Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
27.6.2008 | 08:02
Merkilegt, en það eru ekki kosningar á morgun!
Það hefði nú þurft að segja manni þetta að minnsta kosti tvisvar, að slíkt gæti gerst, fyrir ekki lengra en ári eða svo, en "frasin" góðkunni að "vika sé langur tími í pólitík" á víst vel við um þetta.
Og hann má líka hafa í huga með framhaldið, því um þessar mundir er kjörtímabilið aðeins hálfnað samkvæmt lögum og reglum og áreiðanlega á mikið vatn eftir að renna til sjávar áður en 2010 er kjósa á næst rennur upp!
Auð vitað gæti dregið enn og aftur til tíðinda áður og það kæmi nú ekki á óvart út af fyrir sig eftir allt sem á undan er gengið, en það verður tímin bara að´leiða í ljós.
En ríkjandi valdhafar munu sem fyrr ríghalda í sín völd og láta þau ekki af hendi fyrr en í fulla hnefana, það er deginum ljósara eftir allan þann Sirkús sem fram hefur farið sl. mánuði og skiptir þá engu virðing fyrir kjósendum né hvað þeir segja í einstökum skoðanakönnunum!
Samfylkingin fengi meirihluta í borgarstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.6.2008 | 14:05
19. júní - Til hamingju með daginn!
Já, innilega til hamingju með daginn íslensku konur og karlar líka!
Í skugga neiðkvæðni og verra efnahagsástands, er aldrei mikilvægara en að treysta böndin sem best milli kynjanna og þá er tækifæri um leið til að efla og auka jafnrétti!
Eitthvað hefur það jú mjakast í rétta átt og konur örlítið verið að öðlast meiri völd og áhrif í okkar litla samfélagi, en betur má ef duga skal, eins og þar stendur, auk þess sem endalaust virðist þurfa að hlúa að og gæta þess sem þó hefur áunnist, svo það gangi ekki til baka!
Þáttaka kvenna í nefndum og ráðum og almenn í stjórnmálabaráttunni, góð dæmi um það.
Afnám úreltra sjónarmiða um ákveðin hlutverk milli kynjanna líka langtímabarátta og þar þarf líka hið vökula auga sífelt að vera á verði, t.d. þegar viðleitni til að flokka störf í kvenna og karla gerir enn og aftur vart við sig að nauðsynjalausu!
En maður hættir auðvitað ekki að vona að þetta batni og að einn góðan veðurdag gætum við séð baráttunni í stærstum dráttum lokið, til að mynda hvað varðar launamismun þó um sömu störf og vinnutíma sé að ræða.
Finnst eiginlega alltaf hálf hallærislegt að þurfa að nefna þetta, ætti í raun og veru ekki að fyrirfinnast né viðgangast.
Punktur og basta!
Í tilefni dagsins mega svo eftirfarandi hendingar fylgja með, settar á blað fyrir margt löngu, en eiga ekki svo ílla við held ég um Fjallkonurnar fríðu!
Lít ég þér í lotningu,
ljúfust allra meyja.
Fyrir dýrðardrottningu,
djúpt skal höfuð beygja!
Vigdís og bleikir steinar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.6.2008 | 16:41
Sex ára stríðið! - Hver vann?
En SEX ÁRA STRÍÐIÐ nú, eða rétt tæplega, virðist engin auljós sigurvegari, ég get allavega ekki komið auga á hann!
Nei, þvert á móti virðast allir hafa tapað einhverju í þessu stríði, allt frá ómældum peningum til almenningsálits og gott ef ekki æru!
En sá er kannski hefur tapað mestu þegar allt er talið og upp er staðið, er líkast til sjálf litla þjóðin sem byggir eyjuna Ísland og það ekki bara fjárhagslega heldur ekki síst í formi einskis verðrar tímaeyðslu og sjálfsvirðingar!
En auðvitað ekki alveg allt búið enn, smærri angar enn hangandi í loftinu, Jónínumál til dæmis og öll sú hörmungarsaga!
Og margt er svo enn á huldu í allri þessari framvindu, mismikið þó, þáttur einstakra fjölmiðla- og stjórnmálamanna meðal annars!
Má hamingjan vita hvort öll þessi saga verði nokkurn tíman að fullu sögð eðaað öll kurl í málinu komist fyllilega til grafar í henni!?
Dómar staðfestir í Baugsmáli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.6.2008 | 14:13
Ísbjarnarblús!
Fékk strax slæma tilfinningu fyrir þessu er ég heyrði þetta í útvarpinu í morgun, að ísbjörn væri gengin á land. Ekki endilega vegna þess að ég héldi að manndráp og át stæði fyrir dyrum, heldur einmitt að eitthvert leiðindamál væri í uppsiglingu!
og ekki er af því að spyrja, afskaplega dapurlegt og ekki hvað síst ef dýralæknirinn Egill hefur í sínu máli rétt fyrir sér. Að sjálfsögðu er þetta svo verst fyrir aumingja ísbjörninn, liggur nú dauður, blessuð sé minning hans!
Til verksins þessa fráleitt er fús,
í fórum leita þó mínum.
Orðum í þennan Ísbjarnarblús
og aðeins í fjórum línum!
Hefði átt að loka veginum" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.6.2008 | 13:18
Ekki byrjar það nú vel!
Að 57% landsmanna hafi líst yfir stuðningi við Hönnu birnu sem næsta borgarstjóra í þessari könnun er auðvitað út í hött og furðulegt sattt best að segja að viðkomandi blaðamaður skuli setja þetta svona fram, vitandi að þetta er kolrangt!
Það kemur eins og fólk sér þegar það les fréttina, skýrt fram að spurt er um hvern D á að velja sér þegar og ef listin tekur við borgarstjórastólnum aftur eftir ár og í hjali dagsins getur maður og annar svosem svarað því.
En Hví svo STöð 2 er að eyða peningum í landskönnun um þetta einangraða val D, er svo aftur önnur spurning, því ekki verðurkosið um embættið svo ég viti, hvorki meðal almennra félagsmanna í D, hvað þá á landsvísu.
Kannski gæti þó formaður flokksins þurft að skipta sér af þegar og ef, fræg dæmi um lsíkt í fortíðinni, en það er og verður þá sem ég segi, innanbúðarvandamál flokksins.
Vilja Hönnu Birnu sem borgarstjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.5.2008 | 22:21
Jörðin skelfur og skelfir!
Atburður gærdagsins, hinn sterki jarðskjálfti á suðurlandi, kom ekki beinlínis vel á mann þótt í fjarlægð væri, skjálftarnir tveir árið 2000 enn í fersku minni, en þá fann ég gott ef ekki báða hér nyrðra, sem ég gerði hins vegar ekki nú!
Ættingjar nokkuð margir á svæðinu, einkum í og við Hveragerði, svo ekki undarlegt þótt manni hafi brugðið, en þeir held ég hafa sloppið bærilega frá þessu.
Aðalatriðið svo auðvitað að meiðsl urðu ekki stórvægileg svo heyrst hafi, þótt tjón á hinum veraldlegu eigum sé mikið og upplifunin mikil angist fyrir marga. Vonandi verður vel unnið með þá sem hvað verst varð brugðið svo langvarandi sálardeyfð verði ekki um að ræða.
Annars minnir þetta okkur enn einn gangin á, að við lifum að sönnu í góðu og gjöfulu landi, en landi þar sem náttúran er óútreiknanleg og í senn eldur og ís geta gert okkur skráveifu!
Þrátt fyrir þessi ósköp, hafa fótboltamenn í liði SElfoss er spila í 1. deildinni, sannarlega ekki lagt árar í bát, heldur léku leik strax í kvöld gegn mínum mönnum í Þór og það þarna syrðra ef mér skjátlast ekki og höfðu frækin sigur 5-2 eða 5-3!
Hefur liðið farið vel af stað, en Selfyssingar eru nýliðar í deildinni!
Hjálparstöðvar opnar í nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.5.2008 | 13:49
Um hvað er Björn að biðja?
Hvernig sem á þetta er litið, er skömm fólgin í og já er SVARTUR BLETTUR á lýðveldissögunni!
Og það er bara rangt hjá dómsmálaráðherranum núverandi að þetta snúist bara um lög og rétt og þar eigi bara að útkljá þetta ef einstaklingum finnst hafa verið á sér brotið. Þetta snýst um stolt og reisn ungs lýðveldis, sem vill helst að yfirvaldið sé sanngjarnt og réttlátt og þjóni þegnum sínum með sann!
Og það er út í hött að ætla að fara nú sérstaklega að æskja þess að menn skoðið þetta í ljósi aðstæðna og tíðaranda, brot eða ólögmæt breytni yfirvalda verður ALDREI ALDREI réttlætt með slíkum afsökunum og rökleysu!
Meintar hleranir hér og njósnir yfirvalda um þegna sína, verða í mínum huga engu betur réttlættar með slíku, frekar en MacCarthyofsóknirnar í Bandaríkjunum eða njósnirnar í A-Evrópu á dögum Kalda stríðsins!
En hvað er BB í raun að fara fram á með þessum orðum.
Að honum sjálfum verði stefnt fyrir dóm sem núverandi dómsmálaráðherra, sem STAÐGENGLI fyrir löngu látin föður hans, sem að líkum átti þarna m.a. stóran þátt!?
Mér finnst afskaplega lítil reisn yfir þessum málflutningi og vona sannarlega að þarna sé ekki túlkuð afstaða ríkisstjórnarinnar í heild!
Engin afsökunarbeiðni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.5.2008 | 14:39
Blessaður borgarstjórinn!
Virkar stirður og staður,
stundum mæli nú hraður.
Ansi er hann svo maður,
yfirlýsingaGLAÐUR!
Borgarstjórinn fagnar niðurstöðu skoðanakönnunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.5.2008 | 13:35
Nöldur niður á við!
Svo er með þessi ummæli eins af nýju þingmönnum D-listans, þau eru satt best að segja vanhugsuð og já eiginlega kjánaleg!
EF það er einhver sérstök "vinstristwefna" að horfa gagn´rýnum augum á og meta hagsmunina til eða frá með að hefja þessar veiðar og fá þessa niðurstöðu, að meiri hagsmunum sé fórnað fyrir minni, þá mætti alveg halda því fram með sömu rökum að allavega hluti flokksins sem Jón sjálfur er í, sé með slíkt "Niðurtalsnöldur" og það meira að segja gagnvart öðrum félögum í sama flokki!
Samtök iðnaðarins hafa svo lengi sem ég man predikað að Ísland ætti að sækja um inngöngu í Evrópusambandið, það þjónaði ekki bara eigin hagsmunum, iðnaðinum, heldur þjóðinni í heild!
þar innanborðs eru sem kunnugt margir frómir D menn og hafa alltaf verið.
En forysta flokksins og stefna hans hefur verið alveg hörð í andstöðu við þetta sjónarmið og þar hefur einmitt hinu margkveðna viðkvæði óspart verið hampað, "Að við værum að fórna meiri hagsmunum fyrir minni að ganga þarna inn"!
Stefna D hefur þá alveg á sama hátt verið "vinstrisinnuð" og talað niður atvinnustarfsemi á vegum iðnaðarins!
Eða hvað?
Nú veit ég auðvitað ekkert hvar Jón Gunnarsson stendur í þessu gagnvart Evrópusambandinu, en svona málflutningur er nú rislítill finnst mér!
Fleiri dæmi væri líka alveg hægt að taka og ætli t.d. margir af fórkólfum ferðaþjónustunnar og athafnamenn t.d. í Bretlandi myndu ekki lyfta brúnum ef Jón sakaði þá um slíkt "vinstrisinnaðaraniðurtal" ef þeir gagnrýna veiðarnar, sem þeir hafa einmitt reyndar margir gert!
Mér finnst þetta niðurdrepandi eiginlega og þá kannski ekki síst fyrir ríkisstjórnarsamstarfið, en hvur veit nema Jóni ásamt Sigurði Kára nokkrum og fleiri, langi bara til að komast úr stjórn, láta Völvu vikunnar hennar Gurríar reynast samspáa!?
Vinstristefna að tala niður atvinnulífið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.5.2008 | 22:44
Og Hanna Birna og Gísli Marteinn eru auðvitað sammála því!?
Nú eða Villi karlinn?
Þetta er nú eiginlega bara brandari og raunar drepfyndið að þetta skuli vera gert að frétt hér á Mbl.is!
Ekki beinlínis undrunarefni að traustið sé dvínandi á D listanum í borginni þessi síðustu dægrin og ekki vill það batna!
Og ekki er Hr. Snæhólm tryggur sínum gamla herra, sem hann þó kepptist við að mæra og mása upp í fésið á fyrir örfáum mánuðum, en kannski hefur hann nú fengið loforð um bitling hjá nýjum herra ef hnossið verður hans!?
Sjón er sögurík,
"Sirkús Reykjavík".
Engu öðru lík,
Asnapólitík!
Lýsir stuðningi við Júlíus Vífil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar