Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Akranes er æði!

Já, ég hef sagt það áður og segi það enn, Akreanes er æðislegur bær! Þar er lognið sjaldnast kjurt á sínum stað. Þar er bolti meir elskaður en brjóst af karlmönnum. Þar er "Kútter" enn talin aðalfleytan til fiskveiða. Þar er heita vatnið kaldara en annars staðar. þar spila menn frekar á gítar og syngja á bæjarstjórnarfundum en röfla um tölur við bæjarstjórann. Þar eru fleiri "Stútar" undir stýri en í flestum öðrum bæjarfélögum.þar býr hún Gurrí, glaðværasta gellan á Moggablogginu af öðrum ólöstuðum! En eins og það væri nú ekki nóg!

Já, ýmislegt skemmtilegt skeður,
í Skagans yndæla heimi.
þar eru nú válynd veður
og viltir rónar á sveimi!


mbl.is Villtist í miðbæ Akraness
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyndin fjárútlát!

Eitthvað hafa menn að undanförnu já verið að fetta fingur út í þetta, óþarfa flottræfilsháttur og fínerí á æðstu ráðamönnum nú þegar syrt hefur í álin og nauðsynlegt að ganga á undan með góðu eftirdæmi og allt það!
Nenni nú sjálfur ekki að nöldra mikið út af þessu, má auðvitað gagnrýna þetta og spyrja hví og hvrsu nauðsynlegt þetta NATObrölt er, en rengi svosem ekkert þessar tölur sem þarna eru nefndar og fyrst við erum enn í þessu þá bara kostar það sitt.
En það má brosa og spyrja líka til dæmis hvað þurfti nú Inga jóna Skagastúlka að þvælast þarna með karli sínum Haarde, getur hann eða þá hún ekki verið aðskilin yfir nótt þó ekki væri meira!?
Nú, svo er það þetta með sætin sem buðust fjölmiðlunum og forsætisráðuneytið mátti ekki "framselja"!?
Í fyllstu merkingu orðsins verður þetta jú réttur skilningur, en hingað til hefur nú hugtakið að framselja þýtt að eitthvað sé látið af hendi til einhvers annars án þess að vera nýtt, eða það hef ég nú haldið!
En þetta gæti kannski verið svipað og þegar eitthvert "Möppudýrið" í kerfinu tók upp á því að "úthýsa" öllum fjáranum í einhverjum reglum eða útboðsgögnum, en fram að því hafði nú hugtakið þýtt að reka einhvern á dyr eða eitthvað í þeim dúr!
En hvað sem því líður, þá er það sömuleiðis heldur broslegt að Moggin megi ekki borga sitt sæti. Ætli hann megi þá ekki bara gefa ríkissjóði upphæðina sem kosnaðinum við sætið nam, varla er það nú bannað líka?
En við svona tækifæri kemur kannski upp löngun sem annars er ekki fyrir hendi að vera stjórnmálamaður, finnst nefnilega svo skrambi gaman að fljúga og með svona "klassa" væri náttúrulega toppurinn haha!
mbl.is Þotuleigan var 4,2 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Happastig!

Nei, þetta voru ekki tvö töpuð stig nema í óeiginlegri merkingu, Unitedmenn mega vera ánægðir með eitt stig þegar á heildina var litið!
Chelsea og reyndar Arsenal líka, eiga því enn góða möguleika, eins og stjóri þeirra benti á í gær og varð svo samspár um að United fengi ekki þrjú stig í leiknum í dag.
mbl.is Man. Utd missti af tveimur stigum á Riverside
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Millileiksjafntefli - Manchesterliðar glotta við tönn!

Sannkallaður millileikur, orusta númer tvö af þremur hjá þessum liðum og víst er að liðsmenn Rauða hersins eru ánægðari með úrslitin en FAllbyssuskytturnar!Líkur hinna síðarnefndu því að verða sáralitlar á titlinum og verða eiginlega engar hygg ég ef Man. Utd. fagnar sigri í dag! Þá bara spurningin hvort Chelsea heldur áfram að elta.
Á þriðjudaginn verða Lundúnaliðsmenn hins vegar ef eitthvað er, enn erfiðari ef svona fer í dag, Meistaradeildin þá þeirra eina von um titil.
Ansi spennandi þriðjudagskvöld framundan!
mbl.is Aftur 1:1 hjá Arsenal og Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hannes vill tryggja eftir á!

EFtir að hafa barist með kjafti og klóm gegn hverju og einu einasta orði sem á hann var hallað varðandi þessi makalausu ævisöguskrif og nú fyrir skömmu þrátt fyrir alla baráttuna, verið dæmdur í Hæstarétti, er karlinn ekki alveg endanlega af baki dottin!
Ónei, eftir að hafa nú sloppið með skrekkin varðandi Háskólan fengið bréf frá rektor sem snuprar hann vissulega en á ósköp formlegum nótum svona, "Skammskamm Hannes litli, skammskamm, ef þú gerir þetta aftur færðu ærlega fyrir ferðina" var hann bara eftir atvikum brattur í Kastljósinu og rembdis sem ahnn gat að sýna yfirbót og eftirsjá!En það tókst nú ekki alveg ef fólk hefur hlustað grant, til dæmis ætlaði hann jú að læra af þessu blessaður "fyrst Hæstire´ttur túlkaði lögin svona og dæmdi hann sekan"!?
Átti þá rétturinn að mati Hannesar eftir allt saman að geta dæmt öðruvísi? Honum hlýtur að finnast það þrátt fyrir orðin um að hann ætlaði að læra af þessu, öðruvísi verður nú kappinn ekki skilin.
Og svo var það þessi dæmalausa yfirlýsing um að endurskrifa ævisögurnar og gefa þær aftur út!?
Hvaða heilvita manni er ekki sama um þó hann gerði það?
"Þú tryggir ekki eftir á" segir ágætt orðatiltæki sem og "Það er of seint að byrgja brunnin þegar barnið er dottið ofan í"
En hannes virðist í alvöru trúa því að hann öð´list aflausn bara með vþí að gera hlutina upp á nýtt, að hægt sé að tryggja eftirá til að bjarga því sem bjargað verður af andlitinu!
Seiseisei!
mbl.is „Ég hefði átt að vanda mig betur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vel sloppið!

Jamm, í leikhléi sem nú má segja að sé á Evrópurimmunni, er staðan að sjá þokkaleg fyrir Rauða herinn eftir að hafa sloppið fyrir horn með þetta jafntefli þegar á heildina mun litið.En seinni hálfleikurinn á Anfield verður þó örugglega ekkert léttari og alveg er útilokað að spá um hvort liðið fer áfram. Fyrirfram mætti þó segja nú, að líkurnar séu kannski 55% á móti 45% Liverpool í hag með það í huga að stemningin þar á meðal áhorfenda hefur oftar en ekki ráðið úrslitum!
En áður taka menn samt aftur upp þráðin í London og heyja deildarslag, þar sem eigi minna verður tekist á í mikilvægum leik!
mbl.is Arsenal og Liverpool skildu jöfn, 1:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mitt gamla og góða aprílgabb!

Áður fyrr á árunum þegar ég kúldraðist við að halda úti Poppsíðu dagblaðsins stórmerka Dags/Dags-Tímans, brá ég allavega einu sinni á leik við lesendur í því augnamiði að láta þá hressilega "hlaupa 1. apríl"!
Og hvað haldið þið'?
Það tókst líka svona dável!
Poppsíðan var jafnan í Helgarblaðinu, sem dagsett var hvern laugardag, en oftast þó dreift á föstudagseftirmiðdögum eða kvöldum.
Snemma á ferli mínum minnir mig, kom 1. apríl upp á laugardegi og því ekki úr vegi að leggja hausin í bleyti og sjá hvað kæmi út úr því.
Man ekki árið nákvæmlega og nenni ekki að finna það út, en þetta var ekki löngu eftir eða mörgum árum frá því að Hrafn nokkur Gunnlaugsson hafði meira og minna átt þátt í að koma hinum ráma en mjög merka skáldi og tónlistarmanni frá Kanada, Leonard Cohen, hingað til lands til tónleikahalds!
Mun Hrafn m.a. hafa sagt frá því, að hann hitti að mig minnir umboðsmann Cohens í gufubaði, þar sem svo eitt hafi leitt að öðru, mjög heppilegt væri einmitt að komast í tæri við slíka menn á svoleiðis vettvangi, í góðu tómi og þægilegu.

Þetta var me´r semsagt minnistæt og því bjó ég bara til nýja sögu í svipuðum dúr um Hrafn og að nú væri tilfellið hvorki meira né minna en ROLLING STENES sem væru á leið til landsins!
Og sveimérsveimér þá, alla vikuna á eftir nanast var ég í að leiðrétta um leið og afsaka þessi skrif og það sem fyndnara var, fólk vildi sumt bara ekki trúa því að ég þessi "merkilegi popppælari" væri með svona aprílgabb um slíkt og þvíumlíkt hahaha!
"Hvar er hægt að kaupa miða"? spurðu til dæmis æstar afgreiðslufreyjur í Bókabúð Jónasar "sálugu" mig mörgum dögum síðar, m.a. hin yndislega Bryndís Þórhallsdóttir síðar hjúkka og útvarpskona!
Jamm, ansi hreint skemmtileg minning um þrælvel heppnað aprílgabb!


« Fyrri síða

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband