Vér örvæntum þó eigi!

Alveg óþarfi líka, bara best að bíða niðurstöðu morgundagsins, vangaveltur eins og he´rna hjá Mogganum um hugsanlega fjarveru fyrirliðans í upphafi deildakeppninnar alls ótímabærar!
En líkt og á sama tíma í fyrra er óneitanlega bjartsýni ríkjandi með "RAuða herin", nú bara enn stærri og sterkari hópur á ferðinni, sem áreiðanlega er kandidat í Englandsmeistaratitilinn í það minnsta!
Koma Keene og Ngog, gera úrvalið af framherjum til að mynda slíkt, að maður verður næstum móður að telja þá upp! Torres, Keene, Kuyt, Voronin, Ngog, Nemeth, auk Babel sem getur spilað frammi auk kantana og eru þá enn allavega einn eða tveir gríðarefnilegir framherjar ótaldir.
Þannig er þetta reyndar með flestar ef ekki allar stöður núna, tveir til þrír mjög sterkir leikmenn, jafnvel fjórir um hituna, samanber miðvarðastöðurnar. (Carragher, Hyypia, Agger og Speel.)
Ef svo fer að Gerrard reynist slæmur í na´ranum, þá er það helst miðjuhjartað sem gæti orðið höfuðverkur nú í upphafi, þó Alonso eins og mig grunaði alltaf kæmi nú sterkur til leiks. Mascheranoog Lucas fjarverandi með OL-liðum Argentínu og Brasilíu og þar verður hinn ungi félagi þeirra á miðjunni ryan Babel líklega einnig með Hollandi.Hinn gríðarefnilegi Spearing gæti þá komið inn (líkt og hann gerði einmitt í kvöld( auk þess sem aðrar lausnir yrðu reyndar til dæmis með Keene hugsanlega eða Benayon, en það verður bara að koma í ljós.
Fyrsta verkefnið er hins vegar að sigrast á Standard Liege, fyrri leikurinn verður á miðvikudeginum eftir viku í Belgíu, en síðari leikurinn á Anfield hálfum mánuði síðar.
En hvernig sem allt velkist, þá er enn eitt spennandi leiktímabilið rétt handan við hornið.
mbl.is Gerrard meiddur af velli í Ósló
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 218059

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband