28.10.2008 | 20:44
ÉG játa, sá myndina! (minnir mig!?)
En ég var nú vart komin á unglingaskeiðið, alls ekki kynþroska hygg ég, þegar ég sá myndina í fyrsta og seinasta skipti. Og ekki er hún nú merkileg í minningunni né minnistæð raunar í sannleika sagt og ég man það ekki lengur hvort það var af V 2000 spólu, Beta eða VHS sem hún var á! (sem skiptir nú engu reyndar, en segir hins vegar að ansi langt er um liðið)
En Linda bomban (sem ég held að hafi kallast Lovelace í bransanum!?) "lék" þarna klappstýru sem fædd var með sníp í hálsinum (eða var með hann þar að einhverjum öðrum orsökum, man það nú ekki lengur) þannig að til þess skýrskotar nú nafnið "Djúpi háls" en ekki til lengdarinnar sem slíkrar, ef einhver skildi nú ekki vita það.
En það fór víst ekki vel fyrir henni Lindu, minnir að hún hafi nú þrátt fyrir ofbeldi og fleira sem því fylgdi í klámbransanum, snúið að hluta allavega aftur í hann, eitthvað sem mig enn og aftur minnir. En lífdaga þar né yfir höfuð í þessari tilveru átti hún hins vegar ekki mjög langa, lést í umferðarslysi. (minnir mig)
![]() |
Leikstjóri Deep Throat látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.10.2008 | 20:06
Aldrei aftur Zeppelin!
1980 er John Bonham var allur var dæmið einfaldlega búið, ferill þessarar einnar frægustu rokksveitar var allur, hinir þrír eftirlifandi þá einróma sammála um að hætta. Og í raun hafa þeir Page, Plant og Jones staðið við það, síðustu upptökurnar komu vísu út síðar, á Coda auk þess sem hinar og þessar safnútgáfur hafa litið dagsins ljós, en það hefur aldrei í raun verið verulega í deiglunni, að nokkurri alvöru, að þeir þrír kæmu aftur saman og tækju upp nýtt efni sem Led Zeppelin. Þó bæði saman og sitt í hvoru lagi hafa þeir brallað margt sem kunnugt er, þeir Page og Plant m.a. unnið eina hljóðversplötu og eina tónleikaplötu, en það var undir þeirra eigin nöfnum.Tónleikar eru svo teljandi á fingrum annarar handar, þar sem þeir þrír hafa látið til leiðast að koma fram og þá sem Zeppelin, en þó alltaf með hálfum huga að því ekki hefur verið betur skilið.
Live Aid var fyrst með pgil Collins á trommunum, en síðar kannski tvívegis svo hægt sé að nefna held ég í alvöru, þetta tilefni á sl. ári er þeir komu saman ásamt Jason í afmælifagnaði stofnanda Atlanticútgáfunnar og svo áður í 25 ára afmæli sömu útgáfu held ég.(ártalið gæti nú verið annað, man það ekki)
Það er bara eins og fyrri daginn með þetta, að peningar ráða ugglaust fyrst og fremst ferðinni, góðar summur í boði sem Page og Jones telja sig ekki geta hafnað.
En neineinei, þetta er né verður ekki í raun og sann Led Zeppelin, hún dó og var grafin með "Gonzo", John Bonham!
![]() |
Zeppelin í hljómleikaferðalag án Plant |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.10.2008 | 00:32
Æsingur í Iðnó!
Veit svosem ekki, en víst er að margt er nú í lausu lofti í vóru landi og ástandið ókyrrt og vandasamt.
Hef alltaf verið hrifin af Lilju og víst er að afskaplega erfitt er yfir höfuð að ná utan um hvernig við getum staðið við að borga hundruða milljarða lán með þetta um 3% vöxtum á frekar stuttum tíma.Og vaxtahækkanir eru nú ekki það sem við þurfum nú á að halda, heldur hafa nær allir hópar og samtök verið að hrópa á hið gagnstæða, lækkun!
Svo er það krónugarmurinn.
Þegar aftur fer á flot,
fánýt okkar kkróna.
Eflaust sekkur eins og skot,
ekki þolir meira brot,
Nú minnir helst á auman ræsisróna!
![]() |
Húsfyllir í Iðnó - hiti í fundargestum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.10.2008 | 17:03
Góð úrslit, en rimman aðeins hálfnuð!
Jafntefli, 1-1 eftir að íslenska liðið hafði náð forystunni snemma!
En þetta er auðvitað ekki búið, seinni leikurinn á fimmtudag verður harður og þær írsku eru áreiðanlega ekki búnar að gefat upp.
En okkur nægir 0-0 jafntefli, einfaldlega að halda hreinu og þá er STÓRI DRAUMURINN orðin að veruleika, sæti í úrslitakeppni EM í Finnlandi á næsta ári!
Allir, já ALLIR! Þeir sem vettlingi geta valdið, skulu nú streyma í Laugardalin og styðja stelpurnar til sigurs í þessari rimmu við þær írsku!
![]() |
Ísland færðist skrefi nær EM |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.10.2008 | 15:47
"Það er komin tími til", sagði Alonso og hann sá SJÁLFUR til þess!
Ekki besti né eftirminnilegasti leikur ársins kannski, en hann staðfestir enn frekar að Rauði herin er til alls líklegur og virðist í dag allavega gera alvöru tilkall til enska meistaratitilsins!
Yndislegt að Alonso skildi eiga markið, einmitt eftir að hafa verið í þessu viðtali og sagt það fullum fetum að nú væri komin tími á að stoppa Chelsea!
En þetta var bara sigur í einni orustu, stríðið enn bara nýhafið, en mikið rosalega er þetta sætur sigur og kærkomin!
![]() |
Chelsea - Liverpool, bein lýsing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.10.2008 | 00:40
Lára Hanna í línum fjórum!
Að gefnu tilefni.
Lára Hanna vinsæl er að vonum.
víðtæk enda hennar fróðleikslindin.
Lesin er af körlum jafnt sem konum,
komin er nú alla leið á tindin!
Hvert tilefnið er og upp á hvaða "Tind" átt er við, geta menn væntanlega giskað léttilega á!
24.10.2008 | 17:09
Liverpool hyggst já, BINDA ENDI á sigurgöngu Chelsea á heimavelli!
![]() |
Hyggjast enda sigurgöngu Chelsea |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 17:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.10.2008 | 09:36
Fróðleg bók um fjármálin!
Þó vissulega sé of seint í rassin gripið fyrir marga, of seint að byrgja brunnin, þá finnst mér ekki úr vegi að benda á mjög fína bók eftir þann góða og gegna ráðgjafa, Ingólf H. INgólfsson, er varðar hina ýmsustu rangala fjármálaumhverfisins.
"Þú átt nóga peninga" heitir þessi ágæta bók, sem kom út fyrir nokkrum árum og fjallar á fjölbreyttan hátt um fjármál heimilana og fer yfir hin mörgu hugtök á skilmerkilegan hátt sem þar koma við sögu.
Ingólfur hefur ásamt eiginkonu sinni, Barbel Schmit, um langt árabil rekið fjármálaþjónustuna Fjármál heimilana, veitt margvíslega ráðgjöf og haldið mjög vinsæl námskeið fyrir almenning og fyrirtæki.
Þar hefur hið merkilega Veltukerfi ekki síst spilað stóra rullu hvað einstaklinga varðar, en þeir sem vilja kynna sér þetta nánar, geta farið inn á vefsvæði þjónustunnar,
spara.is.
Þarna má líklega nálgast eintak af bókinni sem svo fólk getur líka fundið á bókasöfnum.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.10.2008 | 14:26
Tryggvi "Tekur á'ðí"!
Já, blessaður karlinn hann Tryggvi gísla er nú ekki beinlínis þekktur fyrir það gegnum tíðina, að sitja þegjandi hjá með skoðanir sínar, þær hefur hann oft og einatt látið í ljós gegnum tíðina svo athygli hefur vakið!
Kannski mest um skólamál, íslenska tungu og þess háttar, en margt fleira líka.VAr hygg ég megi segja svo farsæll skólameistari MA, að því ógleymdu að hafa einnig verið góður og gegnheill Framsóknarmaður af gamla skólanum! Bróður hans muna örugglega margir eftir, Ingvari fv. menntamálaráðherra Framsóknarflokksins og svo er nú sonur Tryggva landsmönnum kunnur vel,Gísli, fv. lögfræðingur og framkvæmdastjóri minnir mig líka hjá BHMR, en núverandi umboðsmaður neytenda (og sömuleiðis reyndar góður Framsóknarmaður!)
Mér fannst Egill já æsa sig fullmikikð við Jón Ásgeir þarna um daginn, en Simmi strákur var nú bara að taka sig taki þarna eftir að hafa fengið falleinkun hjá þorra áhorfenda í viðtali sínu fræga við Davíð Oddson!
("Vitlausi eða heimski", man ekki nákvæmlega einkunagjöfina, fréttamaðurinn Helgi Seljan, hefur kannski verið Simmanum fyrirmynd svona einu sinni kannski!?)
Enenen, nenni annars ekki að velta mér upp úr þessu frekar, slæ þessu bara upp í létt kæruleysi!
Tryggvi Gísla telur RÚV,
á tryllingslegum villigötum.
Garminn Simma sting'í stúf,
strákin Egil í ljótum fötum!
![]() |
RÚV sagt kynda undir sleggjudómum og ofstæki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.10.2008 | 11:42
Alls ekki út í hött!
Þá er auðvelt út af fyrir sig, að vera ósammála myndtextanum sem fylgir hér um Lionel Messi, því það hafa nefnilega nokkuð margir frægir kappar spilað fyrir bæði félögin!
Í fljótu bragði man ég strax eftir sjálfum núverandi þjálfara Real Madrid, Þjóðverjanum sérstaka Bernd Schuster, en aðrir sem koma upp í hugan eru t.d. danski dáðadrengurinn Michael Laudrup, portúgalin Luis Figo og svo allavega einn Spánverji, kantmaðurinn frábæri Luis Enriqe!Þeir eru svo auðvitað fleiri, gott ef hinn brasilíski Ronaldo var ekki líka í herbúðum bæði Real og Barcelona (auk þess nú líka, sem er alveg makalaust, að hafa verið á mála hjá báðum stórveldunum í Milanó á Ítalíu, Inter og AC!) auk þess sem mér finnst að annað hvort hinn búlgarski Stoyskov eða hinn rúmenski Georgi Hagi hafi komið við sögu hjá báðum sömuleiðis, en það kann að vera misminni!
Rifja þetta upp svona í snarheitum til gamans!
![]() |
Messi, Ronaldo og Kaka eiga heima hjá Real |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
-
Jens Guð
-
arnar valgeirsson
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Big Fats Slim
-
Blúshátíð í Reykjavík
-
Brynjar Davíðsson
-
Einar Bragi Bragason.
-
Eva Benjamínsdóttir
-
Eygló
-
Gulli litli
-
Heiða Þórðar
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Hlynur Hallsson
-
Hólmdís Hjartardóttir
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Ingvar Valgeirsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Kolbrún Stefánsdóttir
-
Kristinn Halldór Einarsson
-
Kristín Einarsdóttir
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Kristján Kristjánsson
-
Kristján Logason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Oddur Helgi Halldórsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Rannveig H
-
Sema Erla Serdar
-
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
-
Sjónstöð Íslands
-
Solla Guðjóns
-
Steingrímur Helgason
-
Svala Jónsdóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Vefritid
-
Víðir Benediktsson
-
Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar