Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

16-2!

N'u þegar nokkurt hlé er brostið á vegna landsleikja í undankeppni Evrópumótsins, er ekki úr vegi svona fyrir aðdáendur Man. Utd. t.d. að stilla upp árangri besta liðsins til þessa í ensku úrvalsdeildinni, LiVERPOOL! Árangurinn í undankeppni Meistaradeildarinnar fær svo líka að sjálfsögðu að fylgja með!

Aston Villa útiv. 1-2
Chelsea heima 1-1
Sunderland útv. 0-2
Derby heima 6-0

Undankeppni Meistaradeildarinnar.

Tolouse útv. 0-1
Tolouse heima 4-0.

Markatalan í deildinni glæsileg 11-2, þar sem bæði mörkin fengin á sig eru úr vítaspyrnum, þar af annari gefins til Chelsea! Samtals markatala, 16-2, glæsilegt!
Væntanlega bara byrjun á góðum vetri og árangursríkum!


Ekki af baki dottin frekar en fyrri daginn!

Ég verð nú að viðurkenna það, að Guðjón Þórðarson er einn af mínum uppáhaldsmönnum í íslenska boltanum og það verður ekki tekið af honum hversu snjall þjálfari hann er!
En kannski finnst honum of gaman að tala og segir því stundum of mikið, þegar orðatiltækið "Fæst orð hafa minnsta ábyrgð" á best við!
En skárra er nú satt best að segja að blessaður karlinn tali bara mikið núorðið, en sé ekki í líkamlegum átökum líka eins og fyrr, er brennivínið var á góðri leið með að eyðileggja hann!

Þótt löngu sé dottin úr djammi,
sig duglega hefur í frami
mína léttir hann lund,
á leiðindastund
Gaui Þórðar með gjammi!


mbl.is Guðjón undrast að Bjarni sé ekki í landsliðshópnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það var og!

Kemur nú ekki beinlínis á óvart að amerískar rokkstjörnur egi oftar en ekki ungar, bara eldgammall frasi sem segir svo á engilsaxnesku að "Heros Always Die Young" en gleymdist bara að taka fram "Rock ´n´Roll" fyrir framan!?
Annars hefði ég haldið að stéttir á borð við flugstjóra, flugfreyjur og flugumferðarstjóra, að maður tali nú ekki um hermannastéttina, væru með hæstu dánartíðnina fyrir aldur fram, flugstéttirnar víst öðrum fremur hætt við alls kyns hjarta og æðasjúkdómum allaveg og það gildir líka held ég líka um sjóarana, en hermennina þarf ekki að tíunda hvers vegna!
En talandi um frasa, þá var einn í blúsnum nokkurn vegin á þá leið að "The blues Had A BABY And They Named Rock ´n´Roll"! Blúsgoðsögnin Muddy Waters skýrði eina skífu sína m.a. þó ég ætli ekki alveg að fullyrða að hann eigi höfundarréttin (alltaf svo vafasamt að gera slíkt þegar blúsinn er annars vegar!) en hvað með það?
Jú, ég er bara að hugsa ef þetta er nú alveg þannig (sem músíkpælarar hafa nú svosem deilt um) þá hefur "uppeldi barnsins" klikkað í einhverju, allavega þarna í Ameríku!
Ekki þó vegna þess að blúsararnir gömlu lægu ekki í bremsi og annari ólyfjan líka og dræpust nokkrir fyrir aldur fram, heldur er það bara algengara en hitt að blúsjöfrar verði allra karla elstir!
Sjáið bara B.B. King, komin á níræðisaldur þessi vinsælasti sonur blússins, en er enn sprækur sem lækur!
Og margfaldi "Íslandsvinurinn" Willie "Pinetop" Perkins, einn sá alvirtasti í pianóleiknum, hann skröltir enn það síðast ég vissi, á nítugasta og öðru ári!
"Foreldrarnir" hafa bara gleymt að kenna "Börnunum" að fara "Rétt í guðaveigarnar"!?
mbl.is Hættulegra að vera bandarískur rokkari en breskur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef ég væri kona..

...Þá væri ég alveg til í að vera í sporum fröken Cameron! En væri líka alveg til í að vera Hillary Clinton! En vildi ekki vera ein af fjölmiðlafraukunum sem sóttu um nýja upplýsingaembættið hjá Utanríkisráðuneytinu, en virðast bara ekki vera til í fregn Moggans fyrir helgi um málið! Bara nöfn sex karlumsækjenda nefnt, en ekki 17 kvenna!? Þetta las ég áðan hjá bloggvinkonu minni henni Svölu, farfuglinn.blogspot.com.
Og ef ég væri kona, myndi ég vilja giftast mér!
mbl.is Fyrsta konan í 522 ára sögu varðsveitarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ævintýrin gerast enn!

Já, ævintýrin gerast enn, fjölnir úr Grafarvogi komin í úrslit bikarkeppninnar!
Mikið held ég að sá góði maður Arnar Guðlaugsson, sé glaður núna, sjá soninn Ása, Ásmund, stýra sínum mönnum til úrslitaleiks!
Þeir feðgar náttúrulega lengi búsettir hér í bæ, Ási lengi vel leikmaður með Þór og Arnar þjálfaði marga yngri flokka félagsins í handbolta, þar sem Ásmundur kom líka við sögu.
Bara innilega til hamingju feðgar!
mbl.is Fjölnir úr 1. deild í bikarúrslitin gegn FH
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tíðindi tvenn og þrenn, með örlitlu tuði í bland!

Hálsbólga!

Í fyrsta skipti í örugglega 3 eða 4 ár, er hálsbólga að rembast við að ná fótfestu í mér!
Þetta eru já svo merkileg tíðindi, að ekki er hægt annað en greina frá! Og hef reyndar ekki einu sinni fengið kvef í háa herrans tíð!

Soundspell í póstinum!

Eyfirski afdalaættaði grínistinn Þorsteinn Briem, faðir unga söngdrengsins ótrúlega, Alexsanders, gerði sér lítið fyrir og sendi mér glænýja skífu með stráknum og félögum hans í Soundspell! Algjört rugl að senda slíkum asna sem mér plötur, skil bara ekkert í manninum, en á skífuna verður vel hlustað og svo orð sett niður hér á þessari "merku" bloggsíðu!

Meiri músíkgleði!

Vinur minn til óteljandi ára, hann Gústi Sunderland, kom svo fyrir stuttu með fangið fullt af geislaskífumolum handa garminum mér, sem smátt og smátt eru að sýjast inn í taugakerfið, með vaxandi ánægjuáhrifum! ERu þær með Álfadrottningunni Eivoru, Smashing Pumpkins og sænsku "Íslandsvinunum" í Peter bjorn og John!
Bættust þær í hóp annara góðra skífa með bæði Incubus og annara Svía (og meir rokkaðari!) Hellakopters,s sem hin magnaða kjarnorkukvinna Gústa útvegaði oss af sinni afburða góðmennsku og greiðasemi!
tónlistarleg hamingja mín er því töluverð í augnablikinu, þó önnur hamingja sé minni! (nema í boltanum auðvitað!)

...Og svo að óréttlæti heimsins!

Jájá, græðgin ræður ríkjum, örykjar og einstæðar en æðislegar mæður hafa það sítt og ríkisstjórnir allra tíma eru vondar, en nenni ekki að nöldra meir um það, enda lítil sem engin tíðindi!
En Grímseyjarferjan er auðvitað hneyksli, segi það og skrifa, en það eru ekki mikil tíðindi lengur, ja, nema kannski að ég skuli lýsa því yfir!

Og loks er það Saxi!

Saxafónleikarinn svakalegi fyrir austan, Einar Bragi, sækir um að gerast bloggvinur, er rokin að samþykkja umsóknina!


Stendur sig strákurinn!

Já, hann Kristján Örn hefur staðið sig með prýði þarna úti í Noregi með Brann ásamt Ólafi Erni nafna sínum Bjarnasyni, um árabil!ER á góðri leið með að standast samanburðin fyllilega við stóra bróa, Lárus Orra!
Hefur að vísu misst sæti sitt í landsliðinu, allavega tímabundið, en við sjáum hvað setur með það.

Á vellinum Kristján er knár,
já klettur í vörninni hár.
Svo má á það minna
og maklega kynna
Hann sonur er Sigga Lár!


mbl.is Kristján tryggði Brann sigur - Gunnar Heiðar lék með Vålerenga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samsæri gegn sannleikanum?

Já, nú gætu kannski einhverjir verið í vondum málum, en hvort nýorðin samgönguráðherra hefur myndað samsærishóp gegn sannleikanum og brjóti þar með stjórnarskrána, það skil ég nú ekki alveg, enda bara einfaldur norðlendingur svosem!
Hitt og þetta kemur þó upp í hugan, t.d. þessi margfræga snilld!

Satt og logið sitt er hvað,
sönnu er best að trúa.
En hvernig á að þekkja það,
þegar flestir ljúga?

Það er nú spurning já, en svo getur þetta líka litið nokkurn vegin svona út í huga einhverra!

Það ég segi eins og er,
ílla hljómar þetta svona.
En svívirtur nú sýnist hér,
sannleikurinn eins og kona!


mbl.is Yfirdráttur vegna Grímseyjarferju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að skora mörk er málið!

Ég velti því fyrir mér í aðdraganda helgarinnar, hvort meiðsli Frank Lampards myndu hafa áhrif til hins verra á Chelsea.
SVo virðist hafa verið raunin í dag, allavega tapaði liðið ílla fyrir Aston Villa rétt áðan, 2-0!
Hafði þó lengst af yfirburði í leiknum, sótti og sótti, en Villa skoraði tvö góð mörk í síðari hálfleik.
Lampard er einhver marksæknasti miðjumaður heims og var eiginlega búin að sjá um mörkin í held ég sl. þremur leikjum.
Þetta segir manni það sem ég hafði á tilfinningunni strax í upphafi móts og hefur komið á dagin í fyrstu umferðunum, að það eru ARsenal (sem unnu mjög góðan sigur á fínu liði Portsmouth fyrr í dag, 3-1) en þó einkum og sér í lagi Liverpool, sem eru með sterkustu liðin og þá er ég ekki endilega að tala um fyrstu 11, heldur alveg upp í 24! Auk Lampards eru fleri góðir leikmenn frá vegna meiðsla, m.a. Balac og Cherchenko, en öfugt við "Skytturnar" og "Rauða herinn" virðast mennirnir sem koma í staðin þó vissulega góðir séu, ekki enn allavega koma jafnsterkir inn!
Ég stend áfram við að Arsenal og Liverpool verði skrefinu á undan Chelsea og Man. Utd., allavega þangað til annað kemur í ljós!
mbl.is Aston Villa lagði Chelsea að velli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SVekktur fyrir hönd Sunderland!

Jújú, United sótti mestallan leikin og Sunderland spilaði víst stífan varnarleik, en bara vegna augnabliks skorts á einbeitingu í hornspyrnu, náði frakkin að skora!
ER því já alveg hundsvekktur fyrir hönd Sunderland og þá einkum og sér í lagi eins af mínum bestu vinum, sem fylgt hefur félaginu í gegnum þykkt og þunnt í áratugi!
Eitt skot var nú allt og sumt sem skapaði hættu í fyrri halfleik, en pressan jókst jú í þeim seinni, en er 100% viss um að roy Keene sefur ekki vel í nótt, vitandi að hann var nærri því farin frá "Gamla Traffinu" með eitt stig!
mbl.is Saha tryggði Man.Utd. sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.2.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 218309

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband