Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Karen, Ó Karen!

Já, er það ekki bara, eiga ekki að minnsta kosti Sjallarnir að taka núna upp nýja útgáfu af Evróvisíonlaginu hans Jóa helga sem Bjarni Ara söng um árið og að sjálfsögðu með undirleik hins nýja meðlimsins í flokknum, bæjarstjórans sjálfs á nikkuna!?
Þetta segir sig nú eiginlega alveg sjálft já!
En hvaða vangaveltur þetta eru með mælin og dropan, er hins vegar ekki alveg á hreinu hérna, kannski strax komin áfreiningur um hvort það hafi verið orð nafna míns Þórs í andstöðu við flóttamannainnflutningin eða þessi tillaga Bjarkar hinnar spöku og annara í minnihlutanum í Reykjavík?
Og svo lðíka þetta með "að vera áfram gamli góði jafnaðarmaðurinn þótt í D flokkin sé gengin".
Skildi vera hægt bara sísvona rétt til að borga flokksgjöldin annars staðar, vera hægt að skipta um flokk, en bara alls ekkert um skoðanir?
Jú, asnaleg spurning líkast til, í pólitík er allt hægt annað fyrst aftur og aftur er hægt bara að snúa baki við kjósendum sínum og því framboði sem maður var kosin fyrir.
Væri ekki eðlilegra bara að taka upp einmenningskjördæmi svo svona einstaklingsframtak heyrði sögunni til, allavega að prófa það í einhverjum mæli og þá fyrst svona á sveitastjórnarstiginu?
Eða þá að breyta kosningalöggjöfinni svo einstaklingar gætu ekki sniðgengið framboð sín svona og kjósendur þegar og ef þeir fara í fýlu eða af öðrum ástæðum.
mbl.is Sjálfstæðismenn með hreinan meirihluta á Akranesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kobbi í klípu?

Veit ekki alveg, nema hvað borgarstjórinn er í eilífu sjálfsköpuðu klandri og vandræðagangi með sig og sitt mál!
Jabkob Frímann hefur eins og fleistir vita verið um margt farsæll sem tónlistar- og framkvæmdamaður í áratugi.Undir hans stjórn hafa STuðmenn auðvitað margsinnis á löngum ferli (með góðum hléum þó) "Skorða grimmt" hjá þjóðinni,selt fult af plötum, búið til bió og margt fleira sem gengið hefur vel, þó vissulega hafi líka sumt misheppnast.Jakob á líka sinn stóra þátt í pólitíkinni á þessu landi, fyrst og síðast sem einn ötulasti talsmaður þess að íslenskir jafnaðarmenn sameinuðust sem mest og best. Hversu vel það hefur tekist er nú álitamál, en allavega var hann frá stofnun Samfylkingarinnar þar ötull í starfi og um skeið varaþingmaður.
Að komast í fremstu röð misheppnaðist þó sem kunnugt er alltaf, honum gekk einhverra hluta vegna ekki vel í endurteknum prófkjörum.
Um brotthvarfið úr S og Íslandshreyfinguna þarf svo ekki að fjölyrða.
Jakob er áreiðanlega út af fyrir sig fínn í öll þessi verkefni og gæti til dæmis sja´lfsagt gert margt fyrir miðborg Reykjavíkur með hugmyndaauðgi sinni. En þó Sjallarnir segist jafnvel bara sáttir við þetta hafarí allt saman, finnst manni einvhern vegin eins og sutt geti verið í að allt springi, eða það séu þá virkilega engin takmörk fyirr hve vandræðagangurinn megi vera mikill!?
Spyr sá sem ekki veit!
mbl.is Spurt um ráðningu Jakobs Frímanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Láru Hönnu vantar hjálp!

Já, mína góðu vinkonu Láru Hönnu, þeirri miklu baráttukonu fyrir náttúru landsin, vernd hennar og vegferð, veitir ekki af aðstoð nú í baráttunni!
Væntumþykja hennar og baráttuþrek virðist nær óendanleg, en á sér þó sín takmörk og meiri styrk þarf til að hafa áhrif en hennar einnar og örfárra annara.
Leggið henni og stöllum hennar lið, þó ekki væri nema með því að kynna ykkur málstaðin.

htt://larahanna.blog.is/blog/larahanna/


Fyndin fjárútlát!

Eitthvað hafa menn að undanförnu já verið að fetta fingur út í þetta, óþarfa flottræfilsháttur og fínerí á æðstu ráðamönnum nú þegar syrt hefur í álin og nauðsynlegt að ganga á undan með góðu eftirdæmi og allt það!
Nenni nú sjálfur ekki að nöldra mikið út af þessu, má auðvitað gagnrýna þetta og spyrja hví og hvrsu nauðsynlegt þetta NATObrölt er, en rengi svosem ekkert þessar tölur sem þarna eru nefndar og fyrst við erum enn í þessu þá bara kostar það sitt.
En það má brosa og spyrja líka til dæmis hvað þurfti nú Inga jóna Skagastúlka að þvælast þarna með karli sínum Haarde, getur hann eða þá hún ekki verið aðskilin yfir nótt þó ekki væri meira!?
Nú, svo er það þetta með sætin sem buðust fjölmiðlunum og forsætisráðuneytið mátti ekki "framselja"!?
Í fyllstu merkingu orðsins verður þetta jú réttur skilningur, en hingað til hefur nú hugtakið að framselja þýtt að eitthvað sé látið af hendi til einhvers annars án þess að vera nýtt, eða það hef ég nú haldið!
En þetta gæti kannski verið svipað og þegar eitthvert "Möppudýrið" í kerfinu tók upp á því að "úthýsa" öllum fjáranum í einhverjum reglum eða útboðsgögnum, en fram að því hafði nú hugtakið þýtt að reka einhvern á dyr eða eitthvað í þeim dúr!
En hvað sem því líður, þá er það sömuleiðis heldur broslegt að Moggin megi ekki borga sitt sæti. Ætli hann megi þá ekki bara gefa ríkissjóði upphæðina sem kosnaðinum við sætið nam, varla er það nú bannað líka?
En við svona tækifæri kemur kannski upp löngun sem annars er ekki fyrir hendi að vera stjórnmálamaður, finnst nefnilega svo skrambi gaman að fljúga og með svona "klassa" væri náttúrulega toppurinn haha!
mbl.is Þotuleigan var 4,2 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þungt högg fyrir Hannes!

Annað verður nú ekki sagt um þessi tíðindi, eftir allt sem á undan var gengið, fullvissu Dr. Hannesar um eigið góða verk og svo framvegis!

Hann ekki dæmdur til að greiða miskabætur sem slíkar, en telst nú svo ekki er hægt að misskilja, dæmdur maður fyrir ritstuld!

Nú er Hannes hnípin mjög,
hreint ekki nei glaður.
Blessaður já braut víst lög,
bersyndugur maður!


mbl.is Bótaskyldur vegna ævisögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EFtirmaðurinn blindur blökkumaður!

Já, ljótur er á tánum eins og krumminn á skjánum, hann Eliotkarlinn, siðferðispostuli í orði en ekki á borði!
En eftirmaður hans vekur mikla athygli og segja má að hann geti kannski í bili að minnsta kosti, stolið dálítið senunni frá Odama, sem keppir nú að verða forsetaefni Demokrata.
David Patterson er nefnilega blökkumaður og verður sá fyrsti úr þeirra hópi sem gegnir starfi ríkisstjóra í New York.
Það sem er þó jafnvel enn merkilegra og færri vita sömuleiiðis, er að hann er blindur!
Verður afskaplega fróðlegt að sjá og heyra hvernig þessum 54 ára manni gengur í þessu veigamikla embætti!
mbl.is Eliot Spitzer sagði af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Niðurstaða?

Leitt að á sjálfan Konudaginn skuli ein slík, fremst í flokki stærsta flokksins í borginni og landinu öllu, þurfa að standa í svona orðainnihaldsleysu!
Þetta heitir nú bara að sópa vandanum að mestu leiti undir teppið, við blasir að hugsunin var ekki "íllu er best aflokið", heldur "íllu er best skotið á frest"!
Það er nú það eina sem hægt væri nú að kalla niðurstöðu í þessu!
mbl.is Styður yfirlýsingu Vilhjálms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aldrei að víkja!?

Hinir miklu fornkappar Íslendingasagnanna líkt og fleiri slíkar úr sögnum annara landa, kusu jafnan frekar dauðan, "að fall með sæmd" frekar en að vægja eða víkja undan! Ætla nú reyndar ekkert að fullyrða að svo hugsi Vilhjálmur blessaður, en óneitanlega virðist manni, ef þetta er rétt í fréttinni, að frekar vilji hann láta aðra koma sér frá ef því verður þá yfir höfuð að skipta, en að hann með sitt stolt víki sjálfur af "vígvellinum"! Kannski munu þá aðrir verða til að kyngja stolti sínu,hinir borgarfulltrúar D listans, ella samþykkja þeir hann ekki áfram sem leiðtoga og verðandi hugsanlegan borgarstjóra á ný eftir ár! Miðað við allt sem á undan var gengið þá hlýtur þetta að vera já, annað hvort eða..! En ekki batnar nú ástandið eða hressist ásýndin, hvor niðurstaðan sem svo verður ofan á!
Þótt svellkaldur svíki og blekki,
að sönnu bíði við hnekki.
Karl er keikur,
vergi smeykur
Nei, Vilhjálmur víkur sko ekki!
mbl.is Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson víkur ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur ekki á óvart!

Nei, þessi endursending til Héraðsdóms kemur ekki á óvart.
Ég bloggaði nokkuð skarplega um þetta eftir að hafa lesið yfir dóminn og vandaða greinargerð Sálfræðings er fylgdi með.
Fannst himinhópandi eftir þá lesningu, að mistök væru í sýknunni og það hefur Hæstiréttur nú staðfest.
Það er hins vegar með miklum ólíkindum, að ekki bara er um ranga niðurstöðu á verknaðinum sem slíkum að ræða, hann hafi verið hreint og klárt ofbeldi í skilningi laga, heldur opinberast hér hjá viðkomandi Héraðsdómurum vanþekking á ítrekuðum túlkunumHæstarétts á viðkomandi grein Hegningarlaganna!
Hjá leikmanni vekur það nú mikla athygli og umhugsun og maður spyr sig, er þetta nokkuð algengt, að undirréttur sé svona aftur og aftur að gera mistök fyrir einhvern klaufaskap og ótrúlega vanþekkingu? tíma og almannafé þannig kastað með ótrúlega óþörfum hætti á glæ!?
Ég ætla nú rétt að vona að svo sé ekki, þetta hafi verið undantekning sem endurtaki sig ekki og að nú muni Héraðsdómur vanda sig hið besta þegar málið verður tekið fyrir á ný og í því dæmt réttlátlega!
mbl.is Ályktun héraðsdóms stenst ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá vaknar spurningin!

Nei, ekki ástæða til annars en að óska Halldóri Sævari til lukku sem og Öryrkjabandalaginu sjálfu, hann hygg ég mjög vel liðin sem formaður í Blindrafélaginu!
En spurningin þá bara hvort þá þurfi ekki að finna nýjan formann fyrir Blindrafélagið, varla geti hann sinnt báðum þessum störfum eða hvað!?
Og ef svo er, hverjir koma þá til greina,varaformaðurinn þá kannski helst?
Verður fróðlegt að fá svar við þessu!
mbl.is Halldór Sævar Guðbergsson kjörinn formaður ÖBÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband