Skák og mát - Enn gerir kynjamismunun vart við sig!

Nokkur spenna já þarna í karlaflokknum, vona að frændi minn Bragi,"Skáki" hinum tveimur aldeilis og ræni titlinum þarna í síðustu umferðinni!
En Skákþingið hefur nú hjá mér eins og fleirum, vakið jafnvel meiri athygli fyrir annað en keppnina sjálfa, þ.e. þessi skipting á milli kynja, en þó einkum og sér í lagi, enn eitt dæmið um mismunun þeirra!
Sigurvegarinn í landsliðsflokki karla fær nefnilega 200000 í verðlaunafé,meðan sigurvegarinn í A-flokki kvenna, fær ekki nema 50000 kr, eða sama og sá er lendir í fjórða sæti í landsliðsflokknum fær!
Þetta er náttúrulega alveg makalaust finnst ykkur ekki og sama virðist hvað reynt er að eyða slíkum dæmum, þau virðast alltaf skjóta upp kollinum aftur og aftur eins og leiðinda graftarkýli!
Skemmst er að minnast fársins er varð er kvennaliðin í fótboltanum áttu að fá mun lægra verðlaunafé fyrir sigur í bikarkeppni en karlarnir!
Þessi innbyggða kynjamismunun frá örófi alda, ætlar semsagt seint að verða yfirstígin!
En ekki má gefast upp, halda verður áfram að berjast, jafnvel þótt baráttan líkist þeim er kenndar hafa verið við vindmyllur og Don Kikóti Cervantesar háði forðum!
Og hvað varðar skiptinguna sem enn tíðkast, þá er hún auðvitað hjákátleg fyrir flesta sem á horfa, en er enn við líði sumpart af íllri nauðsyn, virkilega sterkar skákkonur í landsliðsklassa svo sárafáar vþí miður!
En vonandi er bjartari tíð í vændum með blóm í haga!
mbl.is Íslandsmótinu í skák lýkur í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Landsliðsflokkur er ekki karlaflokkur, heldur er hann opin öllum sterkustu skák'mönum' landsins, bæði körlum og konum. Kvennaflokkurinn er fyrir sterkustu konurnar sem ekki komast í landsliðsflokk, þetta er siður víðsvegar um heim og er gert til að fá fleiri konur til að tefla. Það er ekkert til sem heitir 'karlaflokkur'!

 sion

Sigurjón (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 13:36

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Eyjólfur minn, byrja á að þakka þér fyrir pistilinn, ágætur að mestu eins og flest sem þú skrifar.

Auðvitað veit ég að Landsliðsflokkurinn á Skákþinginu er ekki karlaflokkur sem slíkur, hefði kannski átt að setja tilvitnunarmerki utan um, hef fylgst með skák og tekið þátt sjálfur í yfir 30 ár! En þið herrarnir, þú og Sigurjón, vitið það jafn vel og ég, að í raun og sann hefur þetta fyrst og síðast verið karlakeppni, engin ástæða til að hártoga það!ég hef reyndar ekki á allra síðustu árum fylgst eins vel með og áður og það af ýmsum ástæðum, en ég veit það að frá því okkar yndislega skákdrottning og forseti sambandsins, hún Guðfríður Lilja, var upp á sitt besta, hefur því miður engin viðlíka góð skákkona íslensk komið upp og þá auðvitað undanskil ég Lenku (sem ég treysti mér ekki að skrifa eftirnafnið rétt á, frekar en þú Eyjólfur!) enda hún upprunalega af erlendu bergi brotin! Hverju þar er svo um að kenna er önnur saga og efni í aðra umræðu og var ALLS EKKI það sem aðalatriðið var hjá mér!

Þó rétt að láta þig vita, að ég man vel eftir ungversku skákdrottningunni henni Judith og systrum hennar tveimur, sem oftar en einu sinni hafa heimsótt okkur, sem og hin sænska Pia! Veit allt um þáttöku hennar með körlum sömuleiis og ryndar fleiri skákkonum, Maju Siburdanirtze og kínversku þarna sem varð heimsmeistari allavega einu sinni, en kann ekki nafnið á!

Það sem ég var að benda á og margir bara almennir borgarar spyrja sig, hvers vegna yfir höfuð konur og karlar keppi ekki og hafi ekki gert saman í skákinni!

En Eyjólfur minn, þú hefur nú eitthvað misskilið þetta ef þú heldur að ég hafi eitthvað verið að bera skákina sérstaklega saman við fótboltan! Ég var alls ekkert að því, heldur aðeins að benda á og rifja upp að dæmin væru fleiri til um þar sem konum væri úthlutað minni verðlaunafé en körlum! Jújú, skýringar eru gefnar á því hinar og þessar, marktækar eða ekki, en staðreyndin hérna er bara þessi, kynjaskipting er viðhöfð og aðalkeppni kvenna er A-flokkur (hvort sem þær hefðu nú getað verið í áskorendaflokknum eða ekki) þar eru sigurlaunin þessi, þrisvar sinnum lægri en í, nei, kannski ekki karlaflokknum, en í flokknum þar sem allir nema einn eru karlar og 99,9% öruggt að karl vinni!

Samsvörunin á vþí um konur sem slíkar og minna verðlaunafé, en ekki íþróttina sem slíka!

Magnús Geir Guðmundsson, 8.9.2007 kl. 15:32

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þetta snýst ekki um hvort þær geti eða geti ekki spilað eða telft með körlum, heldur einfaldlega að þeim sé gert jafnt hátt undir höfði í öllu, hvar og hvenær sem er!

Engin mótsögn þarna Eyjólfur minn, því eins og ég sagði þá er það bara rök í orði en ekki á borði að hlutur kvenna sé jafn karla í skákinni, eins og í svo mörgu öðru og þetta með verðlaunaféð er glöggt vitni um það!

Magnús Geir Guðmundsson, 8.9.2007 kl. 22:56

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ber glöggt vitni um það, ætlaði ég að segja!

Magnús Geir Guðmundsson, 8.9.2007 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 218059

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband