Nú hugsa ég í hálfkæringi. - SViðssetning, annar þáttur!?

SViðsetning eða ekki sviðssetning?
Talaði Lára hin léttfætta í gamni eða alvöru?
Í hálfkæringi eða ekki í hálfkæringi?

Ég hef ekki minnstu hugmynd um það og vil eiginlega ekki vita það!

En samt get ég haldið áfram að spyrja svona út í loftið, já inn í mér hugsað í hálfkæringi!

Er Denna Sævarr alvara að Lára sé maður að meiri?
Er hún í raun og veru að axla einhverja ábyrgð?
hafi Lára sviðsett þennan fyrsta þátt farsans "Í stuði á Stöð 2" er þá Denni Sævarr núna að sviðpsetja annan þátt hans?

Ég bara veit það ekki, nei hef ekki minnstu hugmynd um það!

EN..

..það er ekki útilokað, ómögulegt, út í hött eða alveg galið, þegar maður gerir það sem ég geri núna, hugsa upphátt, að álykta að svo sé!
Kannski hafa menn bara notað daginn í dag í æðstu salarkynnum 365 miðla til að hugsa málið í rólegheitum og fundið þetta út!?
Svona væri bara best að láta þetta líta út, Lára segir upp, Denni tekur við uppsögninni og mælir góð og viturleg orð í leiðinni, en jafnframt hefur hann og ahns yfirmenn fundið annan bás handa Láru í staðin sem hún muni setjast í þegar um hefur hægst og allir meira og minna búnir að gleyma þessu!
Ásættanlegt fyrir alla og allir sleppa sæmilega frá óskaddaðir frá ósköpunum!?

Kannski, já kannski er þetta svona, en kannski bara alls ekki!?

Ég hef bara ekki hugmynd um það og vil ekki vita það, ég er jú bara að hugsa í hálfkæringi og þarf ekki að axla neina ábyrgð!

Eða hvað?


mbl.is Steingrímur Sævarr: Lára er maður að meiri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Við höfum engar forsendur til að vita annað en okkur er sagt.

Mér finnst Lára flott og fer ekki ofan af því.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.4.2008 kl. 12:40

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jájá, hún hefur með tímanum mótað sér sinn stíl og kippir þar í föðurkynið hygg ég nú hressilega,er töffari og fyrrum fótboltastelpa líka!

En laukrétt, hver maður hugsar sitt um þetta og leggur svo út af því!

Magnús Geir Guðmundsson, 26.4.2008 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband