Það var og!

Kemur nú ekki beinlínis á óvart að amerískar rokkstjörnur egi oftar en ekki ungar, bara eldgammall frasi sem segir svo á engilsaxnesku að "Heros Always Die Young" en gleymdist bara að taka fram "Rock ´n´Roll" fyrir framan!?
Annars hefði ég haldið að stéttir á borð við flugstjóra, flugfreyjur og flugumferðarstjóra, að maður tali nú ekki um hermannastéttina, væru með hæstu dánartíðnina fyrir aldur fram, flugstéttirnar víst öðrum fremur hætt við alls kyns hjarta og æðasjúkdómum allaveg og það gildir líka held ég líka um sjóarana, en hermennina þarf ekki að tíunda hvers vegna!
En talandi um frasa, þá var einn í blúsnum nokkurn vegin á þá leið að "The blues Had A BABY And They Named Rock ´n´Roll"! Blúsgoðsögnin Muddy Waters skýrði eina skífu sína m.a. þó ég ætli ekki alveg að fullyrða að hann eigi höfundarréttin (alltaf svo vafasamt að gera slíkt þegar blúsinn er annars vegar!) en hvað með það?
Jú, ég er bara að hugsa ef þetta er nú alveg þannig (sem músíkpælarar hafa nú svosem deilt um) þá hefur "uppeldi barnsins" klikkað í einhverju, allavega þarna í Ameríku!
Ekki þó vegna þess að blúsararnir gömlu lægu ekki í bremsi og annari ólyfjan líka og dræpust nokkrir fyrir aldur fram, heldur er það bara algengara en hitt að blúsjöfrar verði allra karla elstir!
Sjáið bara B.B. King, komin á níræðisaldur þessi vinsælasti sonur blússins, en er enn sprækur sem lækur!
Og margfaldi "Íslandsvinurinn" Willie "Pinetop" Perkins, einn sá alvirtasti í pianóleiknum, hann skröltir enn það síðast ég vissi, á nítugasta og öðru ári!
"Foreldrarnir" hafa bara gleymt að kenna "Börnunum" að fara "Rétt í guðaveigarnar"!?
mbl.is Hættulegra að vera bandarískur rokkari en breskur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband