Merkilegt, en það eru ekki kosningar á morgun!

Að S listin skuli nú í hverri könnuninni á fætur annari mælast með hreinan meirihluta, verður já að teljast nokkuð merkilegt á vettvangi pólitískra dægurmála.
Það hefði nú þurft að segja manni þetta að minnsta kosti tvisvar, að slíkt gæti gerst, fyrir ekki lengra en ári eða svo, en "frasin" góðkunni að "vika sé langur tími í pólitík" á víst vel við um þetta.
Og hann má líka hafa í huga með framhaldið, því um þessar mundir er kjörtímabilið aðeins hálfnað samkvæmt lögum og reglum og áreiðanlega á mikið vatn eftir að renna til sjávar áður en 2010 er kjósa á næst rennur upp!
Auð vitað gæti dregið enn og aftur til tíðinda áður og það kæmi nú ekki á óvart út af fyrir sig eftir allt sem á undan er gengið, en það verður tímin bara að´leiða í ljós.
En ríkjandi valdhafar munu sem fyrr ríghalda í sín völd og láta þau ekki af hendi fyrr en í fulla hnefana, það er deginum ljósara eftir allan þann Sirkús sem fram hefur farið sl. mánuði og skiptir þá engu virðing fyrir kjósendum né hvað þeir segja í einstökum skoðanakönnunum!
mbl.is Samfylkingin fengi meirihluta í borgarstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einmitt, það eru ekki koningar á morgun — sem betur fer. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú ásamt Ólafi Friðriki tíma til þess að rétta úr kútnum og láta hendur standa fram úr ermum og FRAMKVÆMA þau nauðsynlegu verk sen gera þarf í borginni, ekki síst í samgöngumálum og allir eiga að vita hver eru. Þegar fólkið sér að unnið er að þessum framfaramálum eykst fylgið við Sjálfstæðisflokkinn á ný og borgarstjórnin endurheimtir trausrið. En hún þarf að VINNA fyrir því. Og gáum hér einnig að tvennu; annars vegar er borgarstjórnin væntanlega í sumarfríi um þessar mundir og því er ekki nema eðlilegt að fylgið sé óbreytt. Hins vegar verður Hanna Birna ekki borgarstjóri fyrr en þann 22. mars árið 2009. Ekki er við öðru að búast en að sjálfstæðismenn hér í borg hlakki til þess dags en þá hljóta Reykvíkingar að gera þá kröfu að staðið verði við kosningaloforðin — þau efnd — og slíkt útheimtir auðvitað FRAMKVÆMDIR — ekki froðusnakk.

Kær kveðja, Þorgils Hlynur Þorbergsson.

Þorgils Hlynur Þorbergsson (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 11:44

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Takk fyrir innlitið Þorgils Hlynur, þú lítur þetta nokkuð raunsætt sýnist mér, með sýn þess vissulega sem styður núverandi meirihluta. Við sjáum bara hvað setur og hverju fram vindur, en hvort sem borgarstjórnin er í vinnunni eða ekki, gefur þessi könnun og fleiri á undan til kynna, að andrúmsloftið þessa stundina er meirihlutanum í óhag, skilin einfaldlega svo skörp í þeim!

Magnús Geir Guðmundsson, 27.6.2008 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 217945

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband