8.4.2009 | 21:09
Skellur!
En svona erðetta bara, þýðir ekkert að grenja Björn bónda heldur safna liði, eða eins og ég segi alltaf, "Þetta er ekki búið fyrr en það er búið"!
Nú reynir hins vegar mjög á og auðvitað er Chelsea með pálman í höndunum eftir kvöldið!
Svipað er nú komið með Live og Man. Utd. er þeir steinlágu einmitt heima fyrir þeim fyrrnefndu 1-4 og því er spurningin núna hvort sálfræðileg áhrif verða eins mikil á þá fyrrnefndu nú og urðu á þá síðarnefndu, hvort þetta muni hafa áhrif á næsta deildarleik gegn Blackburn á á laugardaginn!?
Fyrirfram leikur sem ætti að vinnast, en nú gæti þessi tapleikur setið í mönnum, sjáum til!
![]() |
Frækinn sigur Chelsea á Anfield - Barcelona burstaði Bayern |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.4.2009 | 00:34
Hringrás hefur sinn gang!
Jamm, það sem kemur inn að ofan, kemur nú fyrr eða síðar flest út að neðan!
Smyglaranum smúga út,
smám saman nú dagsljós líta.
EFnin víst í einum grút,
aumingin þarf jú að skíta!
![]() |
Efnin að skila sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.4.2009 | 17:13
Nú glöddust gumar..
...og Gummi Ben. líka!
Hahahah, þetta var auðvitað snilld í sjálfu sér, að gutti úr barnaliðinu skuli koma og redda þessu fyrir að undanförnu særða MU liða og já þannig að Guðmundur Benediktsson, sem ekki beinlínis er þekktur fyrir andúð á sigurliðinu, gat ekki leynt gleði sinni heldur í lýsingunni!
En nú hlýtur hið margumrædda sjálfstraust aftur hafa snúið til "Gömlu torfunnar" og yfirlýsingar um að titillinn fari ekkert annað en þangað, taka áreiðanlega að hljóma á ný og þetta sé bara búið!?
Svo er nú líkast til ekki, en með þessum góða sigri, blöndu af mikilli baráttu og vissri heppni,hefur MU aftur þetta að mestu í eigin höndum.
Er ég ekki frá því, að þeir hafi bara sest niður og lært af Liverpool!?
![]() |
Táningur tryggði Man.Utd dýrmætan sigur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.4.2009 | 18:40
Hér sannaðist það sem oftar, að...
Vonandi er þetta svo frekari vísbending um að spennan muni haldast, en Rauði herin fór þarna þó langt með að endurtaka enn einn gangin klaufaskap sinn í mörgum fyrri leikjum vetrarins.
Fyrri hálfleikur sérstaklega góður hjá liðinu og í raun bara beint og rökrétt framhald af skriðinu mikla fyrir landsleikjahléð. í leikhlé gegn Real var staðan 3-0, gegn MU 1-2 og gegn Aston Villa 3-0. Í dag hefðu tölur á borð við 0-3 á sama tíma verið afskaplega eðlilegar, en svona er nú fótboltinn leik frá leik og þú getur næstum orðið þinn versti andstæðingur líkt og lengi leit út fyrir í dag, en gerðist sem betur fer ekki!
Svo er bara að sjá hverjs er að vænta á morgun hjá United og Aston Villa á Old Trafford!
![]() |
Liverpool komst á toppinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.4.2009 | 16:23
Til hamingju, FRÖKEN RAUFARHÖFN!
Sérstök ánægja já að senda þessari bloggvinkonu minni heillaóskir í tilefni dagsins!
Aldeilis Kolla er kná,
kona, hér má nú sjá.
Fjöl- hún svo hæf,
hugljúf og gæf
og uppfull af athafnaþrá!
Þetta bara svona eitt tilbrigði í viðbót við hrifningarstef henni til handa!
![]() |
Kolbrún varaformaður Frjálslyndra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.4.2009 | 15:56
Húrra fyrir því!
Bara sérlega ánægjulegft, þessi smávaxni en jafnframt mikli jöfur í blúsnum hvalreki og hvet ég alla sem vettlingi geta valdið að mæta og sjá hann spila!
Sjálfur er ég stoltur eigandi af báðum þeim plötum sem í fréttinni eru nefndar og fleirum til þar sem Pinetop kemur við sögu og sömuleiðis hinn aðalgestur hátíðarinnar, Willie "Big Eyed" Smith, sem lék einnig með blúsrisanum Muddy Waters um árabil.
söngkonan Detra FArr er einnig mætt hygg ég, ansi góð og skemmtileg söngkona með afburða sviðsframkomu!
Hvet alla til að kynna sér dagskrána inn á:
blues.is
![]() |
Perkins heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.4.2009 | 00:03
Mjög leitt og nokkuð skiljanlegt kannski, en hvurn fjáran...
...á þetta eiginlega að þýða!?
http://visir.is/article/20090402/LIFID01/724296061
Allt ætlaði nú að verða brjálað þegar Kompásgaurarnir voru reknir, en sögðust ætla að halda ótrauðir áfram með þættina undir sama nafni, með það skildu þeir sannarlega ekki komast upp með!
Nú hefur þessari spurningakeppni því miður já verið frestað, en þá þykist LOgi B. bara ásamt 365 liðinu geta sísvona tekið hana og sett á dagskrá hjá sér!
Heitir þetta ekki í minnsta lagi dónaskapur og mesta tilraun til þjófnaðar!?
Ja hérna segir maður´og dæsir bara!
![]() |
Spurningakeppni fjölmiðla um hvítasunnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.3.2009 | 11:16
Svona er lífið!
Jamm, í fjórða eða fimmta skiptið í vetur, skellur yfir mikil ofankoma á vestan- og norðanverðu landinu. Samt, allavega hér í höfuðstað norðurlands,hefur þetta þó tekið mjög hratt upp oftast og mun sjálfsagt gera það líka núna. En allur er varin já góður og snjóflóð ekkert grín. En..
Á norðurlandi hamslaus hríð,
hrellir mannabólin.
Á Akureyri undurblíð,
yljar þó nú sólin!
Þannig er nefnilega staðan í augnablikinu.
![]() |
Snjóflóðahætta á Norðurlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
29.3.2009 | 16:35
Endurreisn til fortíðar!
Húrrahúrrahúrra fyrir gamla góða D flokknum!
Fram er komin formaður
úr fortíðinni.
Drekka skulið dýrt hans minni,
svo drottni ríkt í eilífðinni!
Fulltrúi fjölskyldnanna fjórtán og Engeyjarættarinnar er þá aftur komin til æðstu valda, ef það er ekki afturhvarf ti fortíðar, þá er það ekki til! En hvort endurreisnin torræða mun í raun og sann nást nú, ja, það er aftur annað mál, að í fylgsnum fortíðar geti falist framtíð svo björt!? En niðurstaða skýrslu endurreisnarnefndarinnar var, að "fólkið brást en ekki stefnan". Þá kom Geir og sagði að svo væri ekki, heldur hefði stefnumörkunin um dreifða eignaraðild á bönkunum, brostið og á því bað hann flokksþingheim afsökunar fyrir sína parta. Síðan var það Davíð í gær, sem ekki bara bar sig að jöfnu saman við frelsarann Jesú Krist, heldur kallaði nefnda skýrslu hrákasmíð og gerði lítið úr formanni skýrslugerðarinar í leiðinni, vilhjálmi Egilssyni. Í morgun kom Geir aftur og sagði að orð gamla formannsins væru ómakleg hvað varðaði vilhjálm og skýrslugerðarmenn aðra, þannig að allt er bara komið í hring! En þegar þetta er skrifað er enn eftir að kjósa formann til vara, "Hringa-vitleysan" kórónast kannski þar, ef Kristján Þór fer eftir allt gegn Þorgerði, þó hann hefði margítrekað að hann vildi bara í formannin, en segði samt í leiðinni, að í pólitík væri ekkert ómögulegt eða útilokað!? En semsagt, eitt sinn var BB og nú aftur BB, en ekki björn Bjarnason eins og leynt og jóst var markmið stórs hóps í flokknum, heldur Bjarni Ben. Það tókst á einum sjö árum með hann, sem ekki tókst hjá birni á einvherjum 18 ára ferli!
![]() |
Bjarni kjörinn formaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.3.2009 | 20:56
Limra!
örlögin ógurleg,
eru á þennan veg.
Kaldir og kramdir,
á kross erum lamdir
Jesus Kristur og ÉG!
(Hugmyndin af síðustu línunni kemur vitaskuld utanað frá, samnefnd ljóð orti Vilhjálmur frá Skáholti ef mig misminnir ekki!)
![]() |
Vilhjálmur: Ómakleg ummæli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
-
Jens Guð
-
arnar valgeirsson
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Big Fats Slim
-
Blúshátíð í Reykjavík
-
Brynjar Davíðsson
-
Einar Bragi Bragason.
-
Eva Benjamínsdóttir
-
Eygló
-
Gulli litli
-
Heiða Þórðar
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Hlynur Hallsson
-
Hólmdís Hjartardóttir
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Ingvar Valgeirsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Kolbrún Stefánsdóttir
-
Kristinn Halldór Einarsson
-
Kristín Einarsdóttir
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Kristján Kristjánsson
-
Kristján Logason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Oddur Helgi Halldórsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Rannveig H
-
Sema Erla Serdar
-
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
-
Sjónstöð Íslands
-
Solla Guðjóns
-
Steingrímur Helgason
-
Svala Jónsdóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Vefritid
-
Víðir Benediktsson
-
Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar