Klúður, en svona er nú fótboltinn!

Það gerðist hérna sem maður óttast svo oft í svona mikilvægum leikjum, þitt lið er sterkara, nær forystu, ætti að hafa getað skorað annað mark, en missir svo leikin niður í jafntefli á síðustu stundu!
Torres eða Gerard fengu ekki mörg tækifæri og raunar voru þau fá í heildina í leiknum, en sá fyrrnefndi hefði þó hæglega getað skorað tvö mörk. Svo kemur þetta slysamark í andlitið á manni, en sem ég sagði, einhvers staðar aftarlega í meðvitundinni blundar alltaf sú hugsun að þetta geti og muni jafnvel gerast!
En góðir hálsar, kannski voru forlögin að borga Chelsea örlítið til baka þegar þau færðu liðinu þetta makalausa jöfnunarmark áðan, af manni sem átti ekki að vera þarna og hefði ekki leikið ef meiðsli heðfu ekki komið til, því fyrir þremur árum bjargaði Jamie Carragher ævintýralega frá Eiði Smára á lokasekúndunum þannig að Liverpool fór áfram og vann svo meistaradeildina!
Hitt er vo annað mál, að þetta er ekki búið og ég er sannfærður um að mínir menn hafa ekki sagt sitt síðasta í þessari rimmu!
mbl.is Riise skoraði sjálfsmark og tryggði Chelsea jafntefli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Nú samúðast ég sko innilega! Þínir menn spiluðu SVO vel, ég hvatti þá áfram af elju og hafði hátt og svo á lokasekúndunni...  æ, ég vil ekki segja það.

Ég var get svo svarið að ég var jafn miður mín yfir þessu og ef þetta hefðu verið mínir menn! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 22.4.2008 kl. 21:51

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Æ, hvað þú ert sæt í þér Manajúnæteda mín!

En þó veit ég sem er, þrátt fyrir þessi fögru samúðarorð þínsem þú lætur flæða svo út um þínar dýrlegu drottningarvarir, þá ræður hjartað ekki alveg för, þín dýrslega hvot að höfuðandstæðingum þínum í Chelsea blæði sem mest svo bitlausir verði, er það sem að baki býr!

En fögur ertu og freistar ungs manns hjarta, það vitna margir um!

Magnús Geir Guðmundsson, 22.4.2008 kl. 23:54

3 Smámynd: Eysteinn Þór Kristinsson

Við Nallarar könnumst við þetta. Þið púllarar hafið gott af því að prófa þetta einu sinni!!

Eysteinn Þór Kristinsson, 23.4.2008 kl. 09:24

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þetta er nú ekkert nýtt Eysteinn minn, allir lenda í svipuðu einhvern tímann!

Magnús Geir Guðmundsson, 23.4.2008 kl. 13:22

5 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Happy Summer

Gleðilegt sumar, Maggi minn!  Takk fyrir vísurnar og veturinn.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 24.4.2008 kl. 11:33

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gleðilegt sumar Magnús minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.4.2008 kl. 12:07

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Kærar þakkir mínar fögru skutlur báðar tvær!Mikill heiður að hafa fengið tækifæri til að "hvíla svo ljúft við barm ykkar beggja"!

Gleðilegt sumar!

Magnús Geir Guðmundsson, 24.4.2008 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 217999

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband