Vonbrigði um vonbrigði!

Ekki hægt að orða það skýrar um frammistöðu okkar tveggja fyrstu keppenda á Ol!
Nú voru sigurlíkur Rögnu að sönnu takmarkaðir fyrirfram, en að þetta færi svona og að hné hennar væri í raun ekki tilbuið fyrir þessi átök er til kastana kom, er bara dapurlegt.
Jakob Jóhann hefur að sögn verið á góðum skrið í undirbúningi sínum fyrir bringusundskeppnina, en eins og hann segir sja´lfur eftir vonbrigði dagsins, að eitthvað hljóti að vera að fyrst hann nær ekki árangrinum nema á æfingum! En hann fær jú annað tækifæri á þriððjudaginn er hann keppir aftur og þá í 200 m. bringusundi.
Næst er það svo ein af stóru stundunum hjá landanum, fyrsti leikurinn í handboltanum gegn rússum hinum stríðsglöðu í nótt.
Ólafur fyrirliði og snillingur með stór orð um að sigur eigi að vinnast, vonandi mun ekki gilda um hann eftir leikin, að "Margur verður af orðum api"!
SVo kemur meira sund í kjölfarið, m.a. hin gríðarefnilega Erla Dögg, en eins og með Jakob gildir kannski mest hjá henni að bæta sig vonandi.(Jakob gæti þó vissulega á góðum degi allavega farið inn í 16 manna úrslit)
Örn kemur þar í kjölfarið og sem ég hef áður sagt,kæmi mér ekki á óvart þótt hann gerði einvherjar rósir!
En ekki meiri meiðslaleiðindi og slíkt, sömuleiðis vonar maður að Guðjón Valur verði í stakk búin að spila allavega eitthvað með gegn Rússunum, svo gríðarlega mikilvægur upp á hraðaupphlaupin og í arnarkerfinu 5+1!
Annars skaust fram smá glott á vörum kjaft vors áðan er sýning á samantekt var hafin frá leikunum í Sjónvarpinu. 'ymsir sérfræðingar eru kallaðir til í hinum ýmsu greinum og það hið besta mál, nema hvað að engin annar en núverandi varaþingmaður B og fyrrverandi Íþróttastjóri RÚV er þar á meðal, Samúel Örn Erlingsson og lýsti hann sinni gömlu keppnisíþrótt blakinu hohó!
mbl.is Ragna slasaðist og er úr leik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Himmalingur

Svona er lífið stundum kúturinn minn! Ekkert grín að vera Íslendingur á stundum! Ég er búinn að krossleggja alla fingur sem tær og liggja á bæn vegna Ísland v/s Rússland!

Himmalingur, 9.8.2008 kl. 17:12

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

haha og ekki veitir af þínum bænum Hilmar minn, nema hvað að þær gætu orðið strax að engu í "flugtakinu" frá þér vegna lýsisbrækjunnar!?

En við vonum jú það besta með handboltan og allt annað sem á eftir kemur.

Magnús Geir Guðmundsson, 9.8.2008 kl. 17:17

3 Smámynd: Ingvar Þór Jóhannesson

Mér finnst þetta leiðinleg skrif hjá þér um Rögnu. Ættum kannski að sýna meiri virðingu íþróttastelpu sem hefur lagt gríðarlega mikið á sig, náð frábærum árangri og er búinn að komast á Ólympíuleika og æfa og breyta sínum leik með slitið krossband.  Það er einfaldlega þannig að hún hafði ekki tíma til að fara í aðgerð því þá hefði hún ekki komist á leikana. Ragna hefur fært griðarlegar fórnir og æft meðan aðrir sprella og ég held að þú, ég og aðrir plebbar sem engum árangri höfum nokkurn tíma náð í neinu og gerum aldrei ættum að taka hattinn ofan fyrir Rögnu í stað þess að vera með einhver "vonbrigða" skrif.

Ingvar Þór Jóhannesson, 9.8.2008 kl. 20:12

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þú misskilur þetta allt Ingvar ÞóR, VONBRIGÐI MÍN ERU EINMITT VEGNA ÞESS AÐ ÉG HEF FYLGST MJÖG VEL MEÐ Rögnu, er mikill aðdáandi hennar og taldi hana til dæmis eiga meir skilið á sl. ári að hljóta útnefninguna Íþróttamaður ársins frekar en Margre´t Lára Viðarsdóttir!

Vonbrigðin liggja í því einmitt að hún skuli ekki hafa uppskorið laun erfiðisins og að hún skildi svo meiðast í ofanálag í leiknum svo hún gat ekki klárað hann!

Átt að hugsa þig svo aðeins betur um þegar þú skeiðar út á ritvöllin, veist ekkert um hvort ég hafi eða hafi ekki stundað íþróttir og jafnvel unnið til verðlauna, en það er nú raunin þótt í smáu sé og fyrir löngu!

Magnús Geir Guðmundsson, 9.8.2008 kl. 20:39

5 Smámynd: Ingvar Þór Jóhannesson

Já já við höfum örugglega báðir unnið til verðlauna en förum seint á Ólympíuleika. Þú meinaðir þetta örugglega vel en orðaðir kannski ekki nógu vel en ég trúi að þú meinir vel. Góðar stundir.

Ingvar Þór Jóhannesson, 9.8.2008 kl. 21:19

6 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Það er naumast viðkvæmnin í ykkur strákar. Hún Ragna var að tjá sig í sjónvarpinu og er bara þakklát fyrir að hafa komist á leikana. Óþarfi að taka umræðunni illa því það er alveg víst að einhver hefur orðið fyrir vonbrigðum að sitja heima þegar slasaður leikmaður er sendur og þetta nokkuð fyrirsjáanlegur endir. Alveg víst að þetta var einskis óskastaða. Ég er alveg brjáluð yfir orðum þínum um átrúnaðargoðið mitt Ólaf Stefánsson. Nei nei ég er að grínast við þig en ég dýrka þann íþróttamann þó ég hafi aldrei hitt hann eða viti neitt um hann nema handboltaafrek hans. Ég ætla því að krossa allt sem krossað get  fyrir leikinn í nótt ...brjóst, læri, fingur, tær.. nefndu það bara...  kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 9.8.2008 kl. 21:26

7 Smámynd: Ingvar Þór Jóhannesson

Hvað meinarðu? Það er ekki HÆGT að senda neinn annan. Í badminton og fleiri íþróttum er farið eftir stöðu á heimslista og Ragna er sú eina í badminton sem VANN SÉR rétt. Því var hún eina sem gat farið og ekki hægt að senda neinn annan í staðinn!

Ingvar Þór Jóhannesson, 9.8.2008 kl. 21:47

8 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég held að Ingvar ætti að fá sér róandi fiskuzúbu & slaka á 'capz/lock'.

Það er þjóðleg hefð fyrir því að senda íþróttameiðzl á Ó.L. & ekkert undan því að kvarta núna frekar en áður þegar einhver einarinn villtizt þangað.

Þetta kostar líka bara okkur skattgreiðendur smotterí & ég sé ekki eftir evru...

Steingrímur Helgason, 9.8.2008 kl. 22:13

9 Smámynd: Ingvar Þór Jóhannesson

Ég er alveg rólegur kúturinn minn, nota bara CAPS til áherslu....svona rétt eins og þú notar 'Z'. 

GÓÐAR ztundir ;-)

Ingvar Þór Jóhannesson, 9.8.2008 kl. 22:21

10 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ingvar minn Þór!

Get ómögulega séð að orðalagið mitt hafi verið svona óskýrt, en látum það nú vera. En þetta er rétt hjá þér, að Ragna þurfti að standast langa þolraun og uppfylla erfið skilyrði til að ná inn á leikana, en það er nú samt skiljanlegt það sem hin glaðbeitta kvinna hún Kolla er að fara og grallaraspóinn STeingrímur er að gantast með, það er gagnrýnivert í augum sumra og hefur sviðið sumum er heima hafa setið, er eigi alls heilir keppendur hafa samt farið á leikana. Þannig var það til dæmis með Jón Arnar tugþrautakappa á sl. leikum held ég örugglega.

Mín kæra Kolla!

Er ekkert viðkvæmur, er bara að orða það sem flestir hafa hugsað um að þetta voru gríðarlega mikil vonbrigði og þá einmitt vegna þess hve miklu var til kostað og mikið á sig lagt!En mikið rétt, stelpan bar sig stórmannlega, en hefur áreiðanlega grátið inn í sér!

En haha, fer nú að hugsa ýmislegt er krosslögð brjóst eru nefnd, hljóta þá allavega að vera ígildi handbolta að stærð og ummáli í það minnsta!?

En Ólafur þinn Heimspekingurinn sem hann er, var semsagt ekkert að skafa utan af því fyrr í vikunni, í viðtali við mbl. minnir mig og talaði um að þeir ættu að rúlla eða bruna yfir Rússana!

En hjá þér Steingrímur hefur já greinilega verið glatt á hjalla í gær og dag, gætir ella ekki gantast svo glatt með myntina haha!

Magnús Geir Guðmundsson, 9.8.2008 kl. 22:46

11 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Steingrímur er nú samt meiri stílisti heldur en þú Ingvar!

Magnús Geir Guðmundsson, 9.8.2008 kl. 22:48

12 identicon

Núna stendur yfir leikur Króata og Spánverja, staðan rétt í þessu kl.  02.11 er 26 - 24 fyrir Króata. Guðjón Valur verður ekki með gegn Rússum og ég gef lítið fyrir yfirlýsingar Ólafs Stefánssonar, hann hefur verið með svona yfirlýsingar áður. Og þær ekki staðist. En ég óska þþeim svo sannarlega góðs gengis.  Ísland best í heimi.

Hulda Elma Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 02:15

13 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Takk fyrir það Hulda, við vonum bara það besta!

Magnús Geir Guðmundsson, 10.8.2008 kl. 03:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband