Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

"Karl minn, hér kastið þér vatni ei meir"!

Hahaha, í öllum alvarleika málsins, óöld í miðbæ reykjavíkur, hafa hinir kylfugirtu kumpánar Sérsveitarinnar allavega í nokkrum tilvikum ekki látið "kylfu ráða kasti" í viðleitni sinni að halda uppi lögum og reglu!
Nei, hinn almenni létthífaði labbakútur kemst ekki uppp með "syndilausn þegar mælirinn er fullur og pípir"!
Ella skal hann nú hafa verra af og það sem um munar!

Ei lengur má "vinurinn" væta,
veggi og göturnar fimur.
Ella skal örlögum sæta,
að enda sem tugthús-LIMUR!


mbl.is Góður árangur af auknu eftirliti lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skák og mát - Enn gerir kynjamismunun vart við sig!

Nokkur spenna já þarna í karlaflokknum, vona að frændi minn Bragi,"Skáki" hinum tveimur aldeilis og ræni titlinum þarna í síðustu umferðinni!
En Skákþingið hefur nú hjá mér eins og fleirum, vakið jafnvel meiri athygli fyrir annað en keppnina sjálfa, þ.e. þessi skipting á milli kynja, en þó einkum og sér í lagi, enn eitt dæmið um mismunun þeirra!
Sigurvegarinn í landsliðsflokki karla fær nefnilega 200000 í verðlaunafé,meðan sigurvegarinn í A-flokki kvenna, fær ekki nema 50000 kr, eða sama og sá er lendir í fjórða sæti í landsliðsflokknum fær!
Þetta er náttúrulega alveg makalaust finnst ykkur ekki og sama virðist hvað reynt er að eyða slíkum dæmum, þau virðast alltaf skjóta upp kollinum aftur og aftur eins og leiðinda graftarkýli!
Skemmst er að minnast fársins er varð er kvennaliðin í fótboltanum áttu að fá mun lægra verðlaunafé fyrir sigur í bikarkeppni en karlarnir!
Þessi innbyggða kynjamismunun frá örófi alda, ætlar semsagt seint að verða yfirstígin!
En ekki má gefast upp, halda verður áfram að berjast, jafnvel þótt baráttan líkist þeim er kenndar hafa verið við vindmyllur og Don Kikóti Cervantesar háði forðum!
Og hvað varðar skiptinguna sem enn tíðkast, þá er hún auðvitað hjákátleg fyrir flesta sem á horfa, en er enn við líði sumpart af íllri nauðsyn, virkilega sterkar skákkonur í landsliðsklassa svo sárafáar vþí miður!
En vonandi er bjartari tíð í vændum með blóm í haga!
mbl.is Íslandsmótinu í skák lýkur í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonbrigði!

Já, áframhaldandi vonbrigði er þessi árangur birgis Leifs, sem gaf annars svo góð fyrirheit snemma í sumar!
Líkurnar orðnar ansi litlar á áframhaldandi keppnisrétt næsta sumar.

Nú útlitið er ekki gott,
árangurinn ber þess vott.
Brátt þín alveg brestur von,
Birgir Leifur Hafþórsson!


mbl.is Birgir Leifur úr leik í Sviss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Róttæk tillaga, en aldeilis rökrétt!

Kannski þarf þessi heimsfrægi Rokkbær nei ekkert á neinum vinum að halda?
Hátiðin risastóra kendd við bæinn dregur víst nógu mikið til sín.
En í staðin ættu Ísfirðingar kannski að gerast róttækari og þar með fleiri bæjir herlendis, stofna til meiri vinabæjatengsla innanlands, jú eins og fagri bærinn Akureyri og aðeins minna fagri bærinn Hafnarfjörður hafa að nokkru gert!
Og hvaða bær væri þá heppilegur sem góðvinur Ísafjarðar?
Svarið finnst mér eiginlega liggja í augum uppi eftir þessi slit, auðvitað við Sauðárkrók!
Jú því,

BETRI ER KRÓKUR EN KELDA!!!


mbl.is Hróarskelda slítur vinabæjarsamstarfi við Ísafjörð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hinn flotti Óður Soundspell!

Soundspell - An Ode To The Umbrella.

Alexsander Briem - Söngur.
Áskell Harðarsson - Bassi.
Sigurður Ásgeir Árnason - Pianó.
Jón Gunnar ÓLafsson - Gítar.
Bernharð Þórsson - Trommur.

Það teljast reyndar ekki mikil tíðindi núorðið, að 17 til 18 ára strákar gefi út plötu, tæknin og útgáfan sem slík orðin það auðveld og um margt ódýr.
En þær plötur eru hins vegar ekki alltaf mjög þroskaðar og bera unggæðinu oftar en ekki vitni og svo sem ekkert nema gott um það að segja.
En í tilfelli strákanna fimm í Soundspell og fyrstu plötunnar þeirra, An Ode to The Umbrella, gegnir dálítið öðru máli.
þeir eiga sér þó ekki nema rúmlega árs tilveru að baki sem alvörusveit, en í mai 2006 sigruðu þeir í hljómsveitarkeppni sem Samfylgingin stóð að.
En halda mætti að miklu lengri tími og reynsla byggi semsagt að baki, platan nefnilega furðu þroskað og heilsteypt verk hjá þessum strákum, sem dags daglega eru annars mennta- og framhaldsskólanemar!
Framsækið en jafnframt dreymandi popprokk, sem getur í senn eða sitt á hvað, minnt á Sigurrós, Cold Play eða margt annað í bresku popprokki, er lýsingin sem í grófum dráttum er hægt að gefa tónlistinni, þar sem annars vegar bjartur og fallegur söngur Alexsanders og nettur og stílhreinn pianóleikur Sigurðar, eru að mestu meginlínurnar.
Um áhrif frá nefndum sveitum og fleiri er já óneitanlega að ræða finnst mér, en þó alls ekki um neinar beinar stælingar að ræða.
Og ég er bara býsna heillaður af mörgu þarna,en samtals geymir platan tíu lög.
Þó ekki mjög sanngjarnt að fara að gera mikið upp á milli laganna, en fyrstu tvö lögin heilla mig mest þessa stundina, Her Favourite Colour Is Blue og Pound, en það síðarnefnda er einna rokkaðast af lögum plötunnar.
Ég segi bara að strákarnir eigi alla athygli skilið og þá jákvæðu dóma sem þeir hafa fengið hingað til séu vel verðskuldaðir. Vonandi tekur landinn svo vel við sér og kaupir plötuna!
Útgáfutónleikar í kvöld!
Formleg útgáfa An Ode to The Umbrella, var nú um síðustu mánaðarmót, og hafa strákarnir aðeins verið að spila í framhaldskólunum að undanförnu til að kynna gripinn. Nú í kvöld verður hins vegar blásið til formlegra útgáfutónleika og verða þeir í gamla Austurbæjarbiói, sem nú kallast Austurbær!
Hefjast þeir kl. 21.00 og þar eiga allir bara að mæta!


FjölnisogFimleikafélagshringavitleysan!

Ég verð nú hvorki oft orðlaus, né yfir mig hissa þótt ýmis vitleysan eigi sér stað og hinir og þessir geri sig jafnvel af fíflum.
En út af þessum "leik" sem farin er að stað í kjölfarið á öðrum og eðlilegri leik, sem lauk þó með öðrum hætti en marga grunaði, er mér næstum öllum lokið og er bara hálfhneykslaður!
Það er alveg með ólíkindum hvernig menn hafa brugðist við þeirri stöðu sem komin er upp eftir að Fjölnir vann Fylki í undanúrslitum karlabikarsins og mæta þar með FH í úrslitaleiknum, en í röðum Fjölnis eru allavega þrír leikmenn í láni frá Fh!
Í lánssamningunum er skýrt tekið fram sem kunnugt er og margtuggið, að ef sú staða kæmi upp að liðin mættust, þá mættu þessir lánsmenn EKKI leika!
En Hvað hafa menn svo verið að tala um alla vikuna? Jú, hvernig hvort og hvenær ákvörðun verður tekin um að það sem stendur skýrt á blaði sé í raun eitthvað sem er að marka!?
til hvers í dauðanum setja menn slíkt í lánssamning, nema vegna þess að þótt ólíklegt sé, þá geti það gerst, eða hvað?
Og það hefur einmitt GERST, FH OG FJÖLNIR LEIKA TIL ÚRSLITA Í BIKARKEPPNI KSÍ!
Voru menn að setja þetta inn "Afþvíbarakannski", en svoekkertaðmarkaeftilkæmi?
Það mætti satt best að segja halda það eftir alla vitleysuna síðustu daga og blaður um það fram og til baka, hvort ekki verði fundað um "málið" hvort FH tæki ákvörðun fyrir helgi eða síðar af því þeir vildu sjá hvernig gengi að landa meistaratitlinum fjórða árið í röð og ég veit ekki bara hvað og hvað!
Ég spyr nú bara, sjá menn í alvöru ekki hvað þetta er heimskuleg umræða?
Í ofanálag eru svo formenn knattspyrnudeildanna dregnir í sjónvarpsviðtal, þar sem þeir sitja bara afskaplega vandræðalegir og geta fátt sagt annað en hvorkinéogkannskisé!

Hvurslags heimsinsheimskastaruglumræða er þetta eiginlega!?
Það virðast bara vera einhver álög á íslenskri knattspyrnu þessi misserin, að hvert ruglið á fætur öðru þurfi að koma upp!
Hringavitleysan sl. sumar með úrslitaleikinn milli Þórs/Ka og Ír um laust sæti í efstu deild og dæmalausa delluniðurstaðan í því máli er eitt, svo allur hneykslisfarsinn í sumar með Skagann og Keflavík og svo þetta til að kóróna allt saman!
Sjá menn í alvöru ekki hvað þetta er vitlaust, að tveir þrír eða jafnvel fleiri lánsmenn, spili gegn sínu eiginlega liði og það sjálfan úrslitaleik í bikarkeppninni?
´g spyr já bara enn og aftur, gjörsamlega gáttaður á þessu!


Töfrandi galdrakallaklúbbur!

Skildi ungur Íslensku Harry Potter kannski leynast þarna?
Veit ekki, en töfrabrögð og ýmsir galdrar heilluðu mann nú aldeilis í gamla daga og nokkra sniðuga spilagaldra lærði maður og ýmsa hugarleikfimi!
En er nú örugglega búin að gleyma þessu flestu.
Þetta ætti hins vegar að gleðja margan ungherjan sem elskar Harry, en hvernig er það, engar stelpður í þessu?

mbl.is Töfrum líkast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þau eru fleiri!

Já, þau eru fleiri mistökin í þessum efnum sem tína má til, þótt vissulega hafi karlinn staðið sig og hangið í öll þessi ár! Diego Forlang, hefur aldeilis staðið sig eftir að hann fór frá United og kom ýmsum á óvart að hann skildi fara er hann var loksins komin á skrið í markaskoruninni! David Healey! Alveg með ólíkindum hve þessi strákur hefur rækilega sannað hvað Ferguson hafði rangt fyrir sér að láta hann fara! ERu ekki allir Unitedaðdáendur sammála því? Og hvað segja menn um sum kaupin sem karlinn hefur gert? Afriski þarna "Sambadjamba" og Cleberson eða hvað hann nú hét og svo þessi Anderson núna?
mbl.is Alex Ferguson: Var of fljótur að afskrifa Stam
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já, nú er að duga eða drepast!

útlitið er nei ekki gott, á þessum tveimur þremur síðustu mótum þarf kappinn helst að ná topp tíu árangri á einu mótanna eða litlu síðri árangri á tveimur ef hann á að ná upp í 115 hvað verðlaunaféð snertir.
Hléð sem varð hjá honum í júlí, hefur greinilega haft afdrifarík og neikvæð áhrif, honum hefur einfaldlega ekki gengið sem skildi og sást vel í Íslandsmótinu, að hlutirnir voru ekki í lagi!
ER nú bjartsýnn maður að eðlisfari, en verð að viðurkenna að það kæmi mjög á óvart og það sérlega ánægjulega, ef Birgi Leif tækist að snúa blaðinu nú svo hressilega við!
mbl.is Argentínumaður og Frakki í ráshóp með Birgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Langhlaup!

Þetta vekur óneitanlega athygli já og virðist sanna að hægt sé að leggja upp í svona langhlaup með árangri! Líkt og í öðrum langhlaupum, er máli ðekki að fara sem hraðast að stað og springa svo á miðri leið, heldur að halda sem jöfnustum hraða og sýna þolinmæði. Kannski´gengur ekki vel að halda hraðanum jöfnum í byrjun heldur, en svo hægt að vinna það upp á lokakaflanum!
Brúninn því kannski já að lyftast á íslenskum eigendum Nyhed avisen nú og þeir hugsi sem svo að "sá hlær best sem síðast hlær" eftir mikið andstreymi bæði í Dannmörku og hjá ýmsum hérlendis.
Og skildi Jónína frænka hafa skoðun á þessu?
mbl.is Nyhedsavisen komið upp fyrir Urban í lestri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.2.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 218309

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband