Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Fórnarlambið Ólafur!

Mér er enn í fersku minni er Ólafur F. Magnússon, var nánast í beinni útsendingu hrakin úr Sjálfstæðisflokknum með háðsglósum og frammiköllum er hann reyndi að réttlæta sín sjónarmið í náttúruverndarmálum á landsfundi flokksins.Fyrir þetta uppskar hann mikla samúð og flaut meðal annars auðvitað inn aftur í borgarstjórn í sérframboði ekki löngu síðar.
Með hjálp fleiri afla´, m.a. Íslnadshreifingarinnar, endurtók svo Ólafur leikin aftur í sl. kosningum og við þekkjum svo gjörla framhaldið, Alla þessa yfirdrifnu framvindu, bullið og vitleysuna sem dunið hefur á reykvíkingum!
Þetta er nú bara enn eitt innleggið í það allt saman,þá viðleitni Ólafs að því er virðist að upplifa sig enn sem eitthvert fórnarlamb vondra afla!
Í ýtarlegri frásögn í blaðinu, meir en hér greinir, koma þó slíkar ásakanir að ha´lfu hans í garð Helga, að jaðrar nú við meiðyrði eða atvinnuróg!
Ásakar Hann um að vera óheiðarlegan og tengir svo þá ásökun við læknismenntun sína, sem verður ekki öðruvísi skilið en að hann dragi heilsufar Helga í efa!
Er þá bleik brugðið satt best að segja í ljósi alls sem gekk á síðla vetrar með Ólaf sjálfan og sannarlega bága heilsu hans um hríð.
Og aðrar ásakanir hans og orð í þessu spjalli minna eiginlega líka á frávita fótboltaþjálfara að tjá svekkelsi sitt eftir stórtap og horfandi á það að vera líklega sparkað úr starfi fyrir vikið!
Í senn ömurlegt og sorglegt verð ég að segja.
Helgi Seljan vissulega kappsamur og kannski á stundum um of, en líkt og í írafárinu með Jónínu Bjartmars, á hann hygg ég ekki skilið slíkar dylgjur sem hér eru bornar á hann.
Ólafur er sannarlega sinn eigin gæfusmiður sem borgarstjóri og ef hann þolir ekki KASTLJÓSIÐ sem því fylgir að gegna embættinu í fyllstu orðsins merkingu, ætti hann að drífa í því að standa upp og kveðja!
En svo er það hitt, að D listaliðið situr uppi með þetta sem fyrr og ber að sjálfsögðu sína ábyrgð og kann ef til vill líka að þurfa að gjalda fyrir það!
mbl.is Ólafur: Boðaður á fölskum forsendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband