Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Republikanaraup!

Það yrði nú eftir öðru, ef þessi leikaralaupur færi nú alla leið eins og Reagan forðum, malandi skrum með leikrænum tilburðum!og svona á að spila á "nytsömu sakleysingjana" daginn fyrir 11. sept.!

Svona er lýðskrumið ljótt,
sem leikarinn predikar ótt.
"Bin Laden blauða,
skal bugga til dauða"
Svo kjósið mig forseta fljótt!


mbl.is Thompson: Nauðsynlegt að handsama bin Laden og taka hann af lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikill afreksmaður fallin frá!

Ásgeir Elíasson var sannarlega mikill íþróttamaður og tvímælalaust einn af farsælli þjálfurum okkar Íslendinga í fótboltanum!
Það er því full ástæða til að minnast hans með virðingu um leið og að harma hans sviplega fráfall.
Vil ég sérstaklega votta eftirlifandi eiginkonu hans, Soffíu Guðmundsdóttur, virðingu mína og samúð auk sonum þeirra tveim, en Soffíu kynntist ég aðeins fyrir tæpum 30 árum er við fórum saman auk fleiri í íþróttaferð með fötluðum til Dannmerkur.
Sú ferð var ánægjuleg og átti Soffía þar stóran hlut í að halda utan um hluta af keppendunum.
SEndi ég henni mínar innilegustu samúðarkveðjur!
mbl.is Leikið með sorgarbönd gegn Norður-Írum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Því fögnum vér!

Jamie Carragher er eiginlega eini fótboltamaðurinn í dag, sem ég get kallað minn uppáhalds! Ekki vegna þess bara að hann er einhver traustasti og stöðugasti leikmaðurinn hjá Liverpool, heldur er hann bara svo hreinn og beinn persónuleiki og með alveg ótrúlega íþróttamannslega framkomu, langt yfir hafna þeim hroka og leiðindaskap sem einkennir svo marga atvinnumenn í sama gæðaflokki og hann!
Innan vallar sem utan bera menn ótvíræða virðingu fyrir Carragher og nær sú virðing langt út fyrir raðir aðdáenda Liverpool!
Hann er alltaf tilbúin að fórna sér 100% fyrir málstaðin, fyrir Liverpool, en beitir aldrei til þess ljótum meðulum eða brögðum, með baráttu og og aftur baráttu og óbilandi trú berst hann inni á vellinum og hefur á þann hátt náð svo langt sem raun ber vitni!
Alveg með ólíkindum er hversu landsliðsþjálfari Englands Hr. McClarren hefur komið fram við hann, en það þýðir bara í staðin að Liverpool nýtur krafta hans óskiptra framvegis, nema annað óvæntara komi í ljós!
mbl.is Carragher aftur af stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fylgist með!

Auðvitað makalaus stórsigur, en svona tölur hafa líka sést í karlaboltanum, Þjóðverjar unnu einmitt S-Araba 8-0 ef ekki bara 9 á HM í Japan Og S-Kóreu 2002!
Sjónvarpið mun víst sýna nokkra leiki, næst Kína gegn Dannmörku á miðvikudaginn. Auðvitað lofsvert framtak, en mín vegna hefði mátt sýna mun fleiri leiki í riðlakeppninni.
En það á samt alltaf að hrósa fyrir það sem vel er gert og ég er viss um að mörg stúlkan er ánægð og það er ég fauskurinn líka!
Og nú eiga fótboltaunnendur almennt að taka með sér og fylgjast með, svo áhorfstölur réttlæti að endurtaka leikin og það betur en nú næst!
mbl.is Þýskaland með ellefu mörk í opnunarleiknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hármetalsveitir eða ekki?

Fyrir skömmu var minn gamli kunningi og bloggvinur, Kiddi rokk, með lista yfir helstu hármetalsveitirnar.
Fór að hugsa hvar þessi skilgreining lægi, Guns ´n´Roses t.d. listanum, sem mörgum þótti ekki rétt!
því rifja ég hér upp nokkrar sveitir og spyr svona út í loftið, eru þær eða ekki Hármetalsveitir!?

Kix.
Preatty Boy Floyd.
T.S.O.L. (True Sounds Of Liberty)
Brittny Fox.
Faster Pussycat.
Twisted Sister.
Slaughter.
Bullet Boys.
Electric Boys.
Europe.
Extreme.
Tesla.
Enuff ´z´nuff.
Electric Boys.

Á plötur með flestum af þessum sveitum, en viðurkenni að ég hef ekki skilgreiningarnar á hreinu!

Þeir svara sem getá nenna eða vilja!


Hvað skildi hún nú segja við þessu...

...Hin gullfallega, gáfaða, gáskafulla, léttkærileysislega, sálfræðimenntaða, sírökræðandi og rísandi handboltastjarna í Val, hún Habba litla Kriss, Hafrún Kristjánsdóttir, hugsa og segja um þennan ofurstyrk sem höfuðandstæðingarnir í Stjörnunni eru að sýna með þessum árangri og sanna?
Hún skelfur áreiðanlega á beinunum og sér fram á þann bitra hrylling, að hún verði í besta falli númer tvö í Íslandsmótinu þegar upp verður staðið í vor!
En ég gæti alveg glaðst, þó Garðabær sé ekki minn uppáhaldsbær, að þær verji titilinn. Ég veit nefnilega ekki betur, en ein lítil frænka mín héðan að norðan sé nefnilega ein af aðalpíunum í liðinu, hún Ásta Sigurðar, dóttir hennar tótu frænku og Sigga Páls!?
mbl.is Stjarnan sigraði í riðlinum á Ítalíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bókin lengi ¨lifi!

Ég hef nú verið bókaormur frá blautu barnsbeini og það gildir nú um flesta mína nánustu ættinga!
Líst ansi hreint vel á þetta, svo lengi sem við verðum í sæmilegu stuði þarna árið 2011!
Reyndar ekkert gaman að þurfa að slást við Finna um þetta, þeir eru svo vænir og líkir okkur um margt og eiga sannarlega mikla bókmenntahefð!
ER ég flæktist dálítið í Svíþjóð, var nú eini maðurinn sem ég mætti á götu og var svo alþýðlegur að bjóða mér upp á sjúss, einmitt elskulegur Finni!
En fleira dútlaði ég í Svðíþjóð, Gautaborg nánar tiltekið, en að þræða göturnar, hékk þar í plötubúðum, fór á tónleika og já, fór svo líka einmitt á hina frægu Gautaborgarbókamessu, sem ekki er nei eins stór og í Frankfurt, en var samt gríðarlega umfangsmikil og fróðleg!Eyddi þar örugglega 5 eða 6 klukkutímum, en náði þó ekki að kynnast nema hluta þess sem var á boðstólnum!
En bókaútrás er auðvitað þegar hafin, Arnaldur örugglega búin að selja núna milljónir af t.d. Mýrinni og Grafarþögn bara í Þýskalandi. Hallgrímur Helga þar auðvitað líka þekktur, Einar Már líka m.a. Steinun Sigurðar auðvitað velþekkt í Frakklandi og Sigurður Pðáls líka o.s.frv. Þessi dæmi áreiðanlega bara örfá af þeim sem til greina mætti koma að nefna! yrsa Sigurðar líka með fína samninga skilst manni með sínar glæpasögur og nýlega var víst gerður samningur um útgáfu á bók Árna "Blúsara" Þórarins Tími nornar einhvers taðar úti líka!Fullt að gerast með íslenskar bókmenntir!
mbl.is Menningarútrás í vændum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mig vantar...! (eða vantar ekki?)

Dug.
Sjálfsaga.
Lífsgleði.
Ástir ónefndrar konu.
Meiri hreyfingu.
Færri kg.
Stærra rúm.
Betri haus.
Fleiri plötur.
Sturtuklefa.
Áhyggur.
Meiri skáldgáfu.
Svartan lit.
Taumhald.
Og eflaust eitthvað fleira, sem augnablikið segir mér ekki frá...!?

Hvað?

Eitthvað er nú fréttaritari mbl.is ekki alveg með hlutina á hreinu hérna!
VArla hafa þær stöllur verið á hlaupum við taflmennskuna? Haha, þetta er nú alveg bráðfyndið!
En rétt skal vera rétt,
þær urðu tvær efstar og jafnar, en komu ekki jafnar í mark, Guðlaug þorsteinsdóttir og Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir, með 7,5 vinninga hvor!
mbl.is Einvígi í Íslandsmóti kvenna í skák
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

1-2!

Þetta er mín spá, núna rétt þegar leikurinn er að byrja og það rignir, rignir og rignir!
Fyrir um 20 árum var ég þarna á vellinum þegar við töpuðum einmitt 1-2 fyrir Spánverjum og það var ausandi rigning þá líka! Teitur Þórðar kom okkur yfir með glæsilegu skallamarki.
Sá svo líka sigurleikin fræga, 2-0 nokkrum árum síðar, þegar landsliðsþjálfarinn núverandi skoraði annað markið!
mbl.is Íslendingar og Spánverjar skildu jafnir, 1:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.2.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 218309

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband