27.3.2009 | 22:13
Tregatorf!
Á mig leitar sorg og sút,
sálarheill í veði.
Komin er með hjartahnút,
horfin ást og gleði.
Stúlkan mín er stungin af,
stöðugt grætur hjarta mitt.
Öðrum víst í gærkvöld gaf,
gimsteinshringað loforð sitt!
Einn því sit nú miður mín,
myrkra- gerist þessi staður.
Örlaganna eina sýn,
ætíð verði TREGANS maður!
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
26.3.2009 | 15:17
En hvers á Siv að gjalda?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2009 | 10:03
Manni "Huldumaður"!
Segi nú ekki að mér hafi fundist Ármann skemmtilegasti strákurinn í bekknum, en alls ekki slæmur og bara með góðan slatta af sjálfsáliti, sem greinilega hefur nú beðið nokkurn hnekki eftir þetta prófkjör eða verið svo misboðið að hann hefur tekið þessa ákvörðun!?
Og framtíðin virðist opin og allavega að hluta á "Huldu" eða kannski frekar hjá, í og með Huldu!?
![]() |
Ármann gefur ekki kost á sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.3.2009 | 09:37
Mörg er búmannsraunin!?
Nú læsist um hjarta mitt hrím,
hart sem sterkasta lím.
Því maður ei má,
af mikilli þrá
Skíra sig Skalla(-)Grím!
Ææ,það er já margt óréttlætið í þessum heimi!
![]() |
Mannanafnanefnd klofnaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
![]() |
Gerrard með þrennu og eins stigs munur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 18:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.3.2009 | 17:15
Glufa gerist stærri!
Stjóri og leikmenn MU töluðu mikið um það eftir tapið stóra fyrir Liverpool um sl. helgi, að þeir gætu ekki beðið eftir næsta leik við Fulham, að leiðrétta þessi mistök og koma sér aftur á beinu brautina. Það gerðist semsagt sannarlega ekki í dag og sömu "mistök" endurtóku sig eiginlega og fyrir viku. Nú er því eins og ég hef haldið fram ódeigur þrátt fyrir jafnteflisfár og svo slæmt tap fyrir Middlesbro, aftur komin upp mikil spenna um titilinn og að líkum sem ég hef líka sagt, "þetta ekki búið fyrr en það er búið", öfugt við fullyrðingar margra MU manna.
En þá verða mínir menn og auðvitað Chelsea líka sem eru með sömu möguleika, að halda sínu striki.Chelsea virðist eitthvað vera að hiksta, því í nágrannaslagnum við Tottenham voru þeir að tapa þegar ég síðast vissi,en þó mikið eftir af leiknum, sem tafðist vegna grunsamlegs bögguls er fannst fyrir hann á vellinum.
Liverpool á svo sjálfsagt ekki auðveldan leik fyrir höndum á morgun gegn Aston Villa á Anfield, en með svipuðum eldmóði og styrk og gegn United og Real Madrid, ætti sigur að nást og þar með setja virkilega spennu í meistaratitilsbaráttuna að nýju.
En samt, enn er þetta þó MU í hag þótt bilið minnki í eitt stig, því leik eiga MU menn þá til góða, gegn hinu bara´ttuglaða portsmouthliði sem´tók Everton fyrr í dag, þannig að ekki verður þó átakalaust að yfirvinna þá, þeir líka í miklum slag sem mörg önnur lið, m.a. Fulham, að halda sæti sínu í deildinni.
En glufan semsagt búin að opnat enn meir nú og þá er bara að sjá hvort Liverpool og/eða Chelsea nýti sér það og setji því enn meiri pressu á MU!?
Og svo held ég nú, að tóti bloggvinur vor, totinn.blog.is glotti smá núna, kenning hans um "MUhrunið í mars" öðlast meir og meir gildi!
![]() |
Óvænt tap hjá Manchester United |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.3.2009 | 22:31
Það var og!
saka af hverslags fíkn.
Sýna má "lömbum" líkn,
losti þó andan svíki.
Dýrð sé í drottins ríki!
![]() |
Sóknarprestur sýknaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2009 | 19:10
Beygingafræðiblús!
Delluna verstu, já meiri og meiri,
maður ég les og gáttaður heyri.
Magnúsi GeirI og Margréti EiriI,
miskunarlaust er "nauðgað" og fleiri!
En gangi honum Gulla Briem vel í söngkennslunni, ágætur náungi og auðvitað afbragðstrommari!
![]() |
Í söngtímum hjá Margréti Eiri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.3.2009 | 20:04
Árni Helga!
Í fréttum RÚV áðan kl. 7 var sagt frá því að á laugardaginn var hefði bindindisfrömuðurinn og sjálfstæðismaðurinn dyggi með meiru, árni Helgason, orðið 95 ára hefði hann lifað.
bjó Árni seinni hluta ævinnar í Stykkishólmi og þar var um helgina hafldið ungmennaskákmót í minningu hans. (semsagt ekki bara landsfundur Frjálslynda flokksins þar í bænum um helgina)
ÉG er nú bara að reifa þetta, því á meðan fréttinni stóð, rifjaðist upp að Árni var líka góður hagyrðingur og orti meðal annars mjög fræga vísu um þá dellu sem margur gengur með (og þá reyndar ekki hvað síst hægrimaðurinn) að hófdrykkja sé skynsamlegt og æskilegt fyrirbrigði!?
Læt ég hana koma hér til gamans.
hófdrykkjan er heldur flá,
henni er íllt að þjóna.
Hún er bara byrjun á,
að breyta manni í róna.
15.3.2009 | 21:04
"Siglufjarðarsinfónía" og fleiri framboðspælingar!
Já, gamla síldarvígið Siglufjörður má nú aldeilis vel við una er litið er á nokkra er sigur hafa unnið í prófkjörum um þessar mundir!
fram að úrslitum helgarinnar, höfðu allavega tveir þaðan ættaðir af meira eða minna leiti, unnið sín prófkjör, Kristján Möller í NA hjá S og Siv Friðleifsdóttir hjá B í SV! Um helgina bættust svo allavega tveir við, Illugi Gunnarsson fyrir D í Reykjavík og svo nú sem hér má lesa, Birkir j'on í NA hjá B!
Og kannski eru þeir fleiri eða eiga eftir að bætast við!?
SVo vekur athygli, en er kannski ekki mjög skrýtið, að hagfræðingar sigla seglum þöndum í þessum prófkjörum!
Áðurnefndur Illugi er svo skólaður og kemur auðvitað í stað annars slíks, Geirs nokkurs Haarde, sem líka er reyndar svo skemmtilega,einmitt ættaður frá Siglufirði ef mig misminnir ekki!?
Í dag tókst svo Tryggva Herbertssyni að ná öðru sæti hjá D liðinu í NA, en í gær var það Sigríður Ingibjörg Ingadóttir sem náði fjórða sæti hjá S í Reykjavík! (Gæti ég sem best vel´trúað, að Magga tengdamamma hennar, Birgir ektamaðður og mákonur hennar ýmsar m.a. séu ánægð með stúlkuna!)
Og Lilja Mósesdóttir hafði þeirra fyrst svo náð þriðja sætinu hjá V í Reykja´vík.
Það held ég nú.
Að lokum má á hinn bógin velta því fyrir sér hve hlutur þingmanna frá Akureyri ætlar að verða rýr og kannski enn rýrari en fyrir tæpum tveimur árum eins og lítur út fyrir í dag.
Minn gamli skólafélagi úr æsku, Ármann Kr. féll ílla hjá D í "Kraganum" og missir sætið og í prófkjörunum eða forvölunum eða hvað þetta kallast, eru piltar góðir á borð við Loga Einars hjá S í NA og Fúsi Karls hjá B í sama kjördæmi (líka gamall skólafélagi með meiru) bara í fjórða sæti. En Simmi sjónvarpsstjarna virðist þó auðvitað vera á leiðinni á þing, en þá bara sem eini slíkur ættaður frá bænum fagra og góða við Pollinn!?
Þess ber þó að geta í öllu þessu, að ekki er allt komið á hreint enn, enn vantar framboð hjá ýmsum að ég best veit.
EFlaust börðust eins og ljón,
ungherjar um prófkjörsgrundir.
En Briddsspilarinn Birkir Jón,
Boltadrengin hafði undir!
![]() |
Birkir Jón sigurvegari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
-
Jens Guð
-
arnar valgeirsson
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Big Fats Slim
-
Blúshátíð í Reykjavík
-
Brynjar Davíðsson
-
Einar Bragi Bragason.
-
Eva Benjamínsdóttir
-
Eygló
-
Gulli litli
-
Heiða Þórðar
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Hlynur Hallsson
-
Hólmdís Hjartardóttir
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Ingvar Valgeirsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Kolbrún Stefánsdóttir
-
Kristinn Halldór Einarsson
-
Kristín Einarsdóttir
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Kristján Kristjánsson
-
Kristján Logason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Oddur Helgi Halldórsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Rannveig H
-
Sema Erla Serdar
-
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
-
Sjónstöð Íslands
-
Solla Guðjóns
-
Steingrímur Helgason
-
Svala Jónsdóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Vefritid
-
Víðir Benediktsson
-
Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar