Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Jú ritstjórn, en ekki ritskoðun!

Fylgdist nú með og tók örlítið þátt í þessari umræðu um helgina. EFnislega dæmi ég ekki þessa síðu SS, fór einungis að mig minnir einu sinni inn á hana og hugnaðist þá lítt það sem ég las, en finnst nú að það hafi ekki beinlínis Múhameð eða Islam verið umfjöllunarefnið í því tilviki. Hef þó séð ýmsar tilvitnanir af síðunni og þær sem og annað efni hennar hafa semsagt orði til þess að henni var lokað, efnið sé líkast til brot á lögum.
Umsjónarmenn Moggabloggsins og höfundur síðunnar hafa að vísu ekki alveg verið samstiga um framvinduna hvað varðar lokunina, en í kjölfarið fór þessi mikla umræða í gang þar sem hátt hefur verið hrópað ritskoðun, ritskoðun!
En auðvitað er ekki um lsíkt að ræða þegar það er jú á hreinu að lögfræðingur eiganda bloggsins hefur kveðið upp úr með að um að yfirgnæfandi líkur séu á lögbroti auk þess sem kvartanir og það víst síendurteknar benda til að reglur bloggsins hafi sem lsíkar verið brotnar um velsæmi og fyrirhyggju í skrifunum.
EF um alvöru ritskoðun hefði verið að ræða, eins og ég hef lært að skilja það hugtak, þá væri Mbl. með innra eftirlit sem fyrirfram kæmi í veg fyrir einhver ákveðin skrif, leyfði ekki einhver ákveðin umfjöllunarefni og jafnvel einstaka orðanotkun!
(um slíka alvöru ritskoðun má finna dæmi um í sögunni allt frá Sovietinu í austri til Amrikkunnar í vestri og allt þar á milli!)
SS birti öll sín skrif hins vegar án slíks eftirlits og þau hafa lesið og höfðu ótalmargir áður en gripið var í taumana og það sem ég vil kalla Ritstjórnarúrræðum beitt.
Forsvarsmaður bloggsins segir reyndar að þetta sé ekki heldur ritstýring og auðvitað stýrir hann og hans lið ekki skrifunum sem slíkum frá degi til dags, en þessi aðgerð sem og þær sem notaðar eru stundum við að rjúfa tengingu við fréttir, hljóta að teljast til ritstjórnar.
Svo nefndi líka hinn knái kappi og frændi minn Árni Matt. það líka þegar þeir rufu tengingu á sl. ári við eina smá grínfærslu hjá vinkonu minni Helgu Guðrúnu hinni kotrosknu í Bretlandi, sem var auðvitað létt rugl að gera, en sem slíkt var þetta jú ritstjórnaraðgerð, ekki ritskoðun!
Sjálfur lenti ég svo í því sama og var þó sárasaklaus, en vitandi um þetta vald sem og mig svipti þetta ekki nætursvefni, þá gerði ég engin læti út af því.
En auðvitað má deila um hvort bloggarar eigi ekki að fá rökstuðning þegar þeim finnst ómaklega að sér vegið, en það er nú efni í aðra pælingu.
En hérna í þessu mikla deilumáli finnst mér allavega ekki hægt að tala um ritskoðun.
Og smá vit á ég líka að hafa á þessu, var viðloðandi blaðamennsku og í tæpan áratug.
mbl.is Óánægja með lokun umdeilds bloggs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann á afmæli í dag!

Jamm, garmurinn sem nokk svo telst skemmtilegur á köflum og fær hrós fyrir sitt blaður, á fæðingarafmæli í dag!
Nú verður gaman að sjá hversu bloggvinirnir eru sannir, kíkja í heimsókn eður ei og skilja eftir tilheyrandi kveðjur og hamingjuóskir!?

Lítill, magur, lifnar bragur,
ljúfur þó er ríms við slagur.
Verði hagur, vænn og fagur,
vors- og afmælis nú dagur!


Raddir í garðinum!

Bók með þessum titli skrifaði einmitt einn af "Thorsurunum", hann frændi minn Thor Villhjálmsson fyrir nokkrum árum og átti þá áreiðanlega við þennan nú mjög svo umtalaða garð við hús móðurafa hans Thors Jensen, eða það held ég. bókin sú arna fjallaði þó hygg ég ekki svo mikið um garðin eða móðurgarðinn yfir höfuð, heldur miklu frekar um föðurhelmingin og þeirra arfleið austur á Brettingsstöðum á Flateyjardal, þaðan sem faðir skáldsins, Guðmundur Vilhjálmsson átti ættir að rekja (og þaðan sem ég sauðurinn á líka að sækja mínar rætur í móðurættina)
Æ, þetta er annars enn eitt bölvaða vandræðamálið í Reykjavík og staðfestir sýnist mér veikleikan og jafnvægisleysið sem ríkir með stjórnarliðið þar.Eina skoðun hafa menn í dag, en aðra á morgun með þetta og hvað eigi að ákveða, svipað og með þetta hörmulega REIdæmi allt saman! Fyrir ekki of mörgum árum urðu þáverandi minnihlutasitjarar alveg æfir og margur borgarbúin sömuleiðis, er úthluta átti núverandi vatnsbaróninum, en þáverandi plötukaupmanninum með meiru, Jóni Ólafssyni reit í Laugardalnum. Allt varð já vitlaust og verja skildi þennan græna reit dalsins með oddi og egg í almenningshagsmunaskyni eins og það hét. Peningakallinn átti ekki að fá slíka fyrirgreiðslu fyrir meintan stuðning við þáverandi meirihluta, eins og þáverandi minnihluti bollalagði m.a. um!
Ekki veit ég hvort þetta er nú alveg sambærilegt við málið nú, garðin fagra við Fríkirkjuveg 11, en svona úr fjarlægð er einhver samhljómur. Legg samt engan dóm á þetta og nú sem í fyrra tilfellinu, hafa báðir sjálfsagt eitthvað til síns máls.
Bara hið besta mál annars að stofna svona hollvinaklúbb, öllum líka frjálst að gera það.


mbl.is Stofna hollvinasamtök Hallargarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jákvætt!

Já, út af fyrir sig jákvætt og segir manni að samkynhneigðir karlar allavega hérlendir sem og aðrir sem leita ævintýra hjá ónefndum kvennastarfstéttum á vissum stöðum í útlandinu eða bara eru kærulausir um hvernig þeir "sletta úr klaufunum", eru fáir eða heppnir þá eftir atvikum hvað varðar sárasóttina. En margt fleira að varast eins og fram kemur, m.a. lekandafjáran auk svo auðvitað HIV smits. Nei, aldrei of varlega farið í náttúrunnar- og nautnaglímutökunum! Áður fyrr tengdi maður slíka sjúkdóma fyrst og siðast við sjóara og slíka ferðalanga er keyptu sér glaðning á þá tíðum ferðum til erlendra hafna að selja fisk. En nú er öldin önnur og enngin maður með mönnum, eða svo gott sem, sem ekki hefur ferðast út og suður um allar heimsins trissur! Þeim mun meiri ástæða því til að "passa pinnan" og "sitt dýra skaut"! En svona mun þetta já hafa gerst allavega forðum daga.
EFtir heita nautnanótt,
napurt oft er gengið.
Margur hefur sárasótt,
í "Sæluhúsum" fengið!
mbl.is Engir greindust með sárasótt á síðasta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

xp reynst mér vel!

Búin að vera með xp nær allan þess líftíma já og það reynst vel í stórum dráttum! Auðvitað eins og flest eða allt frá Microsoft, götótt reifi sem sí og æ hefur þurft að staga í og bæta, einstök verkfæri eins og Internet Explorer líka almennt verið tilvalin skotspónn harkara, en mörg forrit skrifuð fyrir Windows en frá öðrum framleiðendum, mörg hver reynst alveg ágætlega með xp, ýmis brennslu- og hljóðupptökuforrit til dæmis sem og mörg jaðartæki og þeirra hugbúnaður sem ég hef notað.
Er þetta na´nast hrein hamingja miðað við hitt og þetta í Vista, sem auk atriðana sem talin eru upp í fréttinni hefur svo ekki síðast þegar ég frétti fengið uppfærslu á ýmsu sem MS boðaði til dæmis hraðari ræsingu kerfisins og fleiri agnúum!
Vonandi fær xp að halda sér fram að Windows 7 allavega, sem svo hamingjan má vita hvort verður eitthvað betra eða eftirsóknarverðara fyrir tölvunotendur á MS línunni en Vistagarmurinn!?
Á mitt eintak af Vista, en vil ekki setja það upp nema stuðningur við viss forrit sé fyrir hendi, sem reyndar lítur nú ekki út fyrir að verði.
mbl.is Hvetja Microsoft til að taka Windows xp ekki af markaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rosaslagur!

Vonir Arsenal um titilinn fuku þarna út í veður og vind, en Man. Utd. steig stórt skref í átt að honum! Nú er Chelsea eini keppinauturinn, sex stigum á eftir en á leik inni.
Meistaraheppni kannski á ferðinni, bæði lið fengu fullt af færum og markverðirnir Lehman og Van De Zar í aðalhlutverkunum! Jafntefli hefði e.t.v. verið sanngjarnt, en sanngirni er bara ekki til oftast nær í fótboltanum.
En verulega slæm vika fyrir "Stkytturnar", ekki verður nú annað sagt og engin titill þrátt fyrir að liðið hafi lengst af þótt það besta á tímabilinu!
En spurt skal að leikslokum!
mbl.is Hargreaves tryggði United sigur með glæsimarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur ekki á óvart!

Samúel í sæluvímu,
segist vera í þingsins skaki.
Enda hefur grunn úr glímu
og gutlinu með Þrótt í blaki!
mbl.is Nýtur hverrar mínútu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vorvísutetur!

N'u held ég að ei lengur sé um að villast, vorið er smátt og smátt að fikra sig til okkar, allavega eru ýmis teikn á lofti um það hérna hjá mér í fagra höfuðstaðnum í norðri!
vinkona mín á Ísafirði, hun Ásthildur Cdsil var líka að sýna ótvíræða vorboða í kúlunni sinni fyrir vestan á sínu bloggi í gær, svo þetta er já allt að koma smátt og smátt og það jafnvel þótt enn geti auðvitað kulað og muggað úr lofti!
Setti litla vorvísu hjá vinkonunni góðu fyrir vestan í gær, orta upphaflega fyrir nokkrum árum, en núna örlítið breytta.

Hagurinn okkar nú hlýtur að vænkast,
er hlýnar í veðri og oftar skín sól.
Senn heilsar vorið og grundirnar grænkast
og gleðin í hjörtum kemst aftur á ról!

Og blessuð sólin hefur já glennt sig nokkuð hérna í morgun og á vonandi eftir að gera mikið af slíku á komandi vikum og ma´nuðum!


Soundspell sigruðu!

Þau mjög svo ánægjulegu tíðindi bárust mér í gær, að ungherjarnir í kveintettinum Soundspell hefðu farið alla leið í tónlistarkeppninni International Songwriting Competition í Ameríku, borið sigurorð af á þriðja hundrað keppinautum í þessum flokki!
Stundum er sagt að upphefðin komi að utan og það hafa tónlistarmenn á borð við Björk, Mínus, Sigur rós og Mezzoforte reynt áður m.a. og nú semsagt Soundspell líka!
Strákarnir vissulega vakið athygli sl. tvö ár til dæmis fyrir fyrstu plötuna, Ode to An Umbrella á síðasta ári, en kannski ekki eins mikla og þeir hafa átt skilið.
En nú mætti ætla að breyting yrði á.
Þessi keppni er annars mikið fyrirtæki og dómararnir voru ekki af lakara taginu, heimsfrægir listamenn á borð við tom Waits, Rokkfrömuðin gamla Jerry Lee Lewis, Frank Black (aka Black Francis úr the pixies) og Robert Smith söngvara The Cure!
Verðlaunin voru svo af ýmsu tagi m.a. drjúg skólavist í virtum einkatónlistarskóla í Boston!
Innilegar hamingjuóskir til strákanna, virkilega ánægjuleg tíðindi, sem væntanlega munu hvetja þessa ungu menn og vonandi fleiri til frekari dáða!

Stríðinu lokið..SIGUR!

Vá!
Rosalegri þriðju orustu við Arsenal lokið og svakalega sætur sigur vannst!
Mikil dramatík síðustu 10 mínúturnar eða svo og það verður að segjast að Arsenal hefði alveg getað náð þessu líka!
En nú tekur enn ein rimman við Chelsea við í undanúrslitunum og það verður nú heldur engin barnaleikur, ónei!
Tvívegis hafa liðin mæst á sl. þremur árum og Rauði herin haft betur í bæði skiptin.
Hvað gerist nú!?
mbl.is Liverpool og Chelsea sigruðu og mætast í undanúrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband