Ljúft, en blikur á lofti varðandi vorið!

Já, ljúf þessi litla fregn um kríuna og komu hennar einmitt með sumardeginum fyrsta!
Gefur þetta mér tilefni til að rifja upp litla vorvísu.

Í mér vakin viss er þrá,
á vorsins kveldi hlýju.
Að svífa létt um loftin blá,
í líki einnar kríu!

Mjög ljúft já, ekki vantar það, enenen, nú eru víst blikur á lofti, sem reyndar eru strax farnar að gera vart við sig, spáð er bara svaka bakslagi næstu daga, frosti og éljagangi!?
Reyndar er það gömul saga og ný, að brugðið geti til beggja vona og bara vonandi að þetta verði ekki langvarandi eða endurtaki sig ekki.
En um svipaða stöðu tjáði maðurinn sig í limru fyrir margt löngu.

Hvert fór vorið sem var?
Við spurningu heimtum við svar!
Það sem glæst okkur gladdi,
í gærkvöldi kvaddi
Horfið veg allrar veraldar!

En enn og aftur,

Gleðilegt sumar!


mbl.is Krían kom með sumrinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband