu þegar hann svo hittir þá!
Ekki laust við að orði hræsni komi manni í hug, en annars ekki meir um það, þetta átti líka að vera hugleiðing um leikana sjálfa, ekki leiðindin sem í kringum þá skapast.

Fyrirsögnin er auðvitað ein helstu einkennisorð leikanna, þar setja menn ´sér þau markmið að ná lengra, hærra og hraðar í sem víðtækustum skilningi og þá ekki bara til að sigra, heldur að gera þannig sitt besta, bæta sig, en hafa jafnframt í huga önnur orð og ekki síður mikilvæg í huga, að það geti verið mikilvægara að vera með, taka þátt, en endilega að sigra!
og þetta held ég að flestir íþróttamenn geri sér grein fyrir, Olympíuleikarnir eru ekki bara keppni, heldur miklu meira og stórfenglegra fyrirbæri en flestir aðrir viðburðir og það sé sigur út af fyrir sig og heiður að fá að taka þátt í þeim.

En auðvitað eru leikarnir vettvangur hetja og mikilla afreka og þar höfum við Íslendingar bara glettilega margs að minnast!
Fyrst auðvitað silfurpenings Vilhjálms Einarsonar 1956 í Melbourne í Ástralíu, sem ég er auðvitað ekki nógu gamall til hafa upplifað, en hef séð myndir af og gert mér grein fyrir hversu mikið afrek var. Síðan líða nær þrír áratugir, eða til '84 þegar bjarni Friðriks vinnur svo óvænt brons í -90 kg. flokki í Júdó og því gleymi ég nú aldrei! brons Völu í Sydney árið 2000 og fjórða sæti Arnar Arnarsonar í 200 m. baksundi á sömu leikum og sjöunda sæti Guðrúnar Arnar í 400 m. grindahlaupi sömuleiðis gríarlega minnisstæð afrek auk fleiri auðvitað, Þórey Edda í 5 eða 6 sæti í Aþenu fyrir fjórum árum í stönginni og Einar Vilhjálms og Sigurður Einars í 5 og 6 sæti í spjótkasti (Einar að sjálfsögðu sonur vilhjálms Einarssonar silfurverðlaunahafa í þrístökkinu '56) í spjótkasti í Seoul og Atlantaleikunum ef mig minnir rétt.
Afrek Rúnars Alexsanderssonar á bogahesti í Grikklandi þar sem hann komst í úrslitin, að ég tali nú ekki um fjórða sæti handboltalandsliðsins í Barcelona 1992, má svo heldur ekki gleyma að nefna, sömuleiðis mikil afrek hjá lítilli en stórhuga þjóð!

Núna veit ég hins vegar ekki alveg hvað halda skal með árangurinn, vona bara að allir geri eins vel og þeir geti og bæti sig ef til vill og þá er mikils að fagna í sjálfu sér.
Er ekkert bjartsýnn með handboltaliðið, en í ljósi reynslunnar er aldrei að vita og allt getur svo sem gerst. Nái liðið upp úr riðlinum, er sérstaklega spennandi, þá gæti jafnvel lítið ævintýri farið að gerast!
Eina tilfinningu hef ég þó haft síðustu dagana er ég hef hugsað um leikana, er að það kæmi mér ekki á óvart að Örn Arnarson gerði einvherjar rósir, færi jafnvel alla leið í úrslitasund í 100 bak eða 200 til dæmis!

En hvað sem því líður, þá verður mikil og viðburðarrík veisla í gangi næstu vikurnar, sem fáa eða enga á sér líka!
Eiga landsmenn bara að reyna sem best að njóta hennar og fylgjast með fulltrúm sínum sem mest, senda þeim stuðning og góða strauma til Kína!


mbl.is Kínverjar segja allt tilbúið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Löglegt?

Á bloggsíðu sinni, doggpals.blog.is fyrir nokkrum dögum, reifaði Dögg Pálsdóttir lögmaður þá skoðun sína, að þessi gjörð að víkja Ólöfu úr ráðinu, orkaði tvímælis að hennar mati lagalega og gæti því dregið dilk á eftir sér.vitnaði hún í breytta sveitastjórnarlöggjöf og sagði m.a. að ef viðkomandi hefði í engu brotið af sér eða að ekki væri neinn ágreiningur uppi um brottvikninguna, gæti hún vart talist lögleg samkvæmt breytingu sem gerð var á 2004, en áður hefði slík gjörð verið innan laga.
Hún talar þar um sveitastjórnir sem heild að því mér skilst á lestrinum, en talar held ég ekki um borgarráð sem slíkt. (tekur dæmi um að ef allir myndu sitja hjá gæti komið upp sú skrítna staða, að Ólafur sjálfur með sínu atkvæði gæti komið þessu í gegn löglega)
En þetta var semsagt borgarráð, skipað sjö fulltrúm, fjórum frá D lista og þremur frá minnihlutanum, en Ólafur á þar ekki sæti.
Verður nú fróðlegt að heyra viðbrögð við þessu, hvort þetta teljist lögleg og eðlileg framkvæmd og þá hvort ef svo er, einn af fulltrúm minnihlutans hefði þurft að greiða atkvæði gegn breytingunni til að lögmætið megi fyllilega draga í efa, eða hvort hin harða bókun hefur eitthvað að segja í því sambandi!?
mbl.is Skipt um fulltrúa í skipulagsráði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Bjarni Harðar bara ekki meira skáld en Davíð!?

Veit ekki, en þetta er greinilega skemmtileg "saga" frá hinum fríska þingmanni B á Suðurlandi, sem aldavinirnir og samstarfsmennirnir bæði fyrr og nú, þeir Árni og Össur kannast auðvitað ekkert við hvort sem þeir svo í alvöru gera það eða ekki!
En oss þykir þetta nú svolítið fyndið, alveg burtséð frá réttmæti og leggjum svona út frá því.

Nú má segja um Bjarna blessaðan,
að bara tókst að gera margan hissa.
Hann Dabba segir stöðugt stressaðan,
því starfið sé nú um það bil að missa!

Eða þannig!


mbl.is Nýr seðlabankastjóri í vetur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vér örvæntum þó eigi!

Alveg óþarfi líka, bara best að bíða niðurstöðu morgundagsins, vangaveltur eins og he´rna hjá Mogganum um hugsanlega fjarveru fyrirliðans í upphafi deildakeppninnar alls ótímabærar!
En líkt og á sama tíma í fyrra er óneitanlega bjartsýni ríkjandi með "RAuða herin", nú bara enn stærri og sterkari hópur á ferðinni, sem áreiðanlega er kandidat í Englandsmeistaratitilinn í það minnsta!
Koma Keene og Ngog, gera úrvalið af framherjum til að mynda slíkt, að maður verður næstum móður að telja þá upp! Torres, Keene, Kuyt, Voronin, Ngog, Nemeth, auk Babel sem getur spilað frammi auk kantana og eru þá enn allavega einn eða tveir gríðarefnilegir framherjar ótaldir.
Þannig er þetta reyndar með flestar ef ekki allar stöður núna, tveir til þrír mjög sterkir leikmenn, jafnvel fjórir um hituna, samanber miðvarðastöðurnar. (Carragher, Hyypia, Agger og Speel.)
Ef svo fer að Gerrard reynist slæmur í na´ranum, þá er það helst miðjuhjartað sem gæti orðið höfuðverkur nú í upphafi, þó Alonso eins og mig grunaði alltaf kæmi nú sterkur til leiks. Mascheranoog Lucas fjarverandi með OL-liðum Argentínu og Brasilíu og þar verður hinn ungi félagi þeirra á miðjunni ryan Babel líklega einnig með Hollandi.Hinn gríðarefnilegi Spearing gæti þá komið inn (líkt og hann gerði einmitt í kvöld( auk þess sem aðrar lausnir yrðu reyndar til dæmis með Keene hugsanlega eða Benayon, en það verður bara að koma í ljós.
Fyrsta verkefnið er hins vegar að sigrast á Standard Liege, fyrri leikurinn verður á miðvikudeginum eftir viku í Belgíu, en síðari leikurinn á Anfield hálfum mánuði síðar.
En hvernig sem allt velkist, þá er enn eitt spennandi leiktímabilið rétt handan við hornið.
mbl.is Gerrard meiddur af velli í Ósló
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Magga,brosin og elskulegheitin!

Að ályktunum ekki núna hröpum,
en alveg mér það sýnist vera á tæru.
Að brosin hennar Möggu skiptu sköpum,
svo skýjum ofar gestir aftur færu!

Og þetta sýnist mér nú í stórum dráttum hafa gengið eftir já, síðdegis á frídegi verslunarmanna! Og óskum vér þeim hér með til hamingju með daginn!
En mál þessara tveggja kvenna eru að sjálfsögðu tveimur of mikið, en því miður er hættan alltaf á slíku á margmennum samkomum sem þessum, eins og raunar alls staðar alla daga!
En DAníel er ekki Gunnarson, heldur Guðjónsson held ég.
Magga kellan fær annars bara restina af verslunarmannakveðjunni auk sinna samstarfsmanna, hún er sjálf elskulegheitin uppmáluð svo þetta hlaut bara að takast sæmilega, þó aujðvitað ein manneskja ráði samt ekki öllu um hvernig til tekst með svo stóra framkvæmd!


mbl.is Fjölmenni á flugeldasýningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitt vekur sérstaka athygli.

ER nú ekki mikill áhugamaður um skoðanakannanir, fylgist ekki mikið með þeim og tek þeim flestum með góðum fyrirvara. Þessi sem aðrar sem þó eru einna mest athyglinnar virði og vandaðastar, gefa manni ágæta vísbendingu um ástandið í dag, en meiri þýðingu er nú eiginlega ekki að ræða.
Ríkisstjórnin er nú orðin rúnlega ársgömul og hefur á ýmsu gengið hjá henni og einstökum ráðherrum, það hefur nú ekki vantað, auk þess sem hún horfir nú fram á meiri erfiðleika í sínu starfi en þekkst hafa síðan um og eftir 1990. 1999 voru reyndar svipaðar blikur á lofti varðandi til dæmis atvinnuleysi og nokkra óvissu í hagstjórn og þá voru líka gerð þau reginmistök sem nú hafa m.a. valdið áhyggjum, að gjaldeyrisforði Seðlabankans var ekki styrktur og prófessor Þorvaldur Gylfason lagði til, en ekki var hlustað á. En erfiðleikarnir nú eru mun meiri, verðbólga eykst mikið og vandin er samfara svipuðum erfiðleikum víða um heim sem kunnugt er í kjölfar lækkunar á hlutabréfum, olíuverðshækkunum o.s.frv.
Nema hvað, þessi könnun sem flestar aðrar frá því ríkisstjórnin var mynduð, vekur þó m.a. í þessu ljósi helst athygli vegna þess að fylgi S helst og hefur haldist býsna stöðugt og það alveg við kjörfylgið, öfugt við D, sem hefur rokkað nokkuð, en þó dalað meir en hitt sem best sést nú, um 5 eða 6% minna frá kjörfylginu.því er allavega hingað til, eða þetta rúma ár sem stjórnin hefur lifað, ekki staðist hin annars nær bjargfasta regla, að sá flokkur sem fari með D í stjórn gjaldi fyrir það með minnkandi gengi og meðbyr hjá þjóðinni!
Nokkuð já, sem fróðlegt verður að sjá hvort haldist meðan stjórnin lifir. ERfiðleikarnir í borginni eiga að líkum einhverja sök gæti ég trúað, að fylgi D er minna, en þó held ég að það geti ekki verið nema að hluta til.
Annað sem svo nokkra athygli vekur hjá mér, eða væri gaman að vita, er hvernig þessi 11% skiptast á milli stjórnarflokkanna, þ.e. mismunurinn á samanlögðu fylginu sem styður flokkana annars vegar og stuðningsmönnum stjórnarinnar hins vegar.
Þingmenn flokkanna hafa sumir hverjir verið duglegir að tala "út og suður" ef þeir hafa verið óánægðir með gjörðir hins flokksins, þannig að hvernig þetta liggur með kjósendurna væri gaman að vita.
Svo væri gaman að vita hversu mikil eða lítil áhrif úrskurður umhverfisráðherra með umhverfismatið á fyrirhuguðu álveri á Bakka við Húsavík, hafi haft, það mælist nú ekki með hérna hygg ég.
En bara svona léttar pólitískar pælingar á ljúfu og rólegu verslunarmannarhelgarkveldi, aðstæður og ástand á vafalaust eftir að breytast og það í báðar áttir, fram og til baka í næstu könnunum ef að líkum lætur!
mbl.is Fylgi við ríkisstjórn minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýnd veiði, en ekki gefin!

Ég held nú að það megi segja í bæði tilviki Liverpool og Arsenal, bæði Twente og Standard Liege góð lið hæglega gætu gert ensku liðunum skráveifu ef þau mæta ekki einbeitt til leiks og hafa ekki stillt strengina nægilega eftir sumarfríið.
Standard er auðvitað gamla félagið hans Ásgeirs Sigurvinssonar, þar sem hann spilaði um árabil og þroskaðist upp í að verða afburðaleikmaður. Man þetta nú ekki svo gjörla lengur, en held að með Standard hafi austfirskættaði Eyjapeyin Ásgeir unnið allavega einn bikar áður en hann steig næsta skref og fór til Suttgard í Þýskalandi og varða allavega meistari ef ekki bikarmeistari líka, auk þess einu sinni minnir mig að vera kjörin besti leikmaður ársins.
Auðvitað eiga þeir í "Rauða hernum" að vera mun sterkari, en eins eða mesta lagi tveggja marka sigur samanlagt kæmi nú ekkei á óvart eftir góða baráttu belganna!
Flestir aðdáendur Liverpool eru þó nú þegar nær og nær dregur, meir spenntari fyrir ensku deildinni, sem hefði getað unnist á sl. tímabili fótbolta- og mannskapslega séð, en gerðist því miður ekki, en nú á að taka hraustlega á'ðí er markmiðið og kveða í kútin til dæmis orð Owen Hargraves, sem lesa má um hér annars staðar á síðunni, um að baráttan verði númer eitt milli hans liðs og Chelsea!
´Stjórinn Alex Ferguson er reyndar á öðru máli og telur í viðtali fyrir stuttu, að Liverpool og Arsenal verði helstu keppinautarnir.
Við bíðum bara og sjáum til.
mbl.is Stórliðin höfðu heppnina með sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 218060

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband