Raunir Rauða hersins!

Svona fór um sjóferð þá!
Það borgar sig greinilega ekki að vera betra liðið í fyrri leiknum verðskulda eins eða tveggja marka sigur, en færa svo andstæðingnum jafntefli á silfurfati á lokasekúndunum!
Það sannaðist í leiknum í kvöld og sigurinn telst nú líkast til sanngjarn þegar á heildina er litið, öfugt við það sem gerðist fyrir átta dögum!
En svona er nú mörgum innanbrjósts núna!

Bitur, sár, já feykifúll,
fylgismaðurinn nú er.
Ílla lágu Lifrarpúll,
launar gjafmildin þar sér!

En ég spáði Chelsea sigri, en átti vissulega von á sigri fyrst kom til framlengingar. Smá spenna þarna eftir 3-2, en því miður...


mbl.is Chelsea í úrslit í fyrsta sinn eftir 3:2 sigur á Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þetta var EKKI krókódílatár, Magnús minn Geir. Það var sko alvöru og ekta. Ég hefði miklu heldur viljað sjá þína spila við mína í úrslitunum. Mér er hlýtt til þinna - þeir eru númer tvö hjá mér enda rauðir eins og mínir. Það er eitthvað fráhrindandi við þá bláu... Ætli það sé bara liturinn? 

Lára Hanna Einarsdóttir, 30.4.2008 kl. 21:53

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Allt í lagi, tek þig trúanlega, enda vart annað hægt,Lafðina!

Ónefndi bróðir minn er reyndar enn skrítnari en þú, segist halda með bæði Man og Live!? Heldur þó með Man þegar þessi tvö mætast.

Takk fyrir hugulsemina, en ég held að þér sé svipað innanbrjósts og mörgum öðrum "Djöfladýrkendum", þið teljið einfaldlega meiri líkur á sigri á móti Liverpool en Chelsea.

Það skýrist allt eftir þrjár vikur eða svo!

Magnús Geir Guðmundsson, 30.4.2008 kl. 22:35

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Hélstu að ég myndi ekki svara þér?

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 1.5.2008 kl. 22:40

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ja, veit nú ekki hvort þú ert búin að því sæta mín!

Þarf greinilega að kíkja á "Blekpennabælið"!

Vonandi ertu þar siðsöm fyrir, ekki farin úr...öllu!?

Magnús Geir Guðmundsson, 1.5.2008 kl. 23:27

5 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Já, já við siðsöm; hefurðu staðið mig að öðru? Nei, nei við hvort ég sé farin úr öllu. Maður háttar nú ekki fyrir framan hvern sem er sko.

 eskimo

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 2.5.2008 kl. 02:40

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hehe, ert jú alveg þokkalega siðsöm, en svoddans léttúðug líka, pilsið oft stutt og blússan ansi flegin!

En það er bara hið besta mál!

SVo ertu náttlega alveg yndisleg svona, kjaftfor með kampavínsglas í hönd!

Magnús Geir Guðmundsson, 2.5.2008 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 217985

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband