Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Fúsk og fégræðgi í byggingabransanum!

Ég varð satt best að segja alveg fokvondur yfir fréttatímanum á RÚV í kvöld og það ekki af ástæðulausu!
Annan daginn í röð var fréttaskýring um vægast sagt slæglega byggingastarfsemi á höfuðborgarsvæðinu, sem æ fleiri sárasaklausir húkaupendur hafa orði fyrir barðinu á að undanförnu!
Í óðakapphlaupinu að byggja sem mest, sem hraðast og græða þar að leiðandi sem mest og hraðast, hafa fúsk og frágangsmistök orðið algengari og valdið húskaupendum ómældum óþægindum!
SEm slíkt eitt út af fyrir sig, hefði þessi frétt ekki angrað mig meir en margt miður gott í fréttum dagsins, nema hvað að fregnin í kvöld af fjölskyldu í Faxahvarfi í Kópavogi, snart mig persónulega, fimm manna fjölskyldan sem ítrekað hefur orðið fyrir leka vegna fúsks í frágangi verktakans á húsþakinu, er mér skyld!
Hákon snillingur Hrafn, sem þarna kom fram að sinni venjulegu röggsemi og útskýrði málið vel um leið og að segja frá dónaskap byggingaaðilans ofan í kaupið, er eiginmaður elstu bróðurdóttur minnar, Þórhöllu, auk þess að hafa verið góður félagi minn og vinur í lífsins rokk og róli! Fram kom hjá honum, að mikill tími og ómældur kosnaður væri fallin á þau út af þessu og fátt virtist eftir, kom sömuleiðis fram í fréttinni, en að stefna fúskurunum fyrir dóm! Þar væru þeir reyndar ekki ókunnir, hefðu nýlega fengið á sig dóm um skaðabætur af svipuðu tilefni!
Ég vona nú að þau þurfi ekki að fara alla þá leið, að viðunandi lausn fáist áður, en svona sjáum við birtast skuggahliðar þess hvað það getur kostað þegar framkvæmdagleiðin ber menn ofurliði og fégræðgin og flýtirinn er orðin alls ráðandi í þenslunni, þá kemur það niður á barnafólki,sem síst á skilið að lenda í slíkum hremningum né má við slíkum áföllum fjárhagslega!

Þróttur í Þrótturum!

Já svei mér, ef röndótta "Ópalliðið" er ekki bara að taka 1. deildina og stráksinn úr Keflavík, Adolf SVeins, sá um að klára gömlu nágrananna!
Ef þetta nú gengur eftir sem horfir, Þróttararnir vinni deildina, verður sönglífið á pöllunum í úrvalsdeildinni enn líflegra næsta sumar en nú og er þó býsna líflegt í ár!
Um það munu hinu frægu stuðningsmenn Þróttar, Kottararnir, bera vitni!

Nú sjáum við Kottara káta,
kyrja baráttusöngva.
En Grindvíkingana gráta,
gleði finna þeir öngva!

Allavega ekki í bili, baráttan um sigurinn í deildinni ekki útkljáð!


mbl.is Þróttur í efsta sætið eftir 3:1-sigur gegn Grindavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki svo "Slæmt"!

Jújú, Derby eru nýliðar og munu eflaust eiga erfitt uppdráttar í vetur, verða kannski í fallbaráttunni með Birmingham m.a., en blandast einhverjum hugum um það enn, að Liverpoolliðið er gríðarlega sterkt nú í upphafi móts og virðist geta stillt upp TVEIMUR jafnöflugum liðum!?
Þetta er auðvitað rétt að byrja, en flestra augu eru nú á Rauða hernum, það held ég að sé alveg ljóst!
Veður vilja stundum fljótt skipast í í lofti, geta vissulega gert það á Anfield sem annars staðar, en það er allavega ekki í kortunum í dag!
mbl.is Liverpool í toppsætið eftir 6:0 sigur á Derby
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.2.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 218311

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband