22.10.2008 | 11:12
Ein af stóru spurningunum!
Margur maðurinn, almennur launþegi, svaraði kalli á sínum tíma er stjórnvöld og fjárma´lastofnanir m.a. hvöttu sem flesta að taka þátt í viðbótarlífeyrissparnaði. Og sem fram kemur í fréttinni, hefur þetta svo tengst kjarasamningum, vinnuveitendur komið með viðbótarmótframlag auk þess gamalgróna varðandi almennu framlögin í lífeyrissjóðina.
Það hefur svo verið misjafnt hvernig kostur hefur verið valin til ávöxtunar á þessum aukasparnaði og því miður virðist mikill vafi leika á um þann hluta sem fólk hefur m.a. sett í hina ýmsu sjóði í vörslu bankanna þriggja. Auk svo óvissunnar um hvort og þá hve miklu fólk hefur tapað sem geymt hefur sinn sparnað í slíkum sjóðum, þá er framtíðin líka óviss um réttindin og ávöxtunina, en sú óvissa gildir reyndar almennt hygg ég um alla aðra líka er bæði eru lífeyrisþegar nú þegar eða verða það í framtíðinni og alla almenna sparifjáreigendur!
Hugum að almennu sparifé líka, verðbólga eykst.
Sem margoft hefur verið hamrað á síðustu vikurnar eru innistæður á almennum sparireikningum tryggðar upp að ákveðnu marki samkvæmt lögum.(u.þ.b. þremur m. í einstaka banka a.m.k. ef mig misminnir ekki?)
En í ljósi þess að verðbólga hefur aukist, er nú um 15% og að stýrivextir hafa loks verið lækkaðir, sem þá er jafnframt ávísun á almenna vaxtalækkun, hygg ég að fólk þurfi líka að huga að þessum reikningum og athuga hvort raunávöxtunin geti á einhverjum tilfellum ekki stefnt í að verða neikvæð!
Fyrir þá sem ekki þekkja, þá er raunávöxtun sá mismunur (í þessu tilfelli) innlánsvaxta og þeirrar verðbólgu sem reiknast á hverjum tíma og gildir á vaxtadegi. Held já að þetta sé misjafnt varðandi hina ýmsu reikninga og mismunandi peningastofnana, en hvet fólk eindregið til að kynna sér þetta vel upp á framtíðina að gera. Vaxtalækkun gildir nefnilega líka um innlánin, eignirnar okkar, ekki bara um útlánin, skuldirnar okkar!Allt þetta stóra þrengingadæmi gerir það auðvitað líka að verkum að bankarnir og aðrar fjármálastofnanir/fyrirtæki, eiga erfitt með að standa undir hárri ávöxtun, þegar tekjumöguleikar hans m.a. af lánastarfsemi minnkar með lægri gjöldum á útlánum.
Í þeim efnum situr þó verðtryggingin enn á sínum stað, en á afnám hennar hrópar nú margur í kreppunni!
Það dæmi er þó held ég mjög flókið mál og erfiðara að fást við en vaxtaumhverfið!
![]() |
0-4% lægri ávöxtun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.10.2008 | 14:26
Ekki nokkur spurning!?
Jájájá, stráksinn Ronaldo var nokkuð sprækur, satt er það og skoraði fín mörk þegar félagið slysaðist með gríðarlegri heppni til að vinna Evróputitilinn m.a. Það er já satt, en hann var slappur í Evrópukeppni landsliða þar sem portúgalar stóðu sig ekki í stykkinu!
Þá sýndi hann ekki slíka snilli strax á sínu fyrsta tímabili í enska boltanum sem Torres gerði sl. vetur, gat nú lítið svona fyrstu tvö árin minnir mig.
Svo hefur hann einn mjög stóran galla, sem ég veit að er viðkvæmt mál að tala um, þ.e. afskaplega lélegir leikhæfileikar, sem blessaður drengurinn virðist þó alltaf annað veifið þurfa að sýna heiminum!
Að öðru leiti auðvitað mjög góður fótboltamaður!
En Torres á að fá boltan núna!
![]() |
Benítez: Torres á að fá Gullknöttinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.10.2008 | 16:12
Þar rataðist kjöftugum satt orð á munn!
Svo er Ingibjörg Sólrún komin heim, að vísu örugglega ekki búin að jafna sig á veikindum sínum eða heilaaðgerðinni í kjölfar þeirra, en ætla má að komist hún á fullt skrið bráðlega, muni einhverra tíðinda að vænta.
Ég sem eflaust margur annar hef velt því fyrir mér hvort þessi satt best að segja ofurraunsæislega atburðarrás síðustu tveggja til þriggja vikna hefði ekki orðið öðruvísi og þá þáttur Seðlabankastjórans/bankans ef hún hefði verið með formanni D í brúnni?
Auðvitað ómögulegt að fullyrða nokkuð, en er þó sannfærður um að meiri synsemi hefði getað ráðið för og víðsýni í viðbrögðum við vandanum.
![]() |
Jón Baldvin: Seðlabankastjóri þvælist fyrir á strandstaðnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.10.2008 | 16:32
Merkilegur "Fjári" fótboltinn!
Það er bara að verða regla frekar en undantekning hjá liðinu að lenda undir, einu eða jafnvel tveimur mörkum, nú eða einu oftar en eitt skipti í hverjum leik, en snúa alltaf taflinu sér í vil!?
Og úrslitin frá Manchester fyrir tæpum hálfum ma´nuði endurtóku sig, 3-2, en í stað þess að lenda tveimur undir í dag líkt og þá, náði Wigan þess í stað forystunni tvívegis!
Og viss vendipunktur í dag líkt og þá, brottrekstur, sem í báðum tilvikum verður ekki skoðaður öðruvísi en klaufaskapur að hálfu viðkomandi leikmanna, kappið bar þá ofurliði.
Eins gott að taugar hörðustu fylgismanna séu í góðu lagi, en þetta gengur þó varla til lengdar að bjóða upp á svona háspennu leik eftir leik!
En, Meistaraheppni? Hver veit?
En gaman að sjá Pennant aftur fá tækifæri og sýna takta, Kuyt sömuleiðis sanna að hann er markaskorari, líkt og hann var upphaflega keyptur til og svo var gaman að hinn spænski riera skildi opna markareikningin!
Aftur á móti dapurt fyrir varnarleikin að Agger var í vandræðum gegn hinum spræka Egypta SAki.
Næst eru svo svakalegir leikir, Athletico Madrid á Spáni í Meistaradeildinni og svo risaslagurinn við Chelsea á Stanford Bridge um næstu helgi!
Þá verður væntanlega bundin endi á vissa sigurgöngu!?
18.10.2008 | 15:20
Jamm, en svo var einhver að tala um meiðslavandræði hjá Chelsea!?
En spyrjum að leikslokum nú sem fyrr.
En vangaveltur um meiðsli hjá hinu toppliðinu, Chelsea, voru ansi áberandi síðustu daga, en nú sést hve mikilvægt er að hafa stóran hóp og breiðan, rulluðu yfir Middlesbro og virðast nú ekki árennilegir!
Torres Og hann Martin miðvörður með erfiða eftirnafnið meiddir hjá Liverpool auk Babel og halda mætti kannski að sagan væri bara að endurtaka sig frá sl. tímabili er allt fór í vesen er Agger meiddist!
![]() |
Arsenal og Liverpool knúðu fram sigra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.10.2008 | 22:34
Matur er mannsins megin!
Nú er það auðvitað umdeilanlegt hversu langt skuli ganga eða hvort yfir höfuð eigi að blanda markaðsmálum í barnauppeldi eða láta þau yfir höfuð (auglýsingar með meiru) koma nálægt þeim og hefur Latabæjarævintýrið sannarlega ekki farið varhluta af slíkum vangaveltum, jafnvel deilum.
En í þessari mjög svo athygliverðu könnun hennar Ingibjargar finnst mér sjálfum þetta geta farið saman með jákvæðum hætti, er í hlut á hollusta í mataræði!
Auðvitað eiga lítil börn ekki að læra að meta vatnið okkar góða eða ávexti og grænmeti, einungis vegna þess að þau hafa gaman af vissum sjónvarpsþætti þar sem slík fæða kemur við sögu, en ef það hjálpar og verður til þess að krakkarnir venjast því að neyta hennar, þá finnst mér það gott mál. Og munum, "Að lengi býr að fyrstu gerð"!
Full ástæða því til að minna á þessa málstofu hennar Ingibjargar og hvetja fólk sem hefur áhuga á að mæta þarna á mánudaginn.
Annars hafa nú örlögin hagað því svo, að þessa sömu Dr. Ingibjörgu Gunnarsdóttur, hef ég reyndar þekkt frá hennar fyrsta degi, sem kemur þessu ekki mikið við reyndar, en hún er nefnilega dálítið meir en lítið skyld mér!?
![]() |
Umbúðirnar skapa matinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.10.2008 | 19:51
Fyrsta faðmlagið!
Ónefnd yngismeyja, allt í senn glæsileg, gullfalleg, gáfuð,aðlaðandi, ástrík og lokkandi með málin 90-60-90, 1.72 á hæð og 59 kg. gerði sér lítið fyrir áðan og sendi mér funheitt faðmlag með rafrænum hætti!
ÞAÐ FYRSTA SEM ÉG FÆ!
Er nema von að ég sé núna allt í senn já, hamingjusamur, glaður, reifur, hress, kátur, hreykin og já bara allur settur út af laginu, sem feimin lítill skólastrákur!?
Annars fínt framtak hjá Mogganum/blog.is, en þó voru sumar píur allavega að kvarta í fyrstunni yfir slíkum "Troðningi og taumleysi" í faðmlagaframlögum, að þær voru komnar með auman kropp og marbletti!
Inn úr dyrum Geiri gekk,
glaðlegur að nýju.
Áðan loksins gaðmlag fékk,
fullt af ást og hlýju!
16.10.2008 | 16:58
"Flokksgæðingur" í feita stöðu!
STeingrímur er já gamalkunnugt andlit í stjórn- og embættismannasögu D flokksins. Meðal annars fv. aðstoðarmaður ráðherra, gott ef ekki núverandi forsætisráðherra, sem þá var með fjármálin. (mér kann þó að misminna) Fræg varð svo á sínum tíma er STeingrímur sat í einkavæðingarnenfd, en gerði þar víst "litla uppreisn" gegn vinnubrögðum sem honum þóttu ekki við hæfi og sagði sig úr nefndinni. (gott ef það var ekki í tengslum við einka(vina)) væðingu bankanna og/eða Íslenskra aðalverktaka?))
En núnu, sem á fréttinni sést, hefur Steingrímur Ari jafnað sig tiltölulega fljótt og aftur´gengið sáttur inn í flokkskerfið, gengt þar hinu og þessu og fær núna já þessa mjög svo ábyrgðarmiklu nýju stöðu!
N'u fullyrði ég ekkert um hæfni hans til eða frá eða annara sem til greina komu, en segja mætti mér að einhver gæti verið óhress núna og að hljóð geti heyrst úr horni, eins og þar stendur!
Nú á þessum síðustu og verstu tímum afturhvarfs til ríkisvæðingar í neyð, þá verður allavega ekki á móti mælt að ráðherran hefur skipað sér vel hliðhollan "Vinnuþræl"!?
Steingrímur Ari, forðum varð frægur,
fyrir uppreisn, sem hann gerði.
En nú ég spái, þjáll og þægur,
"Þræll" í nýrri stöðu verði!?
![]() |
Steingrímur Ari forstjóri sjúkratryggingastofnunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.10.2008 | 18:47
Hin fljótfærna mær!
Mín geysisnjalla og gullfallega vinkona hún Gurrí Skagamær og Vikunnar fræga fljóð, var aðeins að rasa út í kreppu hjali í gær, um meintar hrakfarir íslendinga í verslunum í Dannmörku. Eitthvað voru nú sögurnar orðum auknar svo Himnaríkisdrottningin þurfti að draga í land. En það gerði hún auðvitað með reisn og viðurkenndi að hún væri stundum fljótfær, þessi elska. Í staðin uppskar hún smá skens frá mér, þar sem sjálfgefið uppnefni hennar kemur meðal annars við sögu.
Að Guðríður sé væn og vær,
vitaskuld þið trúa megið.
Samt er alltof fljót já fær,
Feministabeljugreyið!
Skildi ég þetta eftir hjá henni, svo bæði gleði- og hamingjutárin tækju að streyma að nýju eftir fljótfærnina! http://gurrihar.blog.is/blog/gurrihar/entry/673724/
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.10.2008 | 02:15
Engin er annars bróðir í leik!
Íslenskur almenningur hefur fyllst andúð í garð Breta á sl. dögum, hvers vegna þarf ekki að tíunda.
Séu þetta réttar heimildir, að Phillip Green sé svona "rausnarlegur" í sínu tilboði, þá bætir það sannarlega ekki úr skák!
Garmurinn hann Jón Ásgeir á nú að hafa átt ýmis viðskipti við þennan mann og unnið með honum að sögn, en ekki virðist það nú ofarlega á blaði eða skipta máli ef þetta er rétt.
Bjargföst það er meining mín,
í Mammons þessu umfloti
að fjandi sé nú phillip Green,
fégráðugur andskoti!
En hvort tilboð kananna verður nægilega miklu betra þó hærra sé, verður bara að koma í ljós.
Hvers vegna ég hætti ekki með Enska boltan.
Sjáið til, menn hafa m.a. verið að ræða það já að segja upp enska boltanum hjá 365 til að tjá vanþóknun sína yfir ömurlegri framgöngu breskra stjórnvalda, gagnvart okkur og sem líklega hafi átt stóran þátt í að Kaupþing varð að gefast upp líka.
Auðvitað yrði það í senn sterk og táknræn aðgerð, ef stór hluti þeirra tugþúsunda sem kaupa boltan myndu hætta og það spyrðist út til Englands, en þá yrði það líka til að veikja hið íslenska fyrirtæki enn frekar og stefna lifibrauði fjölda fólks sem þar vinnur í enn meiri hættu en nú er og er hún þó alveg næg fyrir!
Það líst mér ekki á og tæki ekki þátt í slíkri fjöldaaðgerð ef af yrði, þó vissulega mér sé fullkunnug öll vanþóknunin að baki og myndi ráða för.
Svo er það líka hitt, að þótt mitt heittelskaða rauða lið í Liverpool sé enskt félag í enskri deild, þá er það þannig lagað svo langt sem það nær, vþí ekki bara eru einungis tveir Englendingar í sterkasta byrjunarliðinu alla jafna, heldur er það líka í raun AMERÍSKT, tveir kanar sem eiga félagið!
Myndi nú ekkert sérstaklega hefna mín á þeim með því að hætta með áskriftina!?
Til viðbótar er liðið svo með ákveðna viðleitni nú til að vinna titilinn eftir nær tveggja áratuga hlé, sýnist allavega til þess burðugt í augnablikinu og því vil ég fylgjast áfram með!
![]() |
Vill kaupa skuldir Baugs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
-
Jens Guð
-
arnar valgeirsson
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Big Fats Slim
-
Blúshátíð í Reykjavík
-
Brynjar Davíðsson
-
Einar Bragi Bragason.
-
Eva Benjamínsdóttir
-
Eygló
-
Gulli litli
-
Heiða Þórðar
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Hlynur Hallsson
-
Hólmdís Hjartardóttir
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Ingvar Valgeirsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Kolbrún Stefánsdóttir
-
Kristinn Halldór Einarsson
-
Kristín Einarsdóttir
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Kristján Kristjánsson
-
Kristján Logason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Oddur Helgi Halldórsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Rannveig H
-
Sema Erla Serdar
-
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
-
Sjónstöð Íslands
-
Solla Guðjóns
-
Steingrímur Helgason
-
Svala Jónsdóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Vefritid
-
Víðir Benediktsson
-
Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar