Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Raunir Rauða hersins!

Svona fór um sjóferð þá!
Það borgar sig greinilega ekki að vera betra liðið í fyrri leiknum verðskulda eins eða tveggja marka sigur, en færa svo andstæðingnum jafntefli á silfurfati á lokasekúndunum!
Það sannaðist í leiknum í kvöld og sigurinn telst nú líkast til sanngjarn þegar á heildina er litið, öfugt við það sem gerðist fyrir átta dögum!
En svona er nú mörgum innanbrjósts núna!

Bitur, sár, já feykifúll,
fylgismaðurinn nú er.
Ílla lágu Lifrarpúll,
launar gjafmildin þar sér!

En ég spáði Chelsea sigri, en átti vissulega von á sigri fyrst kom til framlengingar. Smá spenna þarna eftir 3-2, en því miður...


mbl.is Chelsea í úrslit í fyrsta sinn eftir 3:2 sigur á Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það skildi þó aldrei vera!?

Ja, ég ætla nú ekki að ganga svo langt að fullyrða það, en pínulítið freistandi er að láta nú ímyndunaraflið aðeins fara á glug!

Elda slökkva, okkur er jú tamt,
þar æfingu að fá er nokkurt mál.
En við leitum ekki langt yfir skammt,
af litlum neista verður oft sinubál!

Eða þannig!


mbl.is Sinueldur við slökkvistöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já, hafðist með herkjum!

Jæja, þetta hafðist já hjá Manchestermönnum, gegn fallandi stórveldinu Barcelona, sem í skemmstu máli sagt hefur átt afleita leiktíð og vinnur ekkert, má þakka fyrir ef það heldur þriðja sætinu í spænsku deildinni.
Og nú er jafnframt ljóst að það verður alenskur úrslitaleikur þetta árið, spurningin bara hvort það verði Chelsea eða Liverpool sem fljúga líka til austurs.
Spurning sömuleiðis hvora Manchestermenn vilja, sumir hugsa sér gott að hefna sín á Chelsea eftir laugardaginn, ég tala nú ekki um ef þeim tekst ekki að vinna deildina aftur, en aðrir vilja sjálfsagt fá Liverpool, gengið verið svo gott gegn þeim á sl. árum.
Ég spái því að Chelsea fari áfram og vinni svo í Moskvu, en held mig jafnframt við að "Rauðu djöflarnir" hafi það af að verja Englandsmeistaratitilinn!
Þeir hafa heldur ekkert gott af lfeiri bikurum og ef Liverpool nær sigri á Chelsea, þá vinna þeir bikarinn í sjötta skiptið!
Djúp og gáfuleg greining finnst ykkur ekki?
mbl.is Scholes skaut Man Utd til Moskvu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leitt fyrir kantmanninn knáa úr Firðinum, en spurningin er...

...Hverja unnu Reggina og hvernig?
Það bara vantar í þessa blessuðu fregn!
En, ég held að andstæðingarnir hafi verið frá "Ostaborginni" með meiru, Parma og úrslitin hafi orðið 2-1 eftir að Parma komst yfir!
Spurning um að senda Mogganum reikning fyrir þetta!?
mbl.is Emil kom ekkert við sögu í sigri Reggina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þannig fór það´já!

Þótt Chelsea hafi ekki tapað í rúm fjögur ár á Stanford Bridge, átti ég nú von á jafntefli frekar eða sigri United fyrst þeir héldu svona vel haus í Barcelona í vikunni á vellinum stóra þar. En eins og mig minnir fyrir leikin við Portmouth í bikarnum sem tapaðist líka voru Fergusynir og hann sjalfur með ýmsar yfirlýsingar um að þeir væru nú aldeilis á því að éir gætu nu unnið þrefalt eins og '99! Nú voru menn ósparir á að tala um hve yrði æðislegt að vinna í dag sem nánast tyggði þeim þá titililinn, en tapa svo bara!Framvindan auðvitað United nokkuð í óhag og Chelsea voru nú sterkari lengst af, en án Króatans spiluðu þeir nú án þess að fá á sig mark á Spáni svo þetta átti nú ekki að vera neitt alherjaráfall að missa hann út af.
og fleira mætti tína til. En hygg nú að þeir rauðu þarna séu enn í mun betri stöðu, þurfa jú bara að vina þessa tvo leiki gegn West Ham og Wigan, sem þó er auðvitað ekki sja´lfgefið. Fyrirfram ættu þeir þó að geta gert það auk þess sem útileikur Chelsea í Newcastle verður áreiðanlega mjög erfiður.
Óneitanlega komin spenna í þetta þó ég sé hins vegar ekki, sem ég segi, mjög trúaður á að United kluðri þessu alveg.
Þá verður það hins vegar hlutverk Liverpool að taka Chelsea í gegn eftir helgi í Meistaradeildinni, hver veit nema að það rætist!?
mbl.is Chelsea sigraði Man Utd, 2:1, og liðin jöfn að stigum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú hugsa ég í hálfkæringi. - SViðssetning, annar þáttur!?

SViðsetning eða ekki sviðssetning?
Talaði Lára hin léttfætta í gamni eða alvöru?
Í hálfkæringi eða ekki í hálfkæringi?

Ég hef ekki minnstu hugmynd um það og vil eiginlega ekki vita það!

En samt get ég haldið áfram að spyrja svona út í loftið, já inn í mér hugsað í hálfkæringi!

Er Denna Sævarr alvara að Lára sé maður að meiri?
Er hún í raun og veru að axla einhverja ábyrgð?
hafi Lára sviðsett þennan fyrsta þátt farsans "Í stuði á Stöð 2" er þá Denni Sævarr núna að sviðpsetja annan þátt hans?

Ég bara veit það ekki, nei hef ekki minnstu hugmynd um það!

EN..

..það er ekki útilokað, ómögulegt, út í hött eða alveg galið, þegar maður gerir það sem ég geri núna, hugsa upphátt, að álykta að svo sé!
Kannski hafa menn bara notað daginn í dag í æðstu salarkynnum 365 miðla til að hugsa málið í rólegheitum og fundið þetta út!?
Svona væri bara best að láta þetta líta út, Lára segir upp, Denni tekur við uppsögninni og mælir góð og viturleg orð í leiðinni, en jafnframt hefur hann og ahns yfirmenn fundið annan bás handa Láru í staðin sem hún muni setjast í þegar um hefur hægst og allir meira og minna búnir að gleyma þessu!
Ásættanlegt fyrir alla og allir sleppa sæmilega frá óskaddaðir frá ósköpunum!?

Kannski, já kannski er þetta svona, en kannski bara alls ekki!?

Ég hef bara ekki hugmynd um það og vil ekki vita það, ég er jú bara að hugsa í hálfkæringi og þarf ekki að axla neina ábyrgð!

Eða hvað?


mbl.is Steingrímur Sævarr: Lára er maður að meiri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljúft, en blikur á lofti varðandi vorið!

Já, ljúf þessi litla fregn um kríuna og komu hennar einmitt með sumardeginum fyrsta!
Gefur þetta mér tilefni til að rifja upp litla vorvísu.

Í mér vakin viss er þrá,
á vorsins kveldi hlýju.
Að svífa létt um loftin blá,
í líki einnar kríu!

Mjög ljúft já, ekki vantar það, enenen, nú eru víst blikur á lofti, sem reyndar eru strax farnar að gera vart við sig, spáð er bara svaka bakslagi næstu daga, frosti og éljagangi!?
Reyndar er það gömul saga og ný, að brugðið geti til beggja vona og bara vonandi að þetta verði ekki langvarandi eða endurtaki sig ekki.
En um svipaða stöðu tjáði maðurinn sig í limru fyrir margt löngu.

Hvert fór vorið sem var?
Við spurningu heimtum við svar!
Það sem glæst okkur gladdi,
í gærkvöldi kvaddi
Horfið veg allrar veraldar!

En enn og aftur,

Gleðilegt sumar!


mbl.is Krían kom með sumrinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já, það er komið sumar!

Hérna norður í landi heilsar sumarið með sönnum glæsibrag, glaðasólskin verið í dag og hitin yfir 10 gráðum!
Þá mun hafa frosið saman í nótt, sem þjóðtrúin gamla segir okkur að boði gott!
Síðasta sumar var fyrir stóran hluta landsins svo, þannig að ég bind vonir við að réttlætinu í þeim efnum verði sanngjarnt skipt einnig í ár.
Hitt og þetta hef ég annars pjakkurinn sett saman um árstíðarnar, þar með talið um sumarið og þá misjafnlega alvöruþrungið eins og gengur!

Sumarið er sælutíð,
svona alla jafna.
Meðan engin meyja fríð,
Magnúsi vill hafna!

Og þetta á einmitt vel við um daginn í dag.

Leikur um mig loftið tært,
lungun taka við sér.
Já, gott er nú að geta nært,
"gamla tankinn" í sér!

Gleðilegt sumar!


mbl.is Vor í lofti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klúður, en svona er nú fótboltinn!

Það gerðist hérna sem maður óttast svo oft í svona mikilvægum leikjum, þitt lið er sterkara, nær forystu, ætti að hafa getað skorað annað mark, en missir svo leikin niður í jafntefli á síðustu stundu!
Torres eða Gerard fengu ekki mörg tækifæri og raunar voru þau fá í heildina í leiknum, en sá fyrrnefndi hefði þó hæglega getað skorað tvö mörk. Svo kemur þetta slysamark í andlitið á manni, en sem ég sagði, einhvers staðar aftarlega í meðvitundinni blundar alltaf sú hugsun að þetta geti og muni jafnvel gerast!
En góðir hálsar, kannski voru forlögin að borga Chelsea örlítið til baka þegar þau færðu liðinu þetta makalausa jöfnunarmark áðan, af manni sem átti ekki að vera þarna og hefði ekki leikið ef meiðsli heðfu ekki komið til, því fyrir þremur árum bjargaði Jamie Carragher ævintýralega frá Eiði Smára á lokasekúndunum þannig að Liverpool fór áfram og vann svo meistaradeildina!
Hitt er vo annað mál, að þetta er ekki búið og ég er sannfærður um að mínir menn hafa ekki sagt sitt síðasta í þessari rimmu!
mbl.is Riise skoraði sjálfsmark og tryggði Chelsea jafntefli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú sverfur til stáls!

Mikið rétt hjá fyrirliða Chelsea, Torres og Gerard verða þeim mikið kappsmál að stöðva, en þá viljum vér vona að aðrir rísi upp, geri ekki minni usla þegar áherslan er á þá tvímenninga, t.d. hinn ungi Babel ætti að geta það.
Tveggja marka sigur er það sem svona fyrirfram væri krafan hjá þeim rauðklæddu fyrir seinni leikin, en maður veit þó svo sem aldrei hvað dugir eða á hverju maður getur átt von!
En að yfirvinna Chelsea í þriðja skiptið á fjórum árum og síðan taka "helvítis dolluna" í framhaldinu, væri auðvitað mikil snilld!
mbl.is John Terry: Verðum að stöðva Torres
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband